Mögnuð endurkoma City dugði ekki til | Þrjú rauð á Anderlecht Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2013 10:23 Manchester City var einu marki frá því að næla í efsta sæti D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-2 útisigur á Bayern München. Victoria Plzen nældi í Evrópudeildarsæti og rauð spjöld fóru á loft í Grikklandi. Liðsmenn FC Bayern komust í 2-0 gegn Manchester City eftir aðeins tólf mínútur. Þá fór Micah Richards meiddur af velli og stefndi í leiðindakvöld enska liðsins í Þýskalandi. David Silva minnkaði hins vegar muninn af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og möguleiki fyrir gestina. Í síðari hálfleik gengu City-menn á lagið. Aleksandar Kolarov jafnaði metin úr vítaspyrnu og Englendingurinn James Milner, sem lagði upp markið fyrir Silva, skoraði sigurmarkið. City hefði tekið toppsætið af Bæjurum hefði þeim tekist að bæta við einu marki. Þýska liðið heldur toppsætinu á betri markatölu í innbyrðisviðureignum liðanna. Olympiakos tryggði sér annað sætið í C-riðli með 3-1 sigri á Anderlecht. Javier Saviola skoraði tvö marka gríska liðsins. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í stöðunni 1-1 í upphafi síðari hálfleiks þegar Belgarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Saviola kom Olympiakos í 2-1 á 58. mínútu og Grikkirnir í góðum málum. Áður en yfir lauk fuku tveir til viðbótar útaf í liði Anderlecht auk þess sem Olympiakos bæði klúðraði og skoraði úr vítaspyrnu. Sigurinn tryggði liðinu annað sætið þrátt fyrir sigur Benfica á PSG í Portúgal. Victoria Plzen tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar með 2-1 sigri á CSKA Moskvu. Liðið fékk 3 stig í riðlinum líkt og Rússarnir en Tékkarnir skoruðu fleiri mörk á útivelli í innbyrðisviðureignum liðanna.Staðan í riðlunum eftir leiki kvöldsinsA-riðill Manchester United 1-0 Shaktar Donetsk Real Sociedad 0-1 Bayer Leverkusen United 14 Leverkusen 10 Donetsk 8 Sociedad 1B-riðill FC Kaupmannahöfn 0-2 Real Madrid Fresta varð viðureign Galatasaray og Juventus vegna snjókomu. Real 16 Juve 6 Galatasaray 4 FCK 4C-riðill Benfica 2-1 PSG Olympiakos 3-1 Anderlecht PSG 13 Olympiakos 10 (Olympiacos stendur betur innbyrðis) Benfica 10 Anderlecht 1D-riðillBayern München 2-3 Manchester City Vikotira Plzen 2-1 CSKA Moskva Bayern 15 Man City 15 Viktoria 3 CSKA 3 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Manchester City var einu marki frá því að næla í efsta sæti D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-2 útisigur á Bayern München. Victoria Plzen nældi í Evrópudeildarsæti og rauð spjöld fóru á loft í Grikklandi. Liðsmenn FC Bayern komust í 2-0 gegn Manchester City eftir aðeins tólf mínútur. Þá fór Micah Richards meiddur af velli og stefndi í leiðindakvöld enska liðsins í Þýskalandi. David Silva minnkaði hins vegar muninn af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og möguleiki fyrir gestina. Í síðari hálfleik gengu City-menn á lagið. Aleksandar Kolarov jafnaði metin úr vítaspyrnu og Englendingurinn James Milner, sem lagði upp markið fyrir Silva, skoraði sigurmarkið. City hefði tekið toppsætið af Bæjurum hefði þeim tekist að bæta við einu marki. Þýska liðið heldur toppsætinu á betri markatölu í innbyrðisviðureignum liðanna. Olympiakos tryggði sér annað sætið í C-riðli með 3-1 sigri á Anderlecht. Javier Saviola skoraði tvö marka gríska liðsins. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í stöðunni 1-1 í upphafi síðari hálfleiks þegar Belgarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Saviola kom Olympiakos í 2-1 á 58. mínútu og Grikkirnir í góðum málum. Áður en yfir lauk fuku tveir til viðbótar útaf í liði Anderlecht auk þess sem Olympiakos bæði klúðraði og skoraði úr vítaspyrnu. Sigurinn tryggði liðinu annað sætið þrátt fyrir sigur Benfica á PSG í Portúgal. Victoria Plzen tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar með 2-1 sigri á CSKA Moskvu. Liðið fékk 3 stig í riðlinum líkt og Rússarnir en Tékkarnir skoruðu fleiri mörk á útivelli í innbyrðisviðureignum liðanna.Staðan í riðlunum eftir leiki kvöldsinsA-riðill Manchester United 1-0 Shaktar Donetsk Real Sociedad 0-1 Bayer Leverkusen United 14 Leverkusen 10 Donetsk 8 Sociedad 1B-riðill FC Kaupmannahöfn 0-2 Real Madrid Fresta varð viðureign Galatasaray og Juventus vegna snjókomu. Real 16 Juve 6 Galatasaray 4 FCK 4C-riðill Benfica 2-1 PSG Olympiakos 3-1 Anderlecht PSG 13 Olympiakos 10 (Olympiacos stendur betur innbyrðis) Benfica 10 Anderlecht 1D-riðillBayern München 2-3 Manchester City Vikotira Plzen 2-1 CSKA Moskva Bayern 15 Man City 15 Viktoria 3 CSKA 3
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti