Tækifæri til að láta verkin tala Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Jafnlaunavottunin, sem stéttarfélagið VR kynnti í fyrradag, er mikilvægt skref í átt til þess að uppræta launamun kynjanna. Þetta er gott framtak hjá félaginu, sem lengi hefur barizt fyrir því sjálfsagða réttlætismáli að karlar og konur fái sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Jafnlaunavottun hefur verið býsna lengi í umræðunni. Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, varpaði því fram fyrir átta árum að óháð vottun á því að fyrirtæki greiddu körlum og konum sömu laun væri sterkt vopn gegn launamuninum. Talsvert var unnið í málinu árin 2005 til 2008 en svo var það lengi í hægagangi. Eftir mikið vafstur kom Staðlaráð Íslands loksins saman opinberum jafnlaunastaðli seint á síðasta ári. Það var út af fyrir sig heilmikill áfangi. Staðallinn er hins vegar lítils virði nema fyrirtæki og stofnanir geti fengið aðstoð við að innleiða hann og óháða vottun á að þau standist kröfur hans. VR hefur tekið að sér að vera milliliður um þetta og kemur fyrirtækjum sem leita til félagsins í samband við British Standards Institution (BSI) á Íslandi, viðurkennt vottunarfyrirtæki. Mikilvægi vottunar af þessu tagi er margþætt. Tilvist hennar þýðir að ábyrgðin á því að uppræta launamuninn er sett í fangið á fyrirtækjum og stofnunum, þar sem hún á heima. Það er ekki síður ástæða til þess að opinberar stofnanir sækist eftir vottuninni en einkafyrirtæki, enda sýna launakannanir að launamunurinn er ekki síður vandamál hjá hinu opinbera en einkageiranum, jafnvel frekar í seinni tíð. Með jafnlaunavottuninni fá líka vinnuveitendur sem vilja gera vel kærkomið tæki í hendurnar til að taka út launakerfið hjá sér. Til að geta tekið upp jafnlaunastaðalinn þurfa fyrirtæki að móta launastefnu, ákveða launaviðmið, flokka störf samkvæmt opinberri starfaflokkun og gera kerfisbundna launagreiningu. Þannig hefur jafnlaunavottunin í för með sér einhverja fyrirhöfn og kostnað fyrir fyrirtækin en á móti ætti hún að veita þeim samkeppnisforskot. Hæfasta starfsfólkið, ekki sízt vel menntaðar konur sem streyma nú út úr háskólum landsins, er líklegra til að vinna hjá fyrirtækjum sem mismuna starfsmönnum ekki eftir kyni. Neytendur eru sömuleiðis líklegri til að vilja skipta við slík fyrirtæki en þau sem láta sig jafnréttið litlu skipta. Gera verður ráð fyrir að stéttarfélögin, til dæmis VR, sjái um að veita fyrirtækjum og stofnunum það aðhald sem þau þurfa. Eftir nokkur misseri þarf VR til dæmis ekki lengur að láta duga að vekja athygli á launamuninum í sjónvarpsauglýsingum, félagið getur birt lista yfir fyrirtækin sem hafa tekið til hjá sér og fengið jafnlaunavottun. Launamunur kynjanna, margstaðfestur með margvíslegum könnunum, er smánarblettur á íslenzku samfélagi. Nú hafa þeir sem hingað til hafa sagzt vilja uppræta hann fengið í hendur tæki til að láta aðgerðir fylgja orðum og láta verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Jafnlaunavottunin, sem stéttarfélagið VR kynnti í fyrradag, er mikilvægt skref í átt til þess að uppræta launamun kynjanna. Þetta er gott framtak hjá félaginu, sem lengi hefur barizt fyrir því sjálfsagða réttlætismáli að karlar og konur fái sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Jafnlaunavottun hefur verið býsna lengi í umræðunni. Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, varpaði því fram fyrir átta árum að óháð vottun á því að fyrirtæki greiddu körlum og konum sömu laun væri sterkt vopn gegn launamuninum. Talsvert var unnið í málinu árin 2005 til 2008 en svo var það lengi í hægagangi. Eftir mikið vafstur kom Staðlaráð Íslands loksins saman opinberum jafnlaunastaðli seint á síðasta ári. Það var út af fyrir sig heilmikill áfangi. Staðallinn er hins vegar lítils virði nema fyrirtæki og stofnanir geti fengið aðstoð við að innleiða hann og óháða vottun á að þau standist kröfur hans. VR hefur tekið að sér að vera milliliður um þetta og kemur fyrirtækjum sem leita til félagsins í samband við British Standards Institution (BSI) á Íslandi, viðurkennt vottunarfyrirtæki. Mikilvægi vottunar af þessu tagi er margþætt. Tilvist hennar þýðir að ábyrgðin á því að uppræta launamuninn er sett í fangið á fyrirtækjum og stofnunum, þar sem hún á heima. Það er ekki síður ástæða til þess að opinberar stofnanir sækist eftir vottuninni en einkafyrirtæki, enda sýna launakannanir að launamunurinn er ekki síður vandamál hjá hinu opinbera en einkageiranum, jafnvel frekar í seinni tíð. Með jafnlaunavottuninni fá líka vinnuveitendur sem vilja gera vel kærkomið tæki í hendurnar til að taka út launakerfið hjá sér. Til að geta tekið upp jafnlaunastaðalinn þurfa fyrirtæki að móta launastefnu, ákveða launaviðmið, flokka störf samkvæmt opinberri starfaflokkun og gera kerfisbundna launagreiningu. Þannig hefur jafnlaunavottunin í för með sér einhverja fyrirhöfn og kostnað fyrir fyrirtækin en á móti ætti hún að veita þeim samkeppnisforskot. Hæfasta starfsfólkið, ekki sízt vel menntaðar konur sem streyma nú út úr háskólum landsins, er líklegra til að vinna hjá fyrirtækjum sem mismuna starfsmönnum ekki eftir kyni. Neytendur eru sömuleiðis líklegri til að vilja skipta við slík fyrirtæki en þau sem láta sig jafnréttið litlu skipta. Gera verður ráð fyrir að stéttarfélögin, til dæmis VR, sjái um að veita fyrirtækjum og stofnunum það aðhald sem þau þurfa. Eftir nokkur misseri þarf VR til dæmis ekki lengur að láta duga að vekja athygli á launamuninum í sjónvarpsauglýsingum, félagið getur birt lista yfir fyrirtækin sem hafa tekið til hjá sér og fengið jafnlaunavottun. Launamunur kynjanna, margstaðfestur með margvíslegum könnunum, er smánarblettur á íslenzku samfélagi. Nú hafa þeir sem hingað til hafa sagzt vilja uppræta hann fengið í hendur tæki til að láta aðgerðir fylgja orðum og láta verkin tala.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun