„Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég“ Kristján Hjálmarsson skrifar 22. nóvember 2013 13:56 Ingimar Baldvinsson hjá Hólaborg. „Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég,“ segir Ingimar Baldvinsson, eigandi sjúkra- og þjálfunarmiðstöðvarinnar að Hólaborg á Suðurlandi. Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að stofnunin hefði gert ráðstafanir til að bregðast við útbreiðslu á mögulegu smiti frá hestaþjálfunarstöð á Suðurlandi. Erlendur dýralæknir, sem starfar líka sem járningamaður, hefði komið til landsins með notuð járningaáhöld, svuntu og vinnuskó og notað við sjúkrajárningar. Í tilkynningunni fylgir hlekkur á frétt af Eiðfaxa þar sem sagt er frá Steven O´Grady, dýralæknis og járningamanni, sem kom hingað til lands til að hlúa að verðlaunahestinum Blysfara sem hefur verið meiddur á hófa. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að héraðsdýralæknir hafi strax kannað hvort ábendingin ætti við rök að styðjast og svo hafi reynst vera. Dýralæknirinn hafi verið farinn af landi brott með sín áhöld. „Að flytja inn notuð áhöld og búnað er alvarlegt brot gegn íslenskum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Stofnunin hefur þegar skrifað hlutaðeigandi aðilum bréf og gert þeim grein fyrir alvarleika málsins,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Jafnframt kemur þar fram að ráðstafanir hafi verið gerða til að hindra útbreiðslu á mögulegu smiti. „Flutningur hrossa frá þjálfunarstöðinni, þar sem áhöldin voru notuð, hefur verið takmarkaður. Allir hestar sem þar eru, hafa verið settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstakar smitvarnir. Enginn hestur má fara frá þjálfunarstöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gildir sú ráðstöfun í a.m.k. fjórar vikur eða þar til hægt er með nokkurri vissu að álíta að smit hafi ekki borist í hesta á þjálfunarstöðinni,“ segir í tilkynningunni. Ingimar Baldvinsson, eigandi þjálfunarstöðvarinnar að Hólaborg, kannast við að Grady hafi komið hingað til lands til að kíkja á Blysfara. Hann hafi komið á vegum eiganda Blysfara, Daniel J. Slott sem hafi meðal annars markaðssett íslenska hestinn í Bandaríkjunum. Ingimar kannast hins vegar ekki við að gripið hafi verið til þeirra ráðstafana sem Matvælastofnun tiltekur í tilkynningu sinni, þ.e. að flutningur hrossa frá stöðinni hafi verið takmarkaður og að hestarnir séu undir auknu eftirliti. „Þeir eru augljóslega komnir í aðgerðir sem ég hef ekki fengið að vita um. Það er einhver að reyna að koma höggi á mig,“ segir Ingimar. „Það er ekki búið að takmarka flutninga frá þjálfunarstöðinni enda engin ástæða til.“ Ingimari var augljóslega brugðið í samtali við Vísi en sagðist ætla að hringja í Matvælastofnun og fá nánari upplýsingar. Spurður hvort einhverjir hestar hefðu verið fluttir frá Hólaborg frá því að Grady kom í heimsókn sagði hann svo ekki vera. „Það hafa engin hross verið flutt héðan - hvorki komið né farið," segir Ingimar. Hestar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég,“ segir Ingimar Baldvinsson, eigandi sjúkra- og þjálfunarmiðstöðvarinnar að Hólaborg á Suðurlandi. Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að stofnunin hefði gert ráðstafanir til að bregðast við útbreiðslu á mögulegu smiti frá hestaþjálfunarstöð á Suðurlandi. Erlendur dýralæknir, sem starfar líka sem járningamaður, hefði komið til landsins með notuð járningaáhöld, svuntu og vinnuskó og notað við sjúkrajárningar. Í tilkynningunni fylgir hlekkur á frétt af Eiðfaxa þar sem sagt er frá Steven O´Grady, dýralæknis og járningamanni, sem kom hingað til lands til að hlúa að verðlaunahestinum Blysfara sem hefur verið meiddur á hófa. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að héraðsdýralæknir hafi strax kannað hvort ábendingin ætti við rök að styðjast og svo hafi reynst vera. Dýralæknirinn hafi verið farinn af landi brott með sín áhöld. „Að flytja inn notuð áhöld og búnað er alvarlegt brot gegn íslenskum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Stofnunin hefur þegar skrifað hlutaðeigandi aðilum bréf og gert þeim grein fyrir alvarleika málsins,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Jafnframt kemur þar fram að ráðstafanir hafi verið gerða til að hindra útbreiðslu á mögulegu smiti. „Flutningur hrossa frá þjálfunarstöðinni, þar sem áhöldin voru notuð, hefur verið takmarkaður. Allir hestar sem þar eru, hafa verið settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstakar smitvarnir. Enginn hestur má fara frá þjálfunarstöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gildir sú ráðstöfun í a.m.k. fjórar vikur eða þar til hægt er með nokkurri vissu að álíta að smit hafi ekki borist í hesta á þjálfunarstöðinni,“ segir í tilkynningunni. Ingimar Baldvinsson, eigandi þjálfunarstöðvarinnar að Hólaborg, kannast við að Grady hafi komið hingað til lands til að kíkja á Blysfara. Hann hafi komið á vegum eiganda Blysfara, Daniel J. Slott sem hafi meðal annars markaðssett íslenska hestinn í Bandaríkjunum. Ingimar kannast hins vegar ekki við að gripið hafi verið til þeirra ráðstafana sem Matvælastofnun tiltekur í tilkynningu sinni, þ.e. að flutningur hrossa frá stöðinni hafi verið takmarkaður og að hestarnir séu undir auknu eftirliti. „Þeir eru augljóslega komnir í aðgerðir sem ég hef ekki fengið að vita um. Það er einhver að reyna að koma höggi á mig,“ segir Ingimar. „Það er ekki búið að takmarka flutninga frá þjálfunarstöðinni enda engin ástæða til.“ Ingimari var augljóslega brugðið í samtali við Vísi en sagðist ætla að hringja í Matvælastofnun og fá nánari upplýsingar. Spurður hvort einhverjir hestar hefðu verið fluttir frá Hólaborg frá því að Grady kom í heimsókn sagði hann svo ekki vera. „Það hafa engin hross verið flutt héðan - hvorki komið né farið," segir Ingimar.
Hestar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent