Körfubolti

Stólarnir á hraðferð upp í úrvalsdeild?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Rafn Viggósson
Helgi Rafn Viggósson Mynd/Stefán
Bárður Eyþórsson og lærisveinar hans í Tindastól unnu enn einn stórsigurinn í 1. deild karla í körfubolta í gær en Stólarnir eru nú eina ósigraða lið 1. deildarinnar með sjö sigra í sjö leikjum.

Tindastóll vann 52 sigur á Vængjum Júpiters í gær, 115-63, og hefur liðið þar með unnið fjóra tuttugu stiga sigra í röð í deildinni og alla leikina sjö með ellefu stigum eða meira.

Stólarnir hafa brotið hundrað stiga múrinn í fimm af sjö leikjunum sínum og eru með 225 stig í síðustu tveimur leikjum sínum. Bárður er því á góðri leið með að skila Stólunum aftur upp í Dominos-deildina.

Antoine Proctor skoraði 33 stig fyrir Tindastól í gær en fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson var með 27 stig og 79 prósent skotnýtingu.

Þór Akureyri tapaði sínum fyrsta leik í þessari umferð en Tindastóll tekur á móti Þór Ak í toppslag deildarinnar í næstu viku. Tindastóll nær fjögurra stiga forskoti með sigri en efsta lið deildarinnar fer beint upp á meðan að fjögur næstu lið keppa um hitt sætið í úrslitakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×