Ég þarf enga hjálp 23. apríl 2013 06:00 Lionel Messi, leikmaður Barcelona, og Franck Ribery hjá Bayern verða í lykilhlutverkum í kvöld.nordicphotos/afp Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld þegar Bayern München tekur á móti Barcelona. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir viðureigninni. Talsvert hefur verið gert úr því að þarna mætast liðið sem Pep Guardiola bjó til, Barcelona, og liðið sem hann er að fara að taka við, Bayern. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, segist ekki ætla að nýta sér Guardiola og fá hann til þess að kortleggja Barcelona-liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Guardiola og við erum í fínu sambandi. Ég þarf þó engar upplýsingar frá honum því ég þekki Barcelona-liðið mjög vel sjálfur,“ sagði Heynckes. Heynckes er enginn nýgræðingur þegar kemur að spænskum fótbolta en hann gerði Real Madrid að Evrópumeisturum árið 1998. Hann segir að Bayern þurfi að hafa áhyggjur af meiru en Lionel Messi í leiknum. „Liðið er alltaf mikilvægara en einstaklingurinn. Auðvitað hafa bestu liðin síðan menn sem gera útslagið og Barcelona á Messi. Samvinna alls liðsins er þó það sem gerir það svona gott,“ sagði Heynckes en hver er lykillinn að góðu gengi hans liðs? „Ef ég ætti að taka það saman í eitt orð þá myndi ég segja liðsheild. Við spilum gríðarlega vel saman og ég er á því að okkar fótbolti sé sá nútímalegasti frá upphafi.“ Mario Mandzukic getur ekki leikið með Bayern í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Heynckes vildi ekki gefa upp hvort Mario Gomez eða Claudio Pizarro tæki hans sæti í byrjunarliðinu í kvöld. Barcelona hefur að sjálfsögðu smá áhyggjur af Lionel Messi sem meiddist í rimmunni gegn PSG í átta liða úrslitum. Hann hefur aftur á móti fengið góða hvíld og ætti að verða klár í slaginn. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa Leo með okkur. Okkur hefur tekist að vinna leiki án hans en við leggjum áherslu á að hafa hann kláran í slaginn,“ sagði Jordi Roura, aðstoðarþjálfari Barcelona, en þeir passa upp á að gefa andstæðingnum ekki upplýsingar um heilsufar Messi. „Ég get ekki sagt með vissu hvernig Messi kemur til með að vera og hvort hann spili. Við sjáum hvernig hann bregst við æfingu fyrir leikinn og eftir það munum við ráðfæra okkur við læknana um framhaldið.“ Roura segir að Barcelona muni spila sinn leik þó svo liðið sé á útivelli. Þeir breyti ekki leikstíl sínum sama hvar liðið sé að spila og gegn hverjum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld þegar Bayern München tekur á móti Barcelona. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir viðureigninni. Talsvert hefur verið gert úr því að þarna mætast liðið sem Pep Guardiola bjó til, Barcelona, og liðið sem hann er að fara að taka við, Bayern. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, segist ekki ætla að nýta sér Guardiola og fá hann til þess að kortleggja Barcelona-liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Guardiola og við erum í fínu sambandi. Ég þarf þó engar upplýsingar frá honum því ég þekki Barcelona-liðið mjög vel sjálfur,“ sagði Heynckes. Heynckes er enginn nýgræðingur þegar kemur að spænskum fótbolta en hann gerði Real Madrid að Evrópumeisturum árið 1998. Hann segir að Bayern þurfi að hafa áhyggjur af meiru en Lionel Messi í leiknum. „Liðið er alltaf mikilvægara en einstaklingurinn. Auðvitað hafa bestu liðin síðan menn sem gera útslagið og Barcelona á Messi. Samvinna alls liðsins er þó það sem gerir það svona gott,“ sagði Heynckes en hver er lykillinn að góðu gengi hans liðs? „Ef ég ætti að taka það saman í eitt orð þá myndi ég segja liðsheild. Við spilum gríðarlega vel saman og ég er á því að okkar fótbolti sé sá nútímalegasti frá upphafi.“ Mario Mandzukic getur ekki leikið með Bayern í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Heynckes vildi ekki gefa upp hvort Mario Gomez eða Claudio Pizarro tæki hans sæti í byrjunarliðinu í kvöld. Barcelona hefur að sjálfsögðu smá áhyggjur af Lionel Messi sem meiddist í rimmunni gegn PSG í átta liða úrslitum. Hann hefur aftur á móti fengið góða hvíld og ætti að verða klár í slaginn. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa Leo með okkur. Okkur hefur tekist að vinna leiki án hans en við leggjum áherslu á að hafa hann kláran í slaginn,“ sagði Jordi Roura, aðstoðarþjálfari Barcelona, en þeir passa upp á að gefa andstæðingnum ekki upplýsingar um heilsufar Messi. „Ég get ekki sagt með vissu hvernig Messi kemur til með að vera og hvort hann spili. Við sjáum hvernig hann bregst við æfingu fyrir leikinn og eftir það munum við ráðfæra okkur við læknana um framhaldið.“ Roura segir að Barcelona muni spila sinn leik þó svo liðið sé á útivelli. Þeir breyti ekki leikstíl sínum sama hvar liðið sé að spila og gegn hverjum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki