Vonbrigðin í fyrra hvöttu Bæjara til dáða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2013 06:00 Nordicphotos/Getty Það yrði stórslys ef Bayern München tækist ekki að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Eftir að Börsungar voru dregnir til slátrunar 4-0 í Þýskalandi fyrir viku er líklega enginn sem reiknar með því að þeir spænsku eigi sér viðreisnar von. Fjögur mörk eru betra veganesti en nokkur Bæjari hefði getað látið sig dreyma um. „Við vorum afar heppnir að tapa leiknum aðeins 4-0 því við litum út fyrir að vera áhugamenn,“ segir Mark van Bommel, fyrirliði Bayern München, eftir 4-0 sigur Barcelona á Bayern í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar árið 2009. Þá fór Barcelona alla leið í úrslitin og lyfti titlinum eftir sigur á Manchester United. Börsungar þurfa að endurtaka leikinn frá því á Nývangi 2009 í kvöld en hungur og sjálfstraust leikmanna Bæjara gerir verkefnið erfitt viðfangs. „Þegar þú upplifir úrslitaleik eins og okkar gegn Chelsea þá veistu hve illa getur farið,“ segir Jupp Heynckes, þjálfari Bæjara. Þeir þýsku töpuðu úrslitaleik keppninnar í fyrra á heimavelli í München eftir vítaspyrnukeppni. Liðið hafði töluverða yfirburði í leiknum en þegar upp var staðið voru leikmenn liðsins með silfurpening um hálsinn. „Sum félög gefast upp en allir hjá Bayern brugðust jákvætt við tapinu. Við gerðum breytingar, fengum góða leikmenn og styrktum liðsandann,“ segir Heynckes sem getur stillt upp sínu sterkasta liði. Fimm leikmenn liðsins eru þó einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann og verður fróðlegt að sjá hvort Heynckes freistist til þess að hvíla einhverja. Dagskipulagið hjá heimamönnum er skýrt. Liðið þarf að skora mörk en má um leið alls ekki fá á sig mark. Skori Bæjarar útivallarmark þurfa Börsungar að koma boltanum sex sinnum í net Bæjara. „Við erum Barcelona og getum ekki gefist upp þótt staðan sé slæm. Takist ætlunarverkið ekki þurfum við að geta borið höfuðið hátt, berjast allt til loka svo stuðningsmennirnir geti verið stoltir,“ segir Tito Vilanova þjálfari Barcelona. Leikur liðanna hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport & HD. Dortmund tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn í Meistaradeildini í gærkvöldi. Það helsta úr leiknum má sjá hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:11 Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:23 Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30. apríl 2013 22:29 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Það yrði stórslys ef Bayern München tækist ekki að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Eftir að Börsungar voru dregnir til slátrunar 4-0 í Þýskalandi fyrir viku er líklega enginn sem reiknar með því að þeir spænsku eigi sér viðreisnar von. Fjögur mörk eru betra veganesti en nokkur Bæjari hefði getað látið sig dreyma um. „Við vorum afar heppnir að tapa leiknum aðeins 4-0 því við litum út fyrir að vera áhugamenn,“ segir Mark van Bommel, fyrirliði Bayern München, eftir 4-0 sigur Barcelona á Bayern í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar árið 2009. Þá fór Barcelona alla leið í úrslitin og lyfti titlinum eftir sigur á Manchester United. Börsungar þurfa að endurtaka leikinn frá því á Nývangi 2009 í kvöld en hungur og sjálfstraust leikmanna Bæjara gerir verkefnið erfitt viðfangs. „Þegar þú upplifir úrslitaleik eins og okkar gegn Chelsea þá veistu hve illa getur farið,“ segir Jupp Heynckes, þjálfari Bæjara. Þeir þýsku töpuðu úrslitaleik keppninnar í fyrra á heimavelli í München eftir vítaspyrnukeppni. Liðið hafði töluverða yfirburði í leiknum en þegar upp var staðið voru leikmenn liðsins með silfurpening um hálsinn. „Sum félög gefast upp en allir hjá Bayern brugðust jákvætt við tapinu. Við gerðum breytingar, fengum góða leikmenn og styrktum liðsandann,“ segir Heynckes sem getur stillt upp sínu sterkasta liði. Fimm leikmenn liðsins eru þó einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann og verður fróðlegt að sjá hvort Heynckes freistist til þess að hvíla einhverja. Dagskipulagið hjá heimamönnum er skýrt. Liðið þarf að skora mörk en má um leið alls ekki fá á sig mark. Skori Bæjarar útivallarmark þurfa Börsungar að koma boltanum sex sinnum í net Bæjara. „Við erum Barcelona og getum ekki gefist upp þótt staðan sé slæm. Takist ætlunarverkið ekki þurfum við að geta borið höfuðið hátt, berjast allt til loka svo stuðningsmennirnir geti verið stoltir,“ segir Tito Vilanova þjálfari Barcelona. Leikur liðanna hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport & HD. Dortmund tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn í Meistaradeildini í gærkvöldi. Það helsta úr leiknum má sjá hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:11 Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:23 Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30. apríl 2013 22:29 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:11
Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:23
Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30. apríl 2013 22:29