Körfuboltaveisla á Stöð 2 Sport á jóladag Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. desember 2013 11:45 Lebron James treður hér yfir Ben McLemore, leikmann Sacramento Kings í leik liðanna. Mynd/Gettyimages Sannkölluð körfuboltaveisla verður á Stöð 2 Sport í kvöld. Að venju eru stórleikir í NBA-deildinni á jóladag en á milli leikja verður heimildarmyndin Ölli sýnd. Myndin fjallar um einn af efnilegustu körfuboltamönnum Íslands á sínum tíma. Fyrsti leikur dagsins, Brooklyn Nets gegn Chicago Bulls hefst í beinni útsendingu klukkan 17. Báðum liðum var spáð góðu gengi á tímabilinu en eru hinsvegar að berjast um að komast í sæti í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera með dýrasta leikmannahóp deildarinnar gengur illa hjá Jason Kidd, þjálfara Nets að slípa saman leikmannahópinn. Eftir leik Nets og Bulls verður heimildarmyndin Ölli eftir Garðar Örn Arnarson sýnd. Myndin fjallar um líf og leik Örlyg Arons Sturlusonar sem var eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Örlygur lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki aðeins sextán ára, varð Íslandsmeistari með Njarðvík 18 ára og byrjaði að spila með landsliðinu ungur að árum en lést af slysförum árið 2000. Myndin rekur feril Örlygs og gefur áhorfendanum tækifæri að kynnast þessum einstaka dreng í gegnum þá sem stóðu honum næst. Los Angeles Lakers tekur á móti Miami Heat í Staples Center í seinni leik kvöldsins á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 22. Lakers verða án Kobe Bryant, Steve Nash og Steve Blake en búist er við að Jordan Farmar taki þátt í leiknum eftir að hafa náð sér af meiðslum. Leikmenn Miami sem eru ríkjandi meistarar hafa aðeins tapað sex leikjum á tímabilinu sem er besti byrjun í sögu félagsins. Þá tekur New York Knicks á móti Oklahoma City Thunder í Madison Square Garden, San Antonio Spurs tekur á móti Houston Rockets og að lokum mætast Los Angeles Clippers og Golden State Warriors í Oakland. NBA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Sjá meira
Sannkölluð körfuboltaveisla verður á Stöð 2 Sport í kvöld. Að venju eru stórleikir í NBA-deildinni á jóladag en á milli leikja verður heimildarmyndin Ölli sýnd. Myndin fjallar um einn af efnilegustu körfuboltamönnum Íslands á sínum tíma. Fyrsti leikur dagsins, Brooklyn Nets gegn Chicago Bulls hefst í beinni útsendingu klukkan 17. Báðum liðum var spáð góðu gengi á tímabilinu en eru hinsvegar að berjast um að komast í sæti í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera með dýrasta leikmannahóp deildarinnar gengur illa hjá Jason Kidd, þjálfara Nets að slípa saman leikmannahópinn. Eftir leik Nets og Bulls verður heimildarmyndin Ölli eftir Garðar Örn Arnarson sýnd. Myndin fjallar um líf og leik Örlyg Arons Sturlusonar sem var eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Örlygur lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki aðeins sextán ára, varð Íslandsmeistari með Njarðvík 18 ára og byrjaði að spila með landsliðinu ungur að árum en lést af slysförum árið 2000. Myndin rekur feril Örlygs og gefur áhorfendanum tækifæri að kynnast þessum einstaka dreng í gegnum þá sem stóðu honum næst. Los Angeles Lakers tekur á móti Miami Heat í Staples Center í seinni leik kvöldsins á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 22. Lakers verða án Kobe Bryant, Steve Nash og Steve Blake en búist er við að Jordan Farmar taki þátt í leiknum eftir að hafa náð sér af meiðslum. Leikmenn Miami sem eru ríkjandi meistarar hafa aðeins tapað sex leikjum á tímabilinu sem er besti byrjun í sögu félagsins. Þá tekur New York Knicks á móti Oklahoma City Thunder í Madison Square Garden, San Antonio Spurs tekur á móti Houston Rockets og að lokum mætast Los Angeles Clippers og Golden State Warriors í Oakland.
NBA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Sjá meira