Viðstödd sýningar í Mexíkó Freyr Bjarnason skrifar 6. mars 2013 06:00 Ísold Uggadóttir verður viðstödd sýningu myndar sinnar Útrás Reykjavík í Mexíkó. Mynd/Valli Norrænu löndin eru heiðursgestir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Guadalajara í Mexíkó sem hófst síðastliðinn föstudag og stendur yfir fram á laugardag. Á hátíðinni eru 64 norrænar kvikmyndir sýndar, þar af sex íslenskar: Brim, Djúpið, Eldfjall, Reykjavík Rotterdam, Svartur á leik og stuttmyndin Útrás Reykjavík í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur. Baltasar Kormákur og Ísold verða viðstödd sýningar á sínum myndum, ásamt forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Mynd Ísoldar verður sýnd í kvöld og annað kvöld. „Það er vissulega mikill heiður að sýna á þessari virtustu kvikmyndahátíð rómönsku Ameríku. Markmiðið með hátíðinni er auðvitað að vekja athygli á skandinavískum myndum, sem annars myndu líklega aldrei koma fyrir sjónir áhorfenda í Mexíkó og Suður-Ameríku. Hver veit nema einhver vilji kaupa Útrás Reykjavík. Það yrði ekki verra," segir Ísold um þátttöku stuttmyndar sinnar í hátíðinni. Næst heldur myndin til Washington DC þar sem hún verður sýnd á menningarhátíðinni Nordic Cool um næstu helgi. Samanlagt hefur myndin verið sýnd á um 30 hátíðum. „Annars tel ég að þessu kvikmyndahátíðaflakki fari senn að ljúka, enda orðin bráðum tvö ár síðan Útrás Reykjavík var fyrst frumsýnd. Fókusinn er því allur kominn á næsta verkefni sem ég er að undirbúa," segir hún. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Norrænu löndin eru heiðursgestir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Guadalajara í Mexíkó sem hófst síðastliðinn föstudag og stendur yfir fram á laugardag. Á hátíðinni eru 64 norrænar kvikmyndir sýndar, þar af sex íslenskar: Brim, Djúpið, Eldfjall, Reykjavík Rotterdam, Svartur á leik og stuttmyndin Útrás Reykjavík í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur. Baltasar Kormákur og Ísold verða viðstödd sýningar á sínum myndum, ásamt forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Mynd Ísoldar verður sýnd í kvöld og annað kvöld. „Það er vissulega mikill heiður að sýna á þessari virtustu kvikmyndahátíð rómönsku Ameríku. Markmiðið með hátíðinni er auðvitað að vekja athygli á skandinavískum myndum, sem annars myndu líklega aldrei koma fyrir sjónir áhorfenda í Mexíkó og Suður-Ameríku. Hver veit nema einhver vilji kaupa Útrás Reykjavík. Það yrði ekki verra," segir Ísold um þátttöku stuttmyndar sinnar í hátíðinni. Næst heldur myndin til Washington DC þar sem hún verður sýnd á menningarhátíðinni Nordic Cool um næstu helgi. Samanlagt hefur myndin verið sýnd á um 30 hátíðum. „Annars tel ég að þessu kvikmyndahátíðaflakki fari senn að ljúka, enda orðin bráðum tvö ár síðan Útrás Reykjavík var fyrst frumsýnd. Fókusinn er því allur kominn á næsta verkefni sem ég er að undirbúa," segir hún.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira