Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks María Lilja Þrastardóttir skrifar 29. desember 2013 19:01 Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. Friðrik, sem er þrítugur Garðbæingur, hvarf sporlaust fyrripart ársins. Síðast var vitað um ferðir hans í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Paragvæ, en Friðrik hafði verið búsettur í Barcelona þar sem hann nam arkitektúr. Lögreglan lýsti fyrst eftir Friðriki í júlí. Fjölmiðlar hér á landi greindu frá því í sumar að grunur léki á að honum hefði verið ráðinn bani ytra. Sögusagnir um hvernig lát Friðriks hefði átt sér stað fóru á kreik og voru háværar og hrottafengnar. Talað var um að hvarf hans tengdist skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði anga sína á milli Íslands og Brasilíu. Friðrik var þá sagður fastur í viðjum fíknar og að dvöl hans í Suður-Ameríku tengdist einhverskonar fíkniefnamisferli. Þessa sögusagnir hafa þó aldrei fengist staðfestar og fátt virðist í raun benda til þess að þær eigi allar við rök að styðjast.Óttast að Friðrik sé fórnarlamb glæps Í ágúst síðastliðnum lýsti svo alþjóðalögreglan, Interpol eftir Friðriki að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda. Þá hafði hann verið týndur í tæpa fimm mánuði. Í byrjun desember blés fjölskylda Friðriks til sóknar í leitinni. Stjúpmóðir hans kom fram í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC - Colour. Þar lýsti hún yfir þungum áhyggjum fjölskyldunnar af afdrifum Friðriks. Hún sagðist þá jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hún upplýsti um að Friðrik hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt af flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Fjölskyldan hefur einnig komið á fót vefsíðu á spænsku með upplýsingum og myndum af Friðriki í von um að spænskumælandi netverjar sem orðið hafi einhvers áskynja, láti vita.Fréttastofa ræddi við stjúpmóður Friðriks í dag. Hún sagði fjölskylduna hafa tekið ákvörðun um að tjá sig ekki við fjölmiðla um málið á meðan svo lítið væri vitað.Litlar upplýsingar að fá í Paragvæ Móðir Friðriks tjáði okkur að þó að vefsíðan hefði vakið gríðarleg viðbrögð og hundruð ábendinga hefðu borist væri ekkert sem leiddi fjölskyldu og lögreglu á slóð hans. Hún sagði jafnframt að jólin hefðu verið fjölskyldunni þungbær þau væru þó jákvæð héldu fast í vonina um að finna Friðrik sem skæri sig úr fjöldanum í Paragvæ með sitt norræna útlit. Í sumar fór svo Karl Steinar til Paragvæ til að afla upllýsinga. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en horfðu þess í stað fram á afar óvenjulega stöðu hvað samvinnu varðar og að Paragvæ skæri sig þar úr öðrum löndum Suður-Ameríku. Litlar upplýsingar hefðu fengist í þeirri ferð. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. Friðrik, sem er þrítugur Garðbæingur, hvarf sporlaust fyrripart ársins. Síðast var vitað um ferðir hans í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Paragvæ, en Friðrik hafði verið búsettur í Barcelona þar sem hann nam arkitektúr. Lögreglan lýsti fyrst eftir Friðriki í júlí. Fjölmiðlar hér á landi greindu frá því í sumar að grunur léki á að honum hefði verið ráðinn bani ytra. Sögusagnir um hvernig lát Friðriks hefði átt sér stað fóru á kreik og voru háværar og hrottafengnar. Talað var um að hvarf hans tengdist skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði anga sína á milli Íslands og Brasilíu. Friðrik var þá sagður fastur í viðjum fíknar og að dvöl hans í Suður-Ameríku tengdist einhverskonar fíkniefnamisferli. Þessa sögusagnir hafa þó aldrei fengist staðfestar og fátt virðist í raun benda til þess að þær eigi allar við rök að styðjast.Óttast að Friðrik sé fórnarlamb glæps Í ágúst síðastliðnum lýsti svo alþjóðalögreglan, Interpol eftir Friðriki að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda. Þá hafði hann verið týndur í tæpa fimm mánuði. Í byrjun desember blés fjölskylda Friðriks til sóknar í leitinni. Stjúpmóðir hans kom fram í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC - Colour. Þar lýsti hún yfir þungum áhyggjum fjölskyldunnar af afdrifum Friðriks. Hún sagðist þá jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hún upplýsti um að Friðrik hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt af flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Fjölskyldan hefur einnig komið á fót vefsíðu á spænsku með upplýsingum og myndum af Friðriki í von um að spænskumælandi netverjar sem orðið hafi einhvers áskynja, láti vita.Fréttastofa ræddi við stjúpmóður Friðriks í dag. Hún sagði fjölskylduna hafa tekið ákvörðun um að tjá sig ekki við fjölmiðla um málið á meðan svo lítið væri vitað.Litlar upplýsingar að fá í Paragvæ Móðir Friðriks tjáði okkur að þó að vefsíðan hefði vakið gríðarleg viðbrögð og hundruð ábendinga hefðu borist væri ekkert sem leiddi fjölskyldu og lögreglu á slóð hans. Hún sagði jafnframt að jólin hefðu verið fjölskyldunni þungbær þau væru þó jákvæð héldu fast í vonina um að finna Friðrik sem skæri sig úr fjöldanum í Paragvæ með sitt norræna útlit. Í sumar fór svo Karl Steinar til Paragvæ til að afla upllýsinga. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en horfðu þess í stað fram á afar óvenjulega stöðu hvað samvinnu varðar og að Paragvæ skæri sig þar úr öðrum löndum Suður-Ameríku. Litlar upplýsingar hefðu fengist í þeirri ferð.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira