Fótbolti

Sjö stiga forysta Bayern á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franck Ribery í leiknum í dag.
Franck Ribery í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Bayern Münhen tryggði í dag að liðið verður í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar þegar hún fer í vetrarfrí eftir næstu helgi.

Liðið er með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar eftir öruggan 3-1 sigur á Hamburg í dag. Mario Mandzukic, Mario Götze og Xherdan Shaqiri skoruðu mörk Bæjara í leiknum.

Leverkusen getur minnkað muninn í fjögur stig á ný með sigri á Frankfurt á morgun en ljóst er að toppsætið verður ekki tekið af Bayern fyrir vetrarfríið.

Dortmund missteig sig gegn Hoffenheim en eftir að hafa náð 2-0 forystu á útivelli lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Dortmund er nú tólf stigum á eftir Bayern í þriðja sæti deildarinnar.

Hannover tókst þó að missa niður 3-0 forystu gegn Nürnberg á heimavelli en lokatölur þar voru 3-3.

Úrslit dagsins:

Hoffenheim - Dortmund 2-2

Bayern - Hamburg 3-1

Augsburg - Braunschweig 4-1

Hannover - Nürnberg 3-3

Mainz - Gladbach 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×