Algjör óheppni því áreksturinn var ekki harður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2013 06:30 Darri Hilmarsson er lykilmaður í bæði varnar- og sóknarleik Þórs. Fréttablaðið/Vilhelm Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum. „Þetta var óheppni og bara partur af því að spila körfubolta því maður getur alltaf lent í svona slysi. Auðvitað er hrikaleg tímasetning á þessu rétt fyrir úrslitakeppnina, sem er ekki nógu gott. Það er svekkjandi og gerir þetta mjög erfitt fyrir okkur," segir Darri, en leikstjórnandinn Baldur Þór Ragnarsson þurfti að fara í aðgerð vegna kviðslits. „Þegar ég lendi í þessum árekstri heyri ég mikið brak og fæ mikinn verk. Þá vissi ég strax að þetta væri ekki eitthvað sem maður myndi harka af sér. Maður hefur verið heppinn með meiðsli og aldrei lent í neinu svona alvarlegu. Það hefur alltaf verið eitthvert smá hnjask á manni en ekki eitthvað alvarlegt. Maður er hálffatlaður og getur ekkert notað hægri höndina almennilega. Þá er erfitt að spila körfubolta," segir Darri. Hann meiddist í upphafi leiksins á móti Tindastóli en félögum hans tókst samt að landa sigri. „Við ætluðum okkur að enda ofarlega í deildinni og reyna að gera einhverja skemmtilega hluti í úrslitakeppninni. Það var planið nú er þetta aðeins erfiðara fyrir okkur fyrst að við Baldur dettum út," segir Darri, sem var ekki að lenda í sínu fyrsta samstuði á ferlinum. „Þetta var ekkert sérlega harður árekstur og maður hefur lent í fullt af árekstrum og ekkert fundið fyrir því. Þarna var ég með öxlina á undan mér og var að teygja mig í boltann. Ég lendi þá á Hreini og finn strax eitthvert brak. Þetta hefur verið einhver algjör óheppni því áreksturinn var ekkert harður. Höggið var mjög skrítið," segir Darri, sem þarf nú að hvetja liðið frá hliðarlínunni. „Það er mjög furðulegt að geta ekki haft áhrif á leikinn og hjálpað til af einhverju viti heldur vera að kalla inn á völlinn og reyna að styðja strákana," sagði Darri. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera allavega inni á topp fjórum og fá heimavallarrétt í fyrstu umferð. Það væri geggjað ef að við myndum halda öðru sætinu," segir Darri að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum. „Þetta var óheppni og bara partur af því að spila körfubolta því maður getur alltaf lent í svona slysi. Auðvitað er hrikaleg tímasetning á þessu rétt fyrir úrslitakeppnina, sem er ekki nógu gott. Það er svekkjandi og gerir þetta mjög erfitt fyrir okkur," segir Darri, en leikstjórnandinn Baldur Þór Ragnarsson þurfti að fara í aðgerð vegna kviðslits. „Þegar ég lendi í þessum árekstri heyri ég mikið brak og fæ mikinn verk. Þá vissi ég strax að þetta væri ekki eitthvað sem maður myndi harka af sér. Maður hefur verið heppinn með meiðsli og aldrei lent í neinu svona alvarlegu. Það hefur alltaf verið eitthvert smá hnjask á manni en ekki eitthvað alvarlegt. Maður er hálffatlaður og getur ekkert notað hægri höndina almennilega. Þá er erfitt að spila körfubolta," segir Darri. Hann meiddist í upphafi leiksins á móti Tindastóli en félögum hans tókst samt að landa sigri. „Við ætluðum okkur að enda ofarlega í deildinni og reyna að gera einhverja skemmtilega hluti í úrslitakeppninni. Það var planið nú er þetta aðeins erfiðara fyrir okkur fyrst að við Baldur dettum út," segir Darri, sem var ekki að lenda í sínu fyrsta samstuði á ferlinum. „Þetta var ekkert sérlega harður árekstur og maður hefur lent í fullt af árekstrum og ekkert fundið fyrir því. Þarna var ég með öxlina á undan mér og var að teygja mig í boltann. Ég lendi þá á Hreini og finn strax eitthvert brak. Þetta hefur verið einhver algjör óheppni því áreksturinn var ekkert harður. Höggið var mjög skrítið," segir Darri, sem þarf nú að hvetja liðið frá hliðarlínunni. „Það er mjög furðulegt að geta ekki haft áhrif á leikinn og hjálpað til af einhverju viti heldur vera að kalla inn á völlinn og reyna að styðja strákana," sagði Darri. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera allavega inni á topp fjórum og fá heimavallarrétt í fyrstu umferð. Það væri geggjað ef að við myndum halda öðru sætinu," segir Darri að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn