Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar 19. nóvember 2025 07:17 Íbúar Reykjavíkur eru margskonar og hefur fólk sest hér að í um 1150 ár. Síðustu aldir hefur mannflóran dafnað og er þessi gróðurstaður okkar orðinn fallegur, fjölbreytilegur og til fyrirmyndar á margan hátt. Á borgarstjórnarfundi 18. nóvember sl. var samþykkt að drög að nýrri fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar yrðu sett í samráðsgátt og er það heldur betur fagnaðarefni. Reykjavíkurborg gegnir mörgum hlutverkum. Hún er ekki bara stærsti atvinnurekandi landsins, heldur er hún þjónustuveitandi, samstarfsaðili og verkkaupi. Reykjavíkurborg er þar að auki stjórnvald. Það er því mikilvægt að borgin sé leiðandi í stefnumótun um fjölmenningu því það er í dag sem við leggjum línurnar fyrir framtíðina og slík stefnumótun endurspeglar því ekki bara hver við erum sem borg heldur einnig hvernig við viljum vera. Þarfar uppfærslur til að mæta sameiginlegri framtíð Í fjölmenningarstefnunni sem borgarstjórn samþykkti einróma að senda í samráðsgátt til umsagnar stendur eftirfarandi: „Reykjavík er eflandi, sjálfbært og fjölbreytt borgarsamfélag sem hvetur til virkrar þátttöku, tryggir öryggi og stuðlar að vellíðan allra. Til að ýta undir jákvæða þróun í nútímalegu samfélagi þarf að samþykkja og fagna fjölbreytileika þess.” Þetta er kjarni málsins. Því við erum bæði lánsöm að búa í einni af bestu borgum heims og búa við þess háttar lýðræði sem stuðlar að þátttöku borgarbúa í mótun og útfærslu á stefnum sem lagðar eru til grundvallar þess samfélags sem við búum í. Það er því mikilvægt að fjölmenning sé samofin allri starfsemi og öllum hlutverkum borgarinnar - en sé ekki bara viðbót sem bætt er við eftirá. En þessi nálgun einkennir einmitt fjölmenningarstefnuna. Hvernig? Við viljum öll sem íbúar Reykjavíkur getað vaxið og dafnað sem borgarar. Til þess að tryggja það þurfum við að efla aðgengi í breiðari skilningi, bæði innan borgarkerfisins og í umhverfi borgarinnar í heild. Við þurfum að setja okkur sterk og raunhæf markmið, sækja samráð og fylgja eftir. Inngildandi nálgun hefur náð fótfestu á Íslandi og við erum enn að átta okkur á hvað felst í henni og hvaða hlutverk við sem einstaklingar og sem heild höfum í að tryggja að við öll upplifum okkur örugg, að okkur líði vel og að við upplifum að við séum hluti af heildinni. Inngilding er okkur ekki svo framandi hugtak. Margt sem í því felst hafa íbúar borgarinnar haft að venju síðan fyrstu innflytjendur settust hér að. Þar var í hávegum höfð virðing fyrir fjölbreytileika, persónuleg ábyrgð, jafnræði og samfélagsleg samheldni, og þau samræmast þeim siðfræðilegu gildum og hefðum sem geta auðveldlega tekið á móti öllum sem vilja tilheyra án útilokunar. Hér ber að nefna að inngilding felur í sér ábyrgð beggja - eða allra aðila - þetta snýst um það hvernig við mætum hvert öðru og hvernig við komum til móts við hvort annað. Hver á að gera það? Erum það við? Nú þegar er unnið gott starf innan Reykjavíkurborgar og mun þessi stefna að loknu samráði styrkja það starf og setja okkur markmið til framtíðar sem endurspegla virðingu og hvetja íbúa til þátttöku, til þess að gera borgina okkar enn meira lifandi. En við höfum öll hlutverki að gegna ef okkur á að takast að gera framtíðina enn bjartari. Ég hvet alla borgarbúa, fyrirtæki og samtök að skoða samráðsgátt Reykjavíkurborgar almennt. Hann er að finna á slóðinni https://samradsvefur.is/og þegar fjölmenningarstefnan verður aðgengileg þar vonast ég til að sem flest nýti tækifærið til að hafa áhrif með að rýna í stefnuna og veita umsögn. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oktavía Hrund Jónsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Íbúar Reykjavíkur eru margskonar og hefur fólk sest hér að í um 1150 ár. Síðustu aldir hefur mannflóran dafnað og er þessi gróðurstaður okkar orðinn fallegur, fjölbreytilegur og til fyrirmyndar á margan hátt. Á borgarstjórnarfundi 18. nóvember sl. var samþykkt að drög að nýrri fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar yrðu sett í samráðsgátt og er það heldur betur fagnaðarefni. Reykjavíkurborg gegnir mörgum hlutverkum. Hún er ekki bara stærsti atvinnurekandi landsins, heldur er hún þjónustuveitandi, samstarfsaðili og verkkaupi. Reykjavíkurborg er þar að auki stjórnvald. Það er því mikilvægt að borgin sé leiðandi í stefnumótun um fjölmenningu því það er í dag sem við leggjum línurnar fyrir framtíðina og slík stefnumótun endurspeglar því ekki bara hver við erum sem borg heldur einnig hvernig við viljum vera. Þarfar uppfærslur til að mæta sameiginlegri framtíð Í fjölmenningarstefnunni sem borgarstjórn samþykkti einróma að senda í samráðsgátt til umsagnar stendur eftirfarandi: „Reykjavík er eflandi, sjálfbært og fjölbreytt borgarsamfélag sem hvetur til virkrar þátttöku, tryggir öryggi og stuðlar að vellíðan allra. Til að ýta undir jákvæða þróun í nútímalegu samfélagi þarf að samþykkja og fagna fjölbreytileika þess.” Þetta er kjarni málsins. Því við erum bæði lánsöm að búa í einni af bestu borgum heims og búa við þess háttar lýðræði sem stuðlar að þátttöku borgarbúa í mótun og útfærslu á stefnum sem lagðar eru til grundvallar þess samfélags sem við búum í. Það er því mikilvægt að fjölmenning sé samofin allri starfsemi og öllum hlutverkum borgarinnar - en sé ekki bara viðbót sem bætt er við eftirá. En þessi nálgun einkennir einmitt fjölmenningarstefnuna. Hvernig? Við viljum öll sem íbúar Reykjavíkur getað vaxið og dafnað sem borgarar. Til þess að tryggja það þurfum við að efla aðgengi í breiðari skilningi, bæði innan borgarkerfisins og í umhverfi borgarinnar í heild. Við þurfum að setja okkur sterk og raunhæf markmið, sækja samráð og fylgja eftir. Inngildandi nálgun hefur náð fótfestu á Íslandi og við erum enn að átta okkur á hvað felst í henni og hvaða hlutverk við sem einstaklingar og sem heild höfum í að tryggja að við öll upplifum okkur örugg, að okkur líði vel og að við upplifum að við séum hluti af heildinni. Inngilding er okkur ekki svo framandi hugtak. Margt sem í því felst hafa íbúar borgarinnar haft að venju síðan fyrstu innflytjendur settust hér að. Þar var í hávegum höfð virðing fyrir fjölbreytileika, persónuleg ábyrgð, jafnræði og samfélagsleg samheldni, og þau samræmast þeim siðfræðilegu gildum og hefðum sem geta auðveldlega tekið á móti öllum sem vilja tilheyra án útilokunar. Hér ber að nefna að inngilding felur í sér ábyrgð beggja - eða allra aðila - þetta snýst um það hvernig við mætum hvert öðru og hvernig við komum til móts við hvort annað. Hver á að gera það? Erum það við? Nú þegar er unnið gott starf innan Reykjavíkurborgar og mun þessi stefna að loknu samráði styrkja það starf og setja okkur markmið til framtíðar sem endurspegla virðingu og hvetja íbúa til þátttöku, til þess að gera borgina okkar enn meira lifandi. En við höfum öll hlutverki að gegna ef okkur á að takast að gera framtíðina enn bjartari. Ég hvet alla borgarbúa, fyrirtæki og samtök að skoða samráðsgátt Reykjavíkurborgar almennt. Hann er að finna á slóðinni https://samradsvefur.is/og þegar fjölmenningarstefnan verður aðgengileg þar vonast ég til að sem flest nýti tækifærið til að hafa áhrif með að rýna í stefnuna og veita umsögn. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun