Tími til kominn að brjótast inn í þrívíddina Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. desember 2013 20:00 Tveir sérfræðingar í gervigreind hafa gefið út nýstárlegan tölvuleik þar sem spilurum gefst tækifæri á að stíga inn í þrívíðan heim tölvunnar. Áratuga gamalt loforð um sýndarveruleika hefur loks verið uppfyllt segja þeir. Tölvunarfræðingarnir Hrafn Þorri og Gunnar Steinn hafa síðustu ár unnið að rannsóknum á gervigreind og hagnýtri notkun hennar. Þeir hafa nú gefið út tölvuleik í gegnum sprotafyrirtæki sitt, Aldin Dynamics, þar sem þessi svið mætast. Tölvuleikurinn Asunder: Earthbound er afrakstur vinnur þeirra þar sem gervigreind og sýndarveruleiki sameinast í eina og sama, þrívíða, sviði. Félagarnir byggja á Oculus Rift sýndarveruleikatækninni en hún er á barmi þess að fara í almenna sölu. Oculus Rift boðar nýja og breytta tíma í sýndarveruleika og er í raun að uppfylla áratuga gamalt loforð um tækni þar sem notandinn getur stigið inn í þrívíðan heim tölvunnar. Tölvuleikurinn hefur vakið mikla athygli og skipar heiðursess á vefsíðu Oculus. Það má segja að verkefnið sé einstakt á heimsvísu enda eru fáir tölvuleikjaframleiðendur sem hafa sérstaklega þróað leiki fyrir tæknina.Fréttamaður fékk að spreyta sig.MYND/Aldin DynamicsÞað er síðan sérstök rós í hnappagatið að samfélag spilara hefur tekið tölvuleiknum með opnum örmum. „Þetta er fyrsta þrívíddar-tæknin sem gerir fólki kleift að virkilega upplifa það að vera í þrívíðum heimi með því að setja á sig þessi gleraugu,“ segir Gunnar Steinn Valgarðsson, meðstofnandi Aldin Dynamics. Kollegi hans og annar stofnenda Aldin Dynamics, Hrafn Þorri Þórisson, er á sama máli: „Heimurinn hefur núna uppfyllt loforðið sem hann gaf mér upp úr 1990 þegar ég prófaði svona tækni fyrst.“ Sjálfur leikurinn er glæsilegur, umhverfið í stíl Art-Deco og allar hreyfingar mjúkar og eðlilegar. Spilarinn getur haft samskipti við sessunauta sína í flugvélinni með því að kinka kolli eða hrista hausinn. Aldin Dynamics sem óx út frá rannsóknum sem stofnendur fyrirtækisins unnu hjá Vitvélastofnun Íslands. Mikil tækifæri felast í sýndarveruleikatækni og eru Aldin Dynamics og Vitvélastofnun meðal annars að vinna í samstarfi að rannsóknum á hvernig nýta megi sýndarveruleika fyrir ýmiskonar kennslu og þjálfun. „Við höfum verið að horfa á þessa stóru og miklu sýndarheima í gegnum þessa litlu glugga, rétt eins og barn sem bíður eftir jólasveininum,“ segir Hrafn Þorri. „Núna fær maður að brjótast í gegnum þennan glugga og fara inn í heiminn.“Í myndskeiðinu hér fyrir ofan er hægt sjá fréttina í heild sinni en brot úr leiknum má sjá hér. Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira
Tveir sérfræðingar í gervigreind hafa gefið út nýstárlegan tölvuleik þar sem spilurum gefst tækifæri á að stíga inn í þrívíðan heim tölvunnar. Áratuga gamalt loforð um sýndarveruleika hefur loks verið uppfyllt segja þeir. Tölvunarfræðingarnir Hrafn Þorri og Gunnar Steinn hafa síðustu ár unnið að rannsóknum á gervigreind og hagnýtri notkun hennar. Þeir hafa nú gefið út tölvuleik í gegnum sprotafyrirtæki sitt, Aldin Dynamics, þar sem þessi svið mætast. Tölvuleikurinn Asunder: Earthbound er afrakstur vinnur þeirra þar sem gervigreind og sýndarveruleiki sameinast í eina og sama, þrívíða, sviði. Félagarnir byggja á Oculus Rift sýndarveruleikatækninni en hún er á barmi þess að fara í almenna sölu. Oculus Rift boðar nýja og breytta tíma í sýndarveruleika og er í raun að uppfylla áratuga gamalt loforð um tækni þar sem notandinn getur stigið inn í þrívíðan heim tölvunnar. Tölvuleikurinn hefur vakið mikla athygli og skipar heiðursess á vefsíðu Oculus. Það má segja að verkefnið sé einstakt á heimsvísu enda eru fáir tölvuleikjaframleiðendur sem hafa sérstaklega þróað leiki fyrir tæknina.Fréttamaður fékk að spreyta sig.MYND/Aldin DynamicsÞað er síðan sérstök rós í hnappagatið að samfélag spilara hefur tekið tölvuleiknum með opnum örmum. „Þetta er fyrsta þrívíddar-tæknin sem gerir fólki kleift að virkilega upplifa það að vera í þrívíðum heimi með því að setja á sig þessi gleraugu,“ segir Gunnar Steinn Valgarðsson, meðstofnandi Aldin Dynamics. Kollegi hans og annar stofnenda Aldin Dynamics, Hrafn Þorri Þórisson, er á sama máli: „Heimurinn hefur núna uppfyllt loforðið sem hann gaf mér upp úr 1990 þegar ég prófaði svona tækni fyrst.“ Sjálfur leikurinn er glæsilegur, umhverfið í stíl Art-Deco og allar hreyfingar mjúkar og eðlilegar. Spilarinn getur haft samskipti við sessunauta sína í flugvélinni með því að kinka kolli eða hrista hausinn. Aldin Dynamics sem óx út frá rannsóknum sem stofnendur fyrirtækisins unnu hjá Vitvélastofnun Íslands. Mikil tækifæri felast í sýndarveruleikatækni og eru Aldin Dynamics og Vitvélastofnun meðal annars að vinna í samstarfi að rannsóknum á hvernig nýta megi sýndarveruleika fyrir ýmiskonar kennslu og þjálfun. „Við höfum verið að horfa á þessa stóru og miklu sýndarheima í gegnum þessa litlu glugga, rétt eins og barn sem bíður eftir jólasveininum,“ segir Hrafn Þorri. „Núna fær maður að brjótast í gegnum þennan glugga og fara inn í heiminn.“Í myndskeiðinu hér fyrir ofan er hægt sjá fréttina í heild sinni en brot úr leiknum má sjá hér.
Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira