Bensínverð í Venezuela er 1,5 kr. Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2013 13:30 Það kemur ekki mjög við pyngjuna að fylla bílinn í Venezuela. Bensínverð í Venezuela er 5 bandarísk sent á hvert gallon, eða 1,5 krónur pr. lítra. Það er lægsta verð sem um getur í heiminum, en Venezuela er olíuríkt land og þess njóta íbúarnir. Þeir nota reyndar svo mikið af bensíni að hún er 40 sinnum meiri en þess lands í Rómönsku Ameríku sem næstmest notar. Verðið, sem er 160 sinnum lægra en hér á landi, hefur verið óbreytt í tvo áratugi, en það gæti breyst á næstunni. Stjórnvöld í Venezuela eru að íhuga að hækka bensínverð í landinu og nota aukna álagningu til að byggja upp skólakerfið og til annarra þarfra verkefna á ábyrgð hins opinbera. Með því að hækka eldsneytisverð vonast ríkið einnig til þess að íbúar Venezuela kaupi sér eyðslugrennri bíla en hingað til og með því minnki mengun bílaflotans. Að sjálfsögðu er íbúum Venezuela hreint alveg sama hvað bílar þeirra eyða þar sem eldsneytið er svo til ókeypis, en með örlítilli hækkun gæti það viðhorf breyst. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent
Bensínverð í Venezuela er 5 bandarísk sent á hvert gallon, eða 1,5 krónur pr. lítra. Það er lægsta verð sem um getur í heiminum, en Venezuela er olíuríkt land og þess njóta íbúarnir. Þeir nota reyndar svo mikið af bensíni að hún er 40 sinnum meiri en þess lands í Rómönsku Ameríku sem næstmest notar. Verðið, sem er 160 sinnum lægra en hér á landi, hefur verið óbreytt í tvo áratugi, en það gæti breyst á næstunni. Stjórnvöld í Venezuela eru að íhuga að hækka bensínverð í landinu og nota aukna álagningu til að byggja upp skólakerfið og til annarra þarfra verkefna á ábyrgð hins opinbera. Með því að hækka eldsneytisverð vonast ríkið einnig til þess að íbúar Venezuela kaupi sér eyðslugrennri bíla en hingað til og með því minnki mengun bílaflotans. Að sjálfsögðu er íbúum Venezuela hreint alveg sama hvað bílar þeirra eyða þar sem eldsneytið er svo til ókeypis, en með örlítilli hækkun gæti það viðhorf breyst.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent