Kári Kristján spilar í Maribor Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. apríl 2013 07:00 Það er mikill styrkur fyrir íslenska liðið að hafa Kára með í kvöld.fréttablaðið/vilhelm Strákarnir okkar eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag er þeir sækja Slóvena heim í undankeppni EM 2014. Leikur liðanna fer fram í Maribor og er búist við mikilli stemningu. Þarna mætast tvö sterkustu lið riðilsins. Ísland er í efsta sæti með fjögur stig en Slóveníu í öðru sæti með þrjú. Tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM sem fram fer í Danmörku. „Þetta er sterkasti heimavöllur Slóvena ásamt vellinum í Celje. Við gerum ráð fyrir að það verði allt vitlaust þarna," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. Hann var þá staddur í rútu á leið til Maribor rúmum sólarhring fyrir leik. Er hann sáttur við að vera á ferðinni svo skömmu fyrir leik? „Við náðum æfingu í Grosswallstadt fyrir þetta ferðalag, sem var gott. Það var fínt að hittast úti og æfa í Þýskalandi áður en farið var. Svona var planið og við gerum gott úr þessu. Við verðum klárir í leikinn," sagði þjálfarinn diplómatískur. Leikurinn gegn Slóvenum verður allt annað en auðveldur. Ekki bara er Ísland að mæta á erfiðan útivöll heldur tefla Slóvenar fram einu sterkasta liði heims sem er á mikilli uppleið. Liðið varð í fjórða sæti á HM og á framtíðina fyrir sér. Slóvenska liðið lagði það íslenska 34-32 er liðin mættust á EM í Serbíu á síðasta ári. „Þetta er okkar helsti andstæðingur okkar í riðlinum. Við eigum þá síðan heima á sunnudaginn og við verðum að ná góðum úrslitum úr þessum leikjum. Það er ekkert nýtt undir sólinni þar. Við stefnum á tvo sigra. Svo verður að koma í ljós hvernig það gengur," sagði Aron en að minnsta kosti tvö stig úr þessum leikjum myndu setja Ísland í góða stöðu í riðlinum. Fjögur stig myndu nánast skjóta liðinu til Danmerkur. Það hafa verið vandræði með línumannastöðuna hjá landsliðinu. Þeir Róbert Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Vignir Svavarsson voru allir meiddir er hópurinn var valinn. Kári Kristján er þó byrjaður að æfa á nýjan leik þannig að nýliðarnir Jón Þorbjörn Jóhannsson og Atli Ævar Ingólfsson þurfa ekki að axla alla ábyrgðina í þessum leikjum. „Kári hefur verið með á öllum æfingum og litið vel út. Það er mjög ánægjulegt. Hann er klár í slaginn og verður með okkur í þessum leik," sagði Aron en Kári hefur verið frá síðustu vikur eftir að góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Aron segir að það þurfi að stöðva einn leikmann hjá Slóvenum. „Slóvenar byggja sinn leik upp á leikstjórnandanum Uros Zorman. Liðið nýtir hans styrkleika og það þurfum við að stoppa. Liðið er vel spilandi. Leikmenn með góðan leikskilning. Við verðum að vera þéttir fyrir og grimmir að refsa er við fáum tækifæri til. Þetta er erfiður útivöllur og við verðum að halda ró okkar og vera þolinmóðir. Aginn þarf að vera í lagi hjá okkur allan leikinn." Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Strákarnir okkar eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag er þeir sækja Slóvena heim í undankeppni EM 2014. Leikur liðanna fer fram í Maribor og er búist við mikilli stemningu. Þarna mætast tvö sterkustu lið riðilsins. Ísland er í efsta sæti með fjögur stig en Slóveníu í öðru sæti með þrjú. Tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM sem fram fer í Danmörku. „Þetta er sterkasti heimavöllur Slóvena ásamt vellinum í Celje. Við gerum ráð fyrir að það verði allt vitlaust þarna," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. Hann var þá staddur í rútu á leið til Maribor rúmum sólarhring fyrir leik. Er hann sáttur við að vera á ferðinni svo skömmu fyrir leik? „Við náðum æfingu í Grosswallstadt fyrir þetta ferðalag, sem var gott. Það var fínt að hittast úti og æfa í Þýskalandi áður en farið var. Svona var planið og við gerum gott úr þessu. Við verðum klárir í leikinn," sagði þjálfarinn diplómatískur. Leikurinn gegn Slóvenum verður allt annað en auðveldur. Ekki bara er Ísland að mæta á erfiðan útivöll heldur tefla Slóvenar fram einu sterkasta liði heims sem er á mikilli uppleið. Liðið varð í fjórða sæti á HM og á framtíðina fyrir sér. Slóvenska liðið lagði það íslenska 34-32 er liðin mættust á EM í Serbíu á síðasta ári. „Þetta er okkar helsti andstæðingur okkar í riðlinum. Við eigum þá síðan heima á sunnudaginn og við verðum að ná góðum úrslitum úr þessum leikjum. Það er ekkert nýtt undir sólinni þar. Við stefnum á tvo sigra. Svo verður að koma í ljós hvernig það gengur," sagði Aron en að minnsta kosti tvö stig úr þessum leikjum myndu setja Ísland í góða stöðu í riðlinum. Fjögur stig myndu nánast skjóta liðinu til Danmerkur. Það hafa verið vandræði með línumannastöðuna hjá landsliðinu. Þeir Róbert Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Vignir Svavarsson voru allir meiddir er hópurinn var valinn. Kári Kristján er þó byrjaður að æfa á nýjan leik þannig að nýliðarnir Jón Þorbjörn Jóhannsson og Atli Ævar Ingólfsson þurfa ekki að axla alla ábyrgðina í þessum leikjum. „Kári hefur verið með á öllum æfingum og litið vel út. Það er mjög ánægjulegt. Hann er klár í slaginn og verður með okkur í þessum leik," sagði Aron en Kári hefur verið frá síðustu vikur eftir að góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Aron segir að það þurfi að stöðva einn leikmann hjá Slóvenum. „Slóvenar byggja sinn leik upp á leikstjórnandanum Uros Zorman. Liðið nýtir hans styrkleika og það þurfum við að stoppa. Liðið er vel spilandi. Leikmenn með góðan leikskilning. Við verðum að vera þéttir fyrir og grimmir að refsa er við fáum tækifæri til. Þetta er erfiður útivöllur og við verðum að halda ró okkar og vera þolinmóðir. Aginn þarf að vera í lagi hjá okkur allan leikinn."
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira