Kári Kristján spilar í Maribor Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. apríl 2013 07:00 Það er mikill styrkur fyrir íslenska liðið að hafa Kára með í kvöld.fréttablaðið/vilhelm Strákarnir okkar eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag er þeir sækja Slóvena heim í undankeppni EM 2014. Leikur liðanna fer fram í Maribor og er búist við mikilli stemningu. Þarna mætast tvö sterkustu lið riðilsins. Ísland er í efsta sæti með fjögur stig en Slóveníu í öðru sæti með þrjú. Tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM sem fram fer í Danmörku. „Þetta er sterkasti heimavöllur Slóvena ásamt vellinum í Celje. Við gerum ráð fyrir að það verði allt vitlaust þarna," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. Hann var þá staddur í rútu á leið til Maribor rúmum sólarhring fyrir leik. Er hann sáttur við að vera á ferðinni svo skömmu fyrir leik? „Við náðum æfingu í Grosswallstadt fyrir þetta ferðalag, sem var gott. Það var fínt að hittast úti og æfa í Þýskalandi áður en farið var. Svona var planið og við gerum gott úr þessu. Við verðum klárir í leikinn," sagði þjálfarinn diplómatískur. Leikurinn gegn Slóvenum verður allt annað en auðveldur. Ekki bara er Ísland að mæta á erfiðan útivöll heldur tefla Slóvenar fram einu sterkasta liði heims sem er á mikilli uppleið. Liðið varð í fjórða sæti á HM og á framtíðina fyrir sér. Slóvenska liðið lagði það íslenska 34-32 er liðin mættust á EM í Serbíu á síðasta ári. „Þetta er okkar helsti andstæðingur okkar í riðlinum. Við eigum þá síðan heima á sunnudaginn og við verðum að ná góðum úrslitum úr þessum leikjum. Það er ekkert nýtt undir sólinni þar. Við stefnum á tvo sigra. Svo verður að koma í ljós hvernig það gengur," sagði Aron en að minnsta kosti tvö stig úr þessum leikjum myndu setja Ísland í góða stöðu í riðlinum. Fjögur stig myndu nánast skjóta liðinu til Danmerkur. Það hafa verið vandræði með línumannastöðuna hjá landsliðinu. Þeir Róbert Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Vignir Svavarsson voru allir meiddir er hópurinn var valinn. Kári Kristján er þó byrjaður að æfa á nýjan leik þannig að nýliðarnir Jón Þorbjörn Jóhannsson og Atli Ævar Ingólfsson þurfa ekki að axla alla ábyrgðina í þessum leikjum. „Kári hefur verið með á öllum æfingum og litið vel út. Það er mjög ánægjulegt. Hann er klár í slaginn og verður með okkur í þessum leik," sagði Aron en Kári hefur verið frá síðustu vikur eftir að góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Aron segir að það þurfi að stöðva einn leikmann hjá Slóvenum. „Slóvenar byggja sinn leik upp á leikstjórnandanum Uros Zorman. Liðið nýtir hans styrkleika og það þurfum við að stoppa. Liðið er vel spilandi. Leikmenn með góðan leikskilning. Við verðum að vera þéttir fyrir og grimmir að refsa er við fáum tækifæri til. Þetta er erfiður útivöllur og við verðum að halda ró okkar og vera þolinmóðir. Aginn þarf að vera í lagi hjá okkur allan leikinn." Olís-deild karla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Strákarnir okkar eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag er þeir sækja Slóvena heim í undankeppni EM 2014. Leikur liðanna fer fram í Maribor og er búist við mikilli stemningu. Þarna mætast tvö sterkustu lið riðilsins. Ísland er í efsta sæti með fjögur stig en Slóveníu í öðru sæti með þrjú. Tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM sem fram fer í Danmörku. „Þetta er sterkasti heimavöllur Slóvena ásamt vellinum í Celje. Við gerum ráð fyrir að það verði allt vitlaust þarna," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. Hann var þá staddur í rútu á leið til Maribor rúmum sólarhring fyrir leik. Er hann sáttur við að vera á ferðinni svo skömmu fyrir leik? „Við náðum æfingu í Grosswallstadt fyrir þetta ferðalag, sem var gott. Það var fínt að hittast úti og æfa í Þýskalandi áður en farið var. Svona var planið og við gerum gott úr þessu. Við verðum klárir í leikinn," sagði þjálfarinn diplómatískur. Leikurinn gegn Slóvenum verður allt annað en auðveldur. Ekki bara er Ísland að mæta á erfiðan útivöll heldur tefla Slóvenar fram einu sterkasta liði heims sem er á mikilli uppleið. Liðið varð í fjórða sæti á HM og á framtíðina fyrir sér. Slóvenska liðið lagði það íslenska 34-32 er liðin mættust á EM í Serbíu á síðasta ári. „Þetta er okkar helsti andstæðingur okkar í riðlinum. Við eigum þá síðan heima á sunnudaginn og við verðum að ná góðum úrslitum úr þessum leikjum. Það er ekkert nýtt undir sólinni þar. Við stefnum á tvo sigra. Svo verður að koma í ljós hvernig það gengur," sagði Aron en að minnsta kosti tvö stig úr þessum leikjum myndu setja Ísland í góða stöðu í riðlinum. Fjögur stig myndu nánast skjóta liðinu til Danmerkur. Það hafa verið vandræði með línumannastöðuna hjá landsliðinu. Þeir Róbert Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson og Vignir Svavarsson voru allir meiddir er hópurinn var valinn. Kári Kristján er þó byrjaður að æfa á nýjan leik þannig að nýliðarnir Jón Þorbjörn Jóhannsson og Atli Ævar Ingólfsson þurfa ekki að axla alla ábyrgðina í þessum leikjum. „Kári hefur verið með á öllum æfingum og litið vel út. Það er mjög ánægjulegt. Hann er klár í slaginn og verður með okkur í þessum leik," sagði Aron en Kári hefur verið frá síðustu vikur eftir að góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Aron segir að það þurfi að stöðva einn leikmann hjá Slóvenum. „Slóvenar byggja sinn leik upp á leikstjórnandanum Uros Zorman. Liðið nýtir hans styrkleika og það þurfum við að stoppa. Liðið er vel spilandi. Leikmenn með góðan leikskilning. Við verðum að vera þéttir fyrir og grimmir að refsa er við fáum tækifæri til. Þetta er erfiður útivöllur og við verðum að halda ró okkar og vera þolinmóðir. Aginn þarf að vera í lagi hjá okkur allan leikinn."
Olís-deild karla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira