Vangaveltur um áramót 3. janúar 2013 06:00 Gleðilegt ár. Þessa góðu kveðju fær maður hvar sem maður kemur þessa dagana og sendir hana auðvitað á móti. Allir óska öllum gleðilegs árs. En hvað býr að baki? Eða öllu heldur; býr eitthvað að baki? Er þetta eitthvað sem við segjum af því að okkur finnst það tilheyra og af því að allir aðrir segja þetta eða meinum við eitthvað með þessum tveimur sakleysislegu orðum? Felst í þeim að við vonum heitt og innilega að árið verði gleðilegt fyrir viðkomandi; að þeir njóti hamingju og velgengni? Ja, hlýtur það ekki að vera? Hljóti svo að vera, teljum við þá að sú hamingja og sú velgengni sem við óskum að fólk njóti sé algjörlega undir því sjálfu komið? Finnst okkur máski að hún eigi að koma af himnum ofan? Eða ætlum við að leggja eitthvað af mörkum svo aðrir njóti raunverulega hamingju og velgengni? Ja, nú kann málið að vandast. Sjálfsagt væri einfaldast ef hver og einn gæti verið sjálfum sér nægur í þessum efnum. Verið sinnar gæfu smiður. En þannig er það ekki. Og lukkupottarnir eru ekki við hvert fótmál. Þess vegna verður hugur að fylgja máli þegar við óskum fólki gleðilegs árs. Ef við virkilega meinum það sem við segjum þá verðum við að leggja okkur fram um að árið verði öðrum gleðilegt. Þetta á auðvitað líka við um hina hversdagslegu kveðju: Góðan dag. Hún getur ekki bara falið í sér ósk eða von. Við verðum að koma fram og hegða okkur með þeim hætti að dagurinn geti orðið sem bestur fyrir viðkomandi. Þegar á reynir er samkennd Íslendinga mikil. Það sanna dæmin. En það ætti ekki að þurfa slys til eða virkilega erfiðar aðstæður svo að við réttum öðrum hjálparhönd eða sýnum af okkur mennsku. Af litlu tilefni eða öngvu getum við lagt hvert öðru lið með ýmsum, og oft einföldum, hætti og þannig stuðlað að betri líðan annarra og þar með betra samfélagi. Stundum þarf bara bros. Gleðilegt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun
Gleðilegt ár. Þessa góðu kveðju fær maður hvar sem maður kemur þessa dagana og sendir hana auðvitað á móti. Allir óska öllum gleðilegs árs. En hvað býr að baki? Eða öllu heldur; býr eitthvað að baki? Er þetta eitthvað sem við segjum af því að okkur finnst það tilheyra og af því að allir aðrir segja þetta eða meinum við eitthvað með þessum tveimur sakleysislegu orðum? Felst í þeim að við vonum heitt og innilega að árið verði gleðilegt fyrir viðkomandi; að þeir njóti hamingju og velgengni? Ja, hlýtur það ekki að vera? Hljóti svo að vera, teljum við þá að sú hamingja og sú velgengni sem við óskum að fólk njóti sé algjörlega undir því sjálfu komið? Finnst okkur máski að hún eigi að koma af himnum ofan? Eða ætlum við að leggja eitthvað af mörkum svo aðrir njóti raunverulega hamingju og velgengni? Ja, nú kann málið að vandast. Sjálfsagt væri einfaldast ef hver og einn gæti verið sjálfum sér nægur í þessum efnum. Verið sinnar gæfu smiður. En þannig er það ekki. Og lukkupottarnir eru ekki við hvert fótmál. Þess vegna verður hugur að fylgja máli þegar við óskum fólki gleðilegs árs. Ef við virkilega meinum það sem við segjum þá verðum við að leggja okkur fram um að árið verði öðrum gleðilegt. Þetta á auðvitað líka við um hina hversdagslegu kveðju: Góðan dag. Hún getur ekki bara falið í sér ósk eða von. Við verðum að koma fram og hegða okkur með þeim hætti að dagurinn geti orðið sem bestur fyrir viðkomandi. Þegar á reynir er samkennd Íslendinga mikil. Það sanna dæmin. En það ætti ekki að þurfa slys til eða virkilega erfiðar aðstæður svo að við réttum öðrum hjálparhönd eða sýnum af okkur mennsku. Af litlu tilefni eða öngvu getum við lagt hvert öðru lið með ýmsum, og oft einföldum, hætti og þannig stuðlað að betri líðan annarra og þar með betra samfélagi. Stundum þarf bara bros. Gleðilegt ár.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun