Körfubolti

Flautukarfa með heppnisstimpil eftir tvær framlengingar | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurkörfu Teague fagnað í nótt.
Sigurkörfu Teague fagnað í nótt. Nordicphotos/AFP
Jeff Teague tryggði Atlanta Hawks 127-125 útisigur á Cleveland Cavaliers með lokaskoti leiksins í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt.

Líkt og sjá má á myndbandinu að neðan þá beið Teague með að skjóta þar til sekúndubrot lifðu leiks. Boltinn dansaði á körfuhringnum og endaði á því að leka ofan í. Ekki fallegasta karfa kvöldsins en sú sem skildi að er uppi var staðið.

Teague skoraði 34 stig sem er hans hæsta stigaskor í deildinni og átti einnig 14 stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Kyrie Irving var stigahæstur allra með 40 stig en það dugði ekki til fyrir Cleveland.

San Antonio Spurs vann grannaslaginn gegn Dallas Mavericks í Dallas. Þá var framlengt í Portland þar sem heimamenn höfðu betur gegn Chris Paul og félögum í Los Angeles Clippers. Svo skoraði Jeremy Lin 14 stig í fjórða leikhluta í sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies.

Úrslit næturinnar

Cleveland Cavaliers 125-127 Atlanta Hawks

Houston Rockets 100-92 Memphis Grizzlies

Dallas Mavericks 107-116 San Antonio Spurs

Portland Trail Blazers 116-112 Los Angeles Clippers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×