Sigríður Thorlacius bætir við aukatónleikum í kvöld Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. desember 2013 13:25 Sigríður Thorlacius Fréttablaðið/Daníel Uppselt er á jólatónleika Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar, en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við aukatónleikum í kvöld klukkan 22.00, í Fríkirkjunni. Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar eru haldnir vegna útkomu plötunnar Jólakveðja. Platan inniheldur frumsamin lög eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Bjarna Frímann Bjarnason en textarnir eru sóttir í klassísk íslensk ljóðasöfn. „Textarnir spanna nokkuð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamótanna 1900 en þeir yngstu ná allt til árþúsundamótanna 2000. Þrátt fyrir það greina þeir allir frá hinum sanna boðskap jólanna og fanga þannig hlýjuna sem einkennir hátíðina,“ segir Sigríður um plötuna. Sigríður Thorlacius hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu söngkonum þjóðarinnar. Hún hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem „Besta röddin.“ Jólakveðja er ekki fyrsta sólóbreiðskífa Sigríðar en árið 2009 kom út platan Á ljúflingshól, þar sem Sigríður söng lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar, ásamt hljómsveitinni Heiðurspiltar. „Við stefnum á notalega og hlýja kvöldstund í Fríkirkjunni þetta ágæta kvöld,“ segir Sigríður, en uppselt er á tónleikana kl. 20 og því var ákveðið að bæta við tónleikum kl. 22. „Þá geta þeir sem hafa áhyggjur af jólagjafa-innkaupum sinnt þeim og komið svo og slappað af með innkaupapokana sína í Fríkirkjunni,“ útskýrir Sigríður. Um upphitun á tónleikunum sér tríóið Hvíld og ró, en það er skipað þeim Snorra Helgasyni, Mr. Sillu og Gunnari Tynes úr Múm. „Tríóið mun leika frumsamin jólalög sem eru sérstaklega vel til þess fallin að koma áhorfendum strax í rétta jólaskapið,“ segir Sigríður að lokum. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Uppselt er á jólatónleika Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar, en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við aukatónleikum í kvöld klukkan 22.00, í Fríkirkjunni. Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar eru haldnir vegna útkomu plötunnar Jólakveðja. Platan inniheldur frumsamin lög eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Bjarna Frímann Bjarnason en textarnir eru sóttir í klassísk íslensk ljóðasöfn. „Textarnir spanna nokkuð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamótanna 1900 en þeir yngstu ná allt til árþúsundamótanna 2000. Þrátt fyrir það greina þeir allir frá hinum sanna boðskap jólanna og fanga þannig hlýjuna sem einkennir hátíðina,“ segir Sigríður um plötuna. Sigríður Thorlacius hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu söngkonum þjóðarinnar. Hún hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem „Besta röddin.“ Jólakveðja er ekki fyrsta sólóbreiðskífa Sigríðar en árið 2009 kom út platan Á ljúflingshól, þar sem Sigríður söng lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar, ásamt hljómsveitinni Heiðurspiltar. „Við stefnum á notalega og hlýja kvöldstund í Fríkirkjunni þetta ágæta kvöld,“ segir Sigríður, en uppselt er á tónleikana kl. 20 og því var ákveðið að bæta við tónleikum kl. 22. „Þá geta þeir sem hafa áhyggjur af jólagjafa-innkaupum sinnt þeim og komið svo og slappað af með innkaupapokana sína í Fríkirkjunni,“ útskýrir Sigríður. Um upphitun á tónleikunum sér tríóið Hvíld og ró, en það er skipað þeim Snorra Helgasyni, Mr. Sillu og Gunnari Tynes úr Múm. „Tríóið mun leika frumsamin jólalög sem eru sérstaklega vel til þess fallin að koma áhorfendum strax í rétta jólaskapið,“ segir Sigríður að lokum.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið