Rotaðist en hélt leik áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2013 06:00 Justin Shouse á enn eftir að verða Íslandsmeistari og er greinilega tilbúinn að fórna sér til þess að ná því. Fréttablaðið/Valli Stjörnumenn og Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á skírdag og mætast í fyrsta leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn eftir páska. Annað árið í röð unnu Stjörnumenn oddaleik á móti Keflvíkingum en í báðum þessum leikjum hafa Garðbæingar þurft að koma til baka eftir að hafa lent meira en tíu stigum undir í seinni hálfleik. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, skoraði bara eina körfu í leiknum og var með framlag upp á 0 stig á tölfræðiblaðinu. Hann gekk ekki heill til skógar og var enn að glíma við eftirmál stríðsins á Sunnubraut fjórum dögum fyrr.Fór upp á spítala eftir sigurinn „Ég er svakalega ánægður að hafa náð að kreista þetta fram því ástandið á okkur var ekkert sérstakt. Justin fékk alveg svakalegt höfuðhögg á sunnudaginn og fékk þá heilahristing. Hann er svo klikkaður að hann lætur engan vita af þessu. Hann fór á spítala eftir leikinn á skírdag því hann fann þá enn fyrir þessu. Miðað við það með Jovan upp í stúku og Marvin á annarri löppinni þá er ég ofboðslega ánægður. Við vissum að þetta yrði erfitt og við yrðum bara að koma okkur í gegnum þetta einhvern veginn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar um þennan magnaða sigur. Justin skoraði fimm mikilvæg stig á lokakaflanum. „Hann setti niður skuggaleg víti og jöfnunarkarfan hans var ákveðin yfirlýsing en það var eina karfan sem hann skoraði í leiknum," sagði Teitur en aðeins eitt af tíu skotum Justins í leiknum rataði rétta leið. Stjarnan á næst leik á móti Snæfelli í Hólminum á þriðjudaginn en missti Justin af einhverjum leikjum í undanúrslitunum vegna höfuðhöggsins? „Nei, hann missir ekki af leikjum. Hann er á batavegi og við hvílum hann fram að leik," segir Teitur og það var ljóst að „Floppavík"-viðtalið hans eftir tapið í leik tvö er nú komið í nýtt samhengi.Missti hausinn í leik tvö „Það er kannski ekkert skrýtið að hann hafi misst hausinn í Keflavík á sunnudaginn," sagði Teitur í léttum tón en bætir svo við: „Þetta er ekkert venjulegur maður. Hann rotast í leik en skiptir sér ekki út af. Hann lætur engan vita af því. Í fyrra á móti ÍR þá dettur hann með andlitið í gólfið eftir baráttu um bolta og það lendir einhver ofan á honum. Hann brýtur tennur og er með munninn fullan af blóði en skiptir sér samt ekki út af. Hann er svo klikkaður," segir Teitur og Justin Shouse fær mikið hrós frá mesta sigurvegaranum í sögu úrslitakeppni körfuboltans á Íslandi. „Þetta er langharðasti leikmaður sem ég hef komist í kynni við á ferlinum. Hann er ósérhlífinn. Hann langar alveg svakalega í Íslandsmeistaratitilinn og fórnar öllu fyrir hann," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Stjörnumenn og Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á skírdag og mætast í fyrsta leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn eftir páska. Annað árið í röð unnu Stjörnumenn oddaleik á móti Keflvíkingum en í báðum þessum leikjum hafa Garðbæingar þurft að koma til baka eftir að hafa lent meira en tíu stigum undir í seinni hálfleik. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, skoraði bara eina körfu í leiknum og var með framlag upp á 0 stig á tölfræðiblaðinu. Hann gekk ekki heill til skógar og var enn að glíma við eftirmál stríðsins á Sunnubraut fjórum dögum fyrr.Fór upp á spítala eftir sigurinn „Ég er svakalega ánægður að hafa náð að kreista þetta fram því ástandið á okkur var ekkert sérstakt. Justin fékk alveg svakalegt höfuðhögg á sunnudaginn og fékk þá heilahristing. Hann er svo klikkaður að hann lætur engan vita af þessu. Hann fór á spítala eftir leikinn á skírdag því hann fann þá enn fyrir þessu. Miðað við það með Jovan upp í stúku og Marvin á annarri löppinni þá er ég ofboðslega ánægður. Við vissum að þetta yrði erfitt og við yrðum bara að koma okkur í gegnum þetta einhvern veginn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar um þennan magnaða sigur. Justin skoraði fimm mikilvæg stig á lokakaflanum. „Hann setti niður skuggaleg víti og jöfnunarkarfan hans var ákveðin yfirlýsing en það var eina karfan sem hann skoraði í leiknum," sagði Teitur en aðeins eitt af tíu skotum Justins í leiknum rataði rétta leið. Stjarnan á næst leik á móti Snæfelli í Hólminum á þriðjudaginn en missti Justin af einhverjum leikjum í undanúrslitunum vegna höfuðhöggsins? „Nei, hann missir ekki af leikjum. Hann er á batavegi og við hvílum hann fram að leik," segir Teitur og það var ljóst að „Floppavík"-viðtalið hans eftir tapið í leik tvö er nú komið í nýtt samhengi.Missti hausinn í leik tvö „Það er kannski ekkert skrýtið að hann hafi misst hausinn í Keflavík á sunnudaginn," sagði Teitur í léttum tón en bætir svo við: „Þetta er ekkert venjulegur maður. Hann rotast í leik en skiptir sér ekki út af. Hann lætur engan vita af því. Í fyrra á móti ÍR þá dettur hann með andlitið í gólfið eftir baráttu um bolta og það lendir einhver ofan á honum. Hann brýtur tennur og er með munninn fullan af blóði en skiptir sér samt ekki út af. Hann er svo klikkaður," segir Teitur og Justin Shouse fær mikið hrós frá mesta sigurvegaranum í sögu úrslitakeppni körfuboltans á Íslandi. „Þetta er langharðasti leikmaður sem ég hef komist í kynni við á ferlinum. Hann er ósérhlífinn. Hann langar alveg svakalega í Íslandsmeistaratitilinn og fórnar öllu fyrir hann," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn