Öruggt dreifikerfi – líka á Suðurnesjum Þórður Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Viðbrögð í framhaldi af ósk Landsnets um að tiltekin landréttindi verði tekin eignarnámi vegna Suðurnesjalínu 2 voru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Hörð gagnrýni Landverndar kemur til dæmis ekki á óvart þar sem hamrað er á því að ákvörðun um að reisa línuna tengist stóriðju í Helguvík. Því er til að svara að óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdirnar en hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi. Í rammaáætlun um virkjanir eru nokkrir virkjunarkostir í nýtingarflokki á Reykjanesi og af þeim sökum nauðsynlegt að byggja flutningsmannvirki sem geta flutt orkuna frá þeim til kaupenda hennar. Nýja línan fellur ágætlega að þessum þörfum og mun jafnframt nýtast til flutnings fyrir kaupendur orkunnar hvort sem þeir verða í Helguvík eða annars staðar á Reykjanesi. Í því ljósi er mér ómögulegt að skilja fullyrðingu um að Landsnet ætli að ráðast í milljarðafjárfestingar að nauðsynjalausu! Landsnet gegnir því lagalega hlutverki að tryggja öruggt og hagkvæmt raforkukerfi á Íslandi en um leið að gæta að umhverfisáhrifum nauðsynlegra flutningsvirkja. Flutningsvirki eru vissulega inngrip í náttúruna hvort heldur er með loftlínum eða jarðstrengjum. Þau eru samt nauðsynleg, enda er flutningskerfið í vissum skilningi lífæð samfélagsins og því mikilvægt að slíkir innviðir séu traustir. Sveigjanleiki og öryggi Landsnet leggur mikið upp úr því að reisa línur meginflutningskerfisins þannig að þær hafi næga flutningsgetu til að mæta þörfum framtíðarinnar. Sé tekið mið af þeim virkjunum sem fyrirhugaðar eru í rammaáætlun er betri kostur að nota 220 kV línur fyrir meginflutningskerfið frekar en línur með lægri flutningsgetu. Þannig þjónar ein 220 kV lína sama hlutverki og fleiri línur á lægri spennu, sem verður að teljast jákvætt með tilliti til umhverfis. Jafnframt skiptir miklu máli að lítill munur er á sjónrænum áhrifum af 220 kV og 132 kV línum. Að meðaltali eru 220 kV línur 3-4 metrum hærri en 132 kV línurnar. Öflugar línur auka sveigjanleika kerfisins verulega og öryggi flutnings sömuleiðis. Þetta getur skipt sköpum í illviðrum eða þegar náttúruhamfarir verða. Í grein eftir framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 22. febrúar segir að samkomulag hafi orðið um nokkur mikilvæg atriði í svokallaðri jarðstrengjanefnd sem skilaði stjórnvöldum niðurstöðu fyrir skömmu. Honum finnst undarlegt að Landsnet kannist ekki við það, þrátt fyrir að forstjóri fyrirtækisins hafi undirritað skýrsluna. Því er til að svara að Landsnet tekur heilshugar undir þau atriði sem samkomulag var um og mun að sjálfsögðu hafa þau til hliðsjónar. Það staðfesti ég í viðtali í hádegisfréttum Rúv 20. febrúar sl. Hér fer því Landvernd með rangt mál. Engu að síður mótaði nefndin enga stefnu um lagningu jarðstrengja, sem var samt meginverkefni hennar. Stjórnvöld og Alþingi verða hér að taka af skarið, rétt eins og stjórnvöld víðast hvar í Evrópu hafa gert. Í vetur hafa orðið tíðari truflanir í flutningskerfinu vegna veðurs en á undanförnum áratug. Í þeim hafa veikleikar kerfisins komið betur í ljós og afar brýnt að ráðast í styrkingar til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns sem víðast á landinu. Það mun taka mörg ár að bæta ástandið og mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst. Fyrir framhaldið er því brýnt að Alþingi móti stefnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð í framhaldi af ósk Landsnets um að tiltekin landréttindi verði tekin eignarnámi vegna Suðurnesjalínu 2 voru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Hörð gagnrýni Landverndar kemur til dæmis ekki á óvart þar sem hamrað er á því að ákvörðun um að reisa línuna tengist stóriðju í Helguvík. Því er til að svara að óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdirnar en hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi. Í rammaáætlun um virkjanir eru nokkrir virkjunarkostir í nýtingarflokki á Reykjanesi og af þeim sökum nauðsynlegt að byggja flutningsmannvirki sem geta flutt orkuna frá þeim til kaupenda hennar. Nýja línan fellur ágætlega að þessum þörfum og mun jafnframt nýtast til flutnings fyrir kaupendur orkunnar hvort sem þeir verða í Helguvík eða annars staðar á Reykjanesi. Í því ljósi er mér ómögulegt að skilja fullyrðingu um að Landsnet ætli að ráðast í milljarðafjárfestingar að nauðsynjalausu! Landsnet gegnir því lagalega hlutverki að tryggja öruggt og hagkvæmt raforkukerfi á Íslandi en um leið að gæta að umhverfisáhrifum nauðsynlegra flutningsvirkja. Flutningsvirki eru vissulega inngrip í náttúruna hvort heldur er með loftlínum eða jarðstrengjum. Þau eru samt nauðsynleg, enda er flutningskerfið í vissum skilningi lífæð samfélagsins og því mikilvægt að slíkir innviðir séu traustir. Sveigjanleiki og öryggi Landsnet leggur mikið upp úr því að reisa línur meginflutningskerfisins þannig að þær hafi næga flutningsgetu til að mæta þörfum framtíðarinnar. Sé tekið mið af þeim virkjunum sem fyrirhugaðar eru í rammaáætlun er betri kostur að nota 220 kV línur fyrir meginflutningskerfið frekar en línur með lægri flutningsgetu. Þannig þjónar ein 220 kV lína sama hlutverki og fleiri línur á lægri spennu, sem verður að teljast jákvætt með tilliti til umhverfis. Jafnframt skiptir miklu máli að lítill munur er á sjónrænum áhrifum af 220 kV og 132 kV línum. Að meðaltali eru 220 kV línur 3-4 metrum hærri en 132 kV línurnar. Öflugar línur auka sveigjanleika kerfisins verulega og öryggi flutnings sömuleiðis. Þetta getur skipt sköpum í illviðrum eða þegar náttúruhamfarir verða. Í grein eftir framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 22. febrúar segir að samkomulag hafi orðið um nokkur mikilvæg atriði í svokallaðri jarðstrengjanefnd sem skilaði stjórnvöldum niðurstöðu fyrir skömmu. Honum finnst undarlegt að Landsnet kannist ekki við það, þrátt fyrir að forstjóri fyrirtækisins hafi undirritað skýrsluna. Því er til að svara að Landsnet tekur heilshugar undir þau atriði sem samkomulag var um og mun að sjálfsögðu hafa þau til hliðsjónar. Það staðfesti ég í viðtali í hádegisfréttum Rúv 20. febrúar sl. Hér fer því Landvernd með rangt mál. Engu að síður mótaði nefndin enga stefnu um lagningu jarðstrengja, sem var samt meginverkefni hennar. Stjórnvöld og Alþingi verða hér að taka af skarið, rétt eins og stjórnvöld víðast hvar í Evrópu hafa gert. Í vetur hafa orðið tíðari truflanir í flutningskerfinu vegna veðurs en á undanförnum áratug. Í þeim hafa veikleikar kerfisins komið betur í ljós og afar brýnt að ráðast í styrkingar til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns sem víðast á landinu. Það mun taka mörg ár að bæta ástandið og mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst. Fyrir framhaldið er því brýnt að Alþingi móti stefnuna.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun