Tók metið af liðsfélaga sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2013 06:00 Martin Hermannsson Mynd/Daníel Körfuboltaspekingar hafa verið uppteknir af því að lofa þá Elvar Má Friðriksson og Kristófer Acox að undanförnu og ekki að ástæðulausu, enda báðir mikil efni og báðir í úrvalsliði seinni umferðar Dominos-deildar karla. Martin Hermannsson, jafnaldri Elvars og liðsfélagi Kristófers hjá KR, minnti hinsvegar verulega á sig í fyrsta leik KR í úrslitakeppninni sem fram fór í Þorlákshöfn í fyrrakvöld. Martin fór þá á kostum í 38 stiga sigri KR, 121-83, og í lok leiksins var hann búinn að endurskrifa metabók úrslitakeppni úrvalsdeildar karla. Martin sem verður ekki 19 ára fyrr en í september bætti nefnilega sex ára met Brynjars Þórs Björnssonar og er nú yngsti leikmaðurinn sem hefur náð að skora 30 stig í einum leik í úrslitakeppni. Brynjar Þór setti gamla metið í þriðja leik KR og Snæfells í undanúrslitum úrslitakeppninnar 2007. Brynjar bætti þá einnig sex ára met en Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson braut 30 stiga múrinn í tvígang með sjö daga millibili í lokaúrslitunum á móti Tindastól í apríl 2001. Logi varð þá fyrsti táningurinn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppninni á Íslandi. Martin byrjaði reyndar leikinn á bekknum en kom inn á fyrir einmitt Brynjar Þór eftir rúmar fjórar mínútur. Hann var kominn með 9 stig við lok fyrsta leikhluta og var með 19 stig í hálfleik. Martin var ekki hættur því hann bætti við 14 stigum og 5 stoðsendingum í seinni hálfleiknum og komst í 30 stigin þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Martin nýtti alls 13 af 18 skotum sínum í leiknum (72 prósent) þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. KR-ingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Þór í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið og Stjörnumenn eru í sömu stöðu þegar þeir heimsækja Keflvíkinga. Yngstu leikmenn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppni1. sæti Martin Hermannsson, KR 18 ára, 6 mánaða og 5 daga 33 stig á móti Þór Þorlákshöfn 21. mars 20132. sæti Brynjar Þór Björnsson 18 ára, 8 mánaða og 20 daga 31 stig á móti Snæfelli 31. mars 20073. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík 19 ára, 7 mánaða og 5 daga 36 stig á móti Tindastól 17. apríl 20014. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík 19 ára, 7 mánaða og 12 daga 36 stig á móti Tindastól 17. apríl 20015. sæti Hjörtur Harðarson, Grindavík 21 árs, 11 mánaða og 22 daga 37 stig á móti Njarðvík 7. apríl 1994 Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Körfuboltaspekingar hafa verið uppteknir af því að lofa þá Elvar Má Friðriksson og Kristófer Acox að undanförnu og ekki að ástæðulausu, enda báðir mikil efni og báðir í úrvalsliði seinni umferðar Dominos-deildar karla. Martin Hermannsson, jafnaldri Elvars og liðsfélagi Kristófers hjá KR, minnti hinsvegar verulega á sig í fyrsta leik KR í úrslitakeppninni sem fram fór í Þorlákshöfn í fyrrakvöld. Martin fór þá á kostum í 38 stiga sigri KR, 121-83, og í lok leiksins var hann búinn að endurskrifa metabók úrslitakeppni úrvalsdeildar karla. Martin sem verður ekki 19 ára fyrr en í september bætti nefnilega sex ára met Brynjars Þórs Björnssonar og er nú yngsti leikmaðurinn sem hefur náð að skora 30 stig í einum leik í úrslitakeppni. Brynjar Þór setti gamla metið í þriðja leik KR og Snæfells í undanúrslitum úrslitakeppninnar 2007. Brynjar bætti þá einnig sex ára met en Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson braut 30 stiga múrinn í tvígang með sjö daga millibili í lokaúrslitunum á móti Tindastól í apríl 2001. Logi varð þá fyrsti táningurinn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppninni á Íslandi. Martin byrjaði reyndar leikinn á bekknum en kom inn á fyrir einmitt Brynjar Þór eftir rúmar fjórar mínútur. Hann var kominn með 9 stig við lok fyrsta leikhluta og var með 19 stig í hálfleik. Martin var ekki hættur því hann bætti við 14 stigum og 5 stoðsendingum í seinni hálfleiknum og komst í 30 stigin þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Martin nýtti alls 13 af 18 skotum sínum í leiknum (72 prósent) þar af 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. KR-ingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Þór í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið og Stjörnumenn eru í sömu stöðu þegar þeir heimsækja Keflvíkinga. Yngstu leikmenn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppni1. sæti Martin Hermannsson, KR 18 ára, 6 mánaða og 5 daga 33 stig á móti Þór Þorlákshöfn 21. mars 20132. sæti Brynjar Þór Björnsson 18 ára, 8 mánaða og 20 daga 31 stig á móti Snæfelli 31. mars 20073. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík 19 ára, 7 mánaða og 5 daga 36 stig á móti Tindastól 17. apríl 20014. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík 19 ára, 7 mánaða og 12 daga 36 stig á móti Tindastól 17. apríl 20015. sæti Hjörtur Harðarson, Grindavík 21 árs, 11 mánaða og 22 daga 37 stig á móti Njarðvík 7. apríl 1994
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn