Fer Landsnet að eigin tillögum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Nefnd um lagningu raflína í jörð hefur skilað skýrslu sinni með nokkrum megintillögum sem nefndarfólk var einhuga um, auk sértillagna nokkurra nefndarmanna. Í fréttum Ríkisútvarpsins var því slegið upp að engin niðurstaða hefði náðst hjá nefndinni. Það er ekki rétt, og ráðherra er í lófa lagið að vinna hratt og örugglega úr þeim tillögum sem þarna koma fram. Einnig er hér bent á ítarlegar tillögur Landverndar og fulltrúa landeigenda í viðauka við skýrslu nefndarinnar. Ein sameiginleg tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Í þessu felst að á ákveðnum svæðum skal flutningsfyrirtæki ávallt bera saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Þessi svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði og svæði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, við flugvelli þar sem sýnt er að loftlína getur haft áhrif á flugöryggi og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Þá leggur nefndin til að leggja skuli jarðstrengi svo sem kostur er meðfram núliggjandi vegum. Fulltrúi Landsnets stóð að þessari tillögu og því ekkert eðlilegra en að fyrirtækið fari nú þegar að vinna eftir henni. Sveitarstjórnir á svæðum þar sem framkvæmdir eru komnar á leyfisveitingastig, t.d. við Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, geta einnig litið til þessara viðmiða og grundvallarreglna við ákvarðanatöku sína. Í ljósi niðurstöðu nefndarinnar, sem Landsnet stóð að, ætti fyrirtækið að vera fylgjandi því að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á slíkum viðmiðunarsvæðum á línuleið þessara tveggja lína, m.a. á náttúruverndarsvæðum, við flugvelli og þar sem veðurálag er mikið. Krafa Landsnets um eignarnám á landi við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesskaga vekur því óneitanlega ugg í brjósti, sama dag og tillögur nefndarinnar eru gerðar opinberar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Suðurnesjalína 2 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nefnd um lagningu raflína í jörð hefur skilað skýrslu sinni með nokkrum megintillögum sem nefndarfólk var einhuga um, auk sértillagna nokkurra nefndarmanna. Í fréttum Ríkisútvarpsins var því slegið upp að engin niðurstaða hefði náðst hjá nefndinni. Það er ekki rétt, og ráðherra er í lófa lagið að vinna hratt og örugglega úr þeim tillögum sem þarna koma fram. Einnig er hér bent á ítarlegar tillögur Landverndar og fulltrúa landeigenda í viðauka við skýrslu nefndarinnar. Ein sameiginleg tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Í þessu felst að á ákveðnum svæðum skal flutningsfyrirtæki ávallt bera saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Þessi svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði og svæði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, við flugvelli þar sem sýnt er að loftlína getur haft áhrif á flugöryggi og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Þá leggur nefndin til að leggja skuli jarðstrengi svo sem kostur er meðfram núliggjandi vegum. Fulltrúi Landsnets stóð að þessari tillögu og því ekkert eðlilegra en að fyrirtækið fari nú þegar að vinna eftir henni. Sveitarstjórnir á svæðum þar sem framkvæmdir eru komnar á leyfisveitingastig, t.d. við Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, geta einnig litið til þessara viðmiða og grundvallarreglna við ákvarðanatöku sína. Í ljósi niðurstöðu nefndarinnar, sem Landsnet stóð að, ætti fyrirtækið að vera fylgjandi því að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á slíkum viðmiðunarsvæðum á línuleið þessara tveggja lína, m.a. á náttúruverndarsvæðum, við flugvelli og þar sem veðurálag er mikið. Krafa Landsnets um eignarnám á landi við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesskaga vekur því óneitanlega ugg í brjósti, sama dag og tillögur nefndarinnar eru gerðar opinberar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun