Líklega vont að vera blankur í Rússlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:30 Bjarki Már stefnir ótrauður á að komast út í atvinnumennsku í sumar þó svo að líklega verði ekkert af Rússlandsævintýri hans að þessu sinni.fréttablaðið/daníel Það liggur ekki enn fyrir hvar einn besti hornamaður landsins, Bjarki Már Elísson, leikur næsta sumar. Hann hefur sett stefnuna á atvinnumennsku og því afar ólíklegt að hann verði áfram í herbúðum HK. Bjarki Már hefur verið í viðræðum við rússneska stórliðið Chekhovski Medvedi en með því leika flestir lykilmenn rússneska landsliðsins og þjálfari liðsins, Vladimir Maximov, er einnig landsliðsþjálfari og forseti rússneska handboltasambandsins. „Það lítur ekki vel út með Medvedi lengur en það er samt ekki farið út af borðinu. Félagið er í bullandi fjárhagsvandræðum og óvissa með framhaldið í augnablikinu,“ sagði Bjarki Már en aðalstuðningsaðili félagsins er að draga saman seglin og því bíður vinna forráðamanna félagsins að laða að nýja styrktaraðila. Medvedi er stolt rússneska handboltans og það yrði mikið áfall fyrir handboltann í landinu ef rekstrargrundvöllur liðsins myndi hrynja til grunna. „Ég var kominn með samningsdrög í hendurnar frá félaginu en ég vildi ekki taka því á meðan staðan er svona. Það er líklega vont að vera peningalaus í Rússlandi. Það er nógu slæmt að vera blankur hérna heima.“Hornamaðurinn knái segist ekki vera neitt sérstaklega svekktur með hvernig staðan á Medvedi-málinu sé því hann hafi ekki vitað út í hvað hann var að fara. „Þetta var bara óvissa og ævintýri. Ég hef verið að spyrja strákana sem hafa spilað þarna í Meistaradeildinni hvernig þetta sé þarna. Þeir hafa sagt að þetta sé ekkert sérstaklega huggulegt og spennandi. Það er alltaf þægilegra að hafa Íslendinga nálægt en í þessu liði eru bara Rússar. Þarna er líka Úkraínumaður og Hvít-Rússi og þeir eru orðnir Rússar. Ætli ég hefði ekki verið orðinn Rússi eftir tvö ár,“ sagði Bjarki Már léttur að venju en bætti við á alvarlegri nótum að ef félagið næði að rétta sig við og hann færi þangað væri hann að fá fínan samning. „Maximov sagði við umbann að hann vildi fá mig og ég þyrfti ekki að koma á reynslu. Samningurinn sem ég fékk sendan var mjög góður miðað við fyrsta samning hjá hornamanni.“ Bjarki segir að þýskt félag hafi einnig áhuga á honum en að það mál sé ekki komið nógu langt til þess að hann vilji tjá sig um það. Það mál muni skýrast þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi. „Ég stefni enn á að fara út og ég verð eiginlega að fara út núna til þess að geta tekið næsta skref á mínum ferli og haldið áfram að bæta mig. Ég er metnaðarfullur og vil komast í landsliðið og til að ná þeim markmiðum þarf ég að komast út.“ Olís-deild karla Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Það liggur ekki enn fyrir hvar einn besti hornamaður landsins, Bjarki Már Elísson, leikur næsta sumar. Hann hefur sett stefnuna á atvinnumennsku og því afar ólíklegt að hann verði áfram í herbúðum HK. Bjarki Már hefur verið í viðræðum við rússneska stórliðið Chekhovski Medvedi en með því leika flestir lykilmenn rússneska landsliðsins og þjálfari liðsins, Vladimir Maximov, er einnig landsliðsþjálfari og forseti rússneska handboltasambandsins. „Það lítur ekki vel út með Medvedi lengur en það er samt ekki farið út af borðinu. Félagið er í bullandi fjárhagsvandræðum og óvissa með framhaldið í augnablikinu,“ sagði Bjarki Már en aðalstuðningsaðili félagsins er að draga saman seglin og því bíður vinna forráðamanna félagsins að laða að nýja styrktaraðila. Medvedi er stolt rússneska handboltans og það yrði mikið áfall fyrir handboltann í landinu ef rekstrargrundvöllur liðsins myndi hrynja til grunna. „Ég var kominn með samningsdrög í hendurnar frá félaginu en ég vildi ekki taka því á meðan staðan er svona. Það er líklega vont að vera peningalaus í Rússlandi. Það er nógu slæmt að vera blankur hérna heima.“Hornamaðurinn knái segist ekki vera neitt sérstaklega svekktur með hvernig staðan á Medvedi-málinu sé því hann hafi ekki vitað út í hvað hann var að fara. „Þetta var bara óvissa og ævintýri. Ég hef verið að spyrja strákana sem hafa spilað þarna í Meistaradeildinni hvernig þetta sé þarna. Þeir hafa sagt að þetta sé ekkert sérstaklega huggulegt og spennandi. Það er alltaf þægilegra að hafa Íslendinga nálægt en í þessu liði eru bara Rússar. Þarna er líka Úkraínumaður og Hvít-Rússi og þeir eru orðnir Rússar. Ætli ég hefði ekki verið orðinn Rússi eftir tvö ár,“ sagði Bjarki Már léttur að venju en bætti við á alvarlegri nótum að ef félagið næði að rétta sig við og hann færi þangað væri hann að fá fínan samning. „Maximov sagði við umbann að hann vildi fá mig og ég þyrfti ekki að koma á reynslu. Samningurinn sem ég fékk sendan var mjög góður miðað við fyrsta samning hjá hornamanni.“ Bjarki segir að þýskt félag hafi einnig áhuga á honum en að það mál sé ekki komið nógu langt til þess að hann vilji tjá sig um það. Það mál muni skýrast þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi. „Ég stefni enn á að fara út og ég verð eiginlega að fara út núna til þess að geta tekið næsta skref á mínum ferli og haldið áfram að bæta mig. Ég er metnaðarfullur og vil komast í landsliðið og til að ná þeim markmiðum þarf ég að komast út.“
Olís-deild karla Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira