Yngstur í góðum hópi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2013 06:00 Friðrik Ragnarsson og sonur hans Elvar Már. Friðrik varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík sem leikmaður. Mynd/Valli Elvar Már Friðriksson varð 18 ára í nóvember síðastliðnum en er í risastóru hlutverki hjá spútnikliði Njarðvíkinga sem hefur leik í úrslitakeppninni í kvöld. Elvar Már var meðal efstu manna í deildinni í vetur í bæði stigum (15. sæti) og stoðsendingum (9. sæti) og átti mikinn þátt í frábærri frammistöðu Njarðvíkurliðsins í seinni hlutanum. Elvar Már skoraði 19,1 stig að meðaltali í deildarleikjunum 22 í vetur og komst þar með í úrvalshóp í Njarðvíkinni sem hefur framleitt marga af mestu stigatröllum úrvalsdeildarinnar í gegnum tíðina. Það hafa aðeins fjórir aðrir íslenskir leikmenn náð að skora yfir 19 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í úrvalsdeildinni og enginn þeirra náði því fyrir 19 ára afmælisdaginn. Það eru enn átta mánuðir í það að Elvar blási á 19 kerti.Logi átti metið í Njarðvík Logi Gunnarsson átti áður metið en hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann skoraði 20,7 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í deildarkeppninni 2000-01. Hinir þrír eru þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Brenton Joe Birmingham en sá síðastnefndi náði tveimur 19 stiga tímabilum eftir að hann fékk íslenskt vegabréf. Valur og Teitur áttu báðir sex tímabil þar sem þeir skoruðu 19 stig eða meira í leik, þar af skoraði Valur yfir 20 stig öll þessi sex tímabil. Elvar Már fæddist í nóvember 1994 þegar faðir hans, Friðrik Ragnarsson, var á leiðinni að verða Íslandsmeistari með Njarðvík annað árið í röð. Friðrik skoraði mest 15,1 stig í leik á einu tímabili og er strákurinn þegar búinn að gera betur hvað varðar stigaskor á tímabili. Elvar Már og félagar í Njarðvík fá verðugt verkefni í kvöld þegar þeir heimsækja Snæfell í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Snæfell er aðeins eitt af tveimur liðum sem hinu unga liði Njarðvíkur tókst ekki að leggja í deildarkeppninni en hitt var deildarmeistarar Grindavíkur. 19+ stiga tímabil Íslendinga með NjarðvíkValur Ingimundarson 6 sinnum Fyrst á 21. aldursári 1982-83Teitur Örlygsson 6 sinnum Fyrst á 22. aldursári 1988-89Logi Gunnarsson 2 sinnum Fyrst á 20. aldursári 2000-01Brenton Birmingham* 2 sinnum Fyrst á 30. aldursári 2001-02* Varð Íslendingur í maí 2001Elvar Már Friðriksson 1 sinni Fyrst á 19. aldursári 2012-13 Flest stig Íslendings á tímabili fyrir Njarðvík í úrvalsdeild karla:25,7 Valur Ingimundarson 1984-85 25,7 Valur Ingimundarson 1986-86 23,9 Valur Ingimundarson 1983-84 23,3 Valur Ingimundarson 1982-83 22,0 Brenton Birmingham* 2001-02 21,8 Valur Ingimundarson 1986-87 21,2 Teitur Örlygsson 1995-96 21,0 Brenton Birmingham* 2007-08 20,8 Teitur Örlygsson 1992-93 20,9 Logi Gunnarsson 2008-09 20,7 Logi Gunnarsson 2000-01 20,6 Valur Ingimundarson 1987-88 20,3 Teitur Örlygsson 1991-92 19,9 Teitur Örlygsson 1990-91 19.9 Teitur Örlygsson 1988-89 19,3 Teitur Örlygsson 1989-90 19,1 Elvar Már Friðriksson 2012-13* Varð Íslendingur í maí 2001 Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Elvar Már Friðriksson varð 18 ára í nóvember síðastliðnum en er í risastóru hlutverki hjá spútnikliði Njarðvíkinga sem hefur leik í úrslitakeppninni í kvöld. Elvar Már var meðal efstu manna í deildinni í vetur í bæði stigum (15. sæti) og stoðsendingum (9. sæti) og átti mikinn þátt í frábærri frammistöðu Njarðvíkurliðsins í seinni hlutanum. Elvar Már skoraði 19,1 stig að meðaltali í deildarleikjunum 22 í vetur og komst þar með í úrvalshóp í Njarðvíkinni sem hefur framleitt marga af mestu stigatröllum úrvalsdeildarinnar í gegnum tíðina. Það hafa aðeins fjórir aðrir íslenskir leikmenn náð að skora yfir 19 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í úrvalsdeildinni og enginn þeirra náði því fyrir 19 ára afmælisdaginn. Það eru enn átta mánuðir í það að Elvar blási á 19 kerti.Logi átti metið í Njarðvík Logi Gunnarsson átti áður metið en hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann skoraði 20,7 stig að meðaltali fyrir Njarðvík í deildarkeppninni 2000-01. Hinir þrír eru þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Brenton Joe Birmingham en sá síðastnefndi náði tveimur 19 stiga tímabilum eftir að hann fékk íslenskt vegabréf. Valur og Teitur áttu báðir sex tímabil þar sem þeir skoruðu 19 stig eða meira í leik, þar af skoraði Valur yfir 20 stig öll þessi sex tímabil. Elvar Már fæddist í nóvember 1994 þegar faðir hans, Friðrik Ragnarsson, var á leiðinni að verða Íslandsmeistari með Njarðvík annað árið í röð. Friðrik skoraði mest 15,1 stig í leik á einu tímabili og er strákurinn þegar búinn að gera betur hvað varðar stigaskor á tímabili. Elvar Már og félagar í Njarðvík fá verðugt verkefni í kvöld þegar þeir heimsækja Snæfell í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Snæfell er aðeins eitt af tveimur liðum sem hinu unga liði Njarðvíkur tókst ekki að leggja í deildarkeppninni en hitt var deildarmeistarar Grindavíkur. 19+ stiga tímabil Íslendinga með NjarðvíkValur Ingimundarson 6 sinnum Fyrst á 21. aldursári 1982-83Teitur Örlygsson 6 sinnum Fyrst á 22. aldursári 1988-89Logi Gunnarsson 2 sinnum Fyrst á 20. aldursári 2000-01Brenton Birmingham* 2 sinnum Fyrst á 30. aldursári 2001-02* Varð Íslendingur í maí 2001Elvar Már Friðriksson 1 sinni Fyrst á 19. aldursári 2012-13 Flest stig Íslendings á tímabili fyrir Njarðvík í úrvalsdeild karla:25,7 Valur Ingimundarson 1984-85 25,7 Valur Ingimundarson 1986-86 23,9 Valur Ingimundarson 1983-84 23,3 Valur Ingimundarson 1982-83 22,0 Brenton Birmingham* 2001-02 21,8 Valur Ingimundarson 1986-87 21,2 Teitur Örlygsson 1995-96 21,0 Brenton Birmingham* 2007-08 20,8 Teitur Örlygsson 1992-93 20,9 Logi Gunnarsson 2008-09 20,7 Logi Gunnarsson 2000-01 20,6 Valur Ingimundarson 1987-88 20,3 Teitur Örlygsson 1991-92 19,9 Teitur Örlygsson 1990-91 19.9 Teitur Örlygsson 1988-89 19,3 Teitur Örlygsson 1989-90 19,1 Elvar Már Friðriksson 2012-13* Varð Íslendingur í maí 2001
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn