Körfubolti

Ingibjörg gaf fjórtán stoðsendingar - úrslitin í kvennakörfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg Jakobsdóttir.
Ingibjörg Jakobsdóttir. Mynd/Stefán
Grindavík endaði fimm leikja taphrinu sína í Dominos-deild kvenna í körfubolta með því að vinna tólf stiga sigur á botnliði Njarðvíkur í Ljónagryfjunni í kvöld, 73-61.

Grindavík hafði ekki unnið leik síðan liðið vann útisigur á KR í byrjun nóvember en liðið hefur verið án Pálínu Gunnlaugsdóttur í síðustu leikjum.

Þetta var tíunda tapið í röð hjá Njarðvíkurliðinu sem er nú sex stigum frá því að komast af botninum. Staðan er því orðin mjög erfið fyrir Njarðvíkurliðið og fall í 1. deild blasir við.

Ingibjörg Jakobsdóttir, leikstjórnandi Grindavíkurliðsins, spilaði liðsfélagana heldur betur uppi í þessum leik en hún gaf alls 14 stoðsendingar auk þess að skora 14 stig. Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í einum leik í deildinni í vetur.

María Ben Erlingsdóttir skoraði 28 stig fyrir Grindavík og Lauren Oosdyke var með 20 stig og 12 fráköst.

Hin unga Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 16 stig fyrir Njarðvík og Sara Dögg Margeirsdóttir var með 11 stig. Bandaríski leikmaður liðsins, Jasmine Beverly, skoraði 10 stig og tók 18 fráköst.



Úrslit og stigaskor í leikjum dagsins í Domnios-deild kvenna:

KR-Keflavík 77-67 (20-18, 23-12, 20-11, 14-26)

KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/12 fráköst/6 stolnir, Ebone Henry 23/15 fráköst/6 stolnir/4 varin skot, Björg Guðrún Einarsdóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Anna María Ævarsdóttir 7, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 6/6 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 4/5 fráköst.

Keflavík: Porsche Landry 28/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/7 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 12/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 4/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 1.



Njarðvík-Grindavík 61-73 (17-18, 11-16, 15-13, 18-26)

Njarðvík: Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/4 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 11, Jasmine Beverly 10/18 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 8, Aníta Carter Kristmundsdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 3, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2/5 fráköst/6 stolnir.

Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 28/9 fráköst, Lauren Oosdyke 20/12 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 14/14 stoðsendingar, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/12 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/5 fráköst.



Snæfell-Haukar 88-75 (19-11, 21-20, 25-25, 23-19)

Snæfell: Chynna Unique Brown 35/10 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 17/5 fráköst/8 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 13/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 13/11 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 1.

Haukar: Lele Hardy 40/20 fráköst/7 stoðsendingar, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 8/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 7, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 6, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Lovísa Björt Henningsdóttir 3.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×