Fréttablaðið fjallar ítarlega um málið í dag en um 20 manns mættu til mótmælanna undir yfirskriftinni Mótmæli gegn sundrun fjóttafjölskyldu frá Nígeríu.
Á Facebook-síðu mótmælanna segir að hópurinn vilji krefast mannréttinda fyrir flóttamenn. Því er mótmælt að dómstólar hafi ekki fengið tækifæri til að kveða upp dóm í málinu en örlög hælisleitendanna séu í höndum innanríkisráðherra.
Evelyn Glory Joseph, ætluð barnsmóðir hælisleitandans, sem einnig er hælisleitandi, ber við að hún sé mansalsfórnarlamb og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja manninn vera föðurinn. Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurðinum um að senda manninn úr landi.
Evelyn var viðstödd mótmælin en fyrir utan ráðuneytið var einnig staddur lögmaður Tony Omos, ætlaðs barnsföðurs hennar.

