Opin miðborg í andlitslyftingu Jakob Frímann Magnússon skrifar 21. maí 2013 09:30 Margumbeðnar og löngu tímabærar endurbætur á Hverfisgötu hefjast innan tveggja mánaða. Stór hluti götunnar verður lagfærður í tveimur áföngum frá júlí og fram í október: Fyrst frá Vitastíg vestur að Frakkastíg og síðan frá Frakkastíg að Klapparstíg. Lokið verður við það sem eftir stendur um mitt næsta ár. Auk jarðvegsskipta, hellulagna og malbikunar verða lagnir í götunni endurnýjaðar en sumar þeirra voru lagðar fyrir heilli öld. Þá verður lýsing bætt á Hverfisgötunni. Alls kosta umræddar endurbætur á Hverfisgötu um 1.600 milljónir króna. Þá standa nú yfir endurbætur á neðsta hluta Klapparstígs auk þess sem efsti hluti Frakkastígs verður lagfærður frá og með júlí. Vel á þriðja milljarði verður þannig varið til endurbóta og fegrunar Hverfisgötu, Klapparstígs og Frakkastígs á næstu þremur misserum.Langþráð fagnaðarefni Þessum myndarlegu fjárfestingum í miðborg Reykjavíkur hljóta allir að fagna, ekki síst þeir sem þar búa og starfa. Ljóst er þó að endurbótum sem þessum fylgja óhjákvæmilega tímabundin óþægindi og rask, sem veldur eðlilega áhyggjum í hópi þeirra rekstraraðila sem næst starfa framkvæmdunum. Undanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður, samningaumleitanir, dreifing kynningarefnis og opinn kynningarfundur í þeim tilgangi að upplýsa sem flesta sem láta sig málið varða um fyrirhugaðar framkvæmdir. Ekki eru mörg ár síðan verulega reyndi á þolrif rekstraraðila við Skólavörðustíg sem þurftu að standa af sér tveggja ára uppskurðar- og endurbótaferli, en það reyndist sannarlega biðarinnar virði. Skólavörðustígurinn er nú ein fegursta og blómlegasta gata miðborgarinnar og rekstraraðilar þar eru öðrum fyrirmynd í starfsgleði sinni, frumkvæði og samstöðu. Sama gildir um Klapparstíg sem í fyrra var tekinn í gegn og gerður að vistgötu frá Hverfisgötu að Skólavörðustíg, eftir að rekstraraðilar höfðu á opnum borgarafundi árið áður skorað á borgaryfirvöld að draga þær framkvæmdir ekki lengur. Bæði Klapparstígur og Skólavörðustígur gefa vísbendingu um hvers er að vænta á Hverfisgötunni að framkvæmdum loknum.Glæstasta gata borgarinnar? Hverfisgatan hefur alla burði til að verða glæsilegasta gata Reykjavíkur. Hún byrjar sannarlega fagurlega með reisulegum byggingum á borð við Hótel 101, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðleikhúsið, Hótel Reykjavík Residence, Danska sendiráðið o.fl. Við Smiðjustíg fer götunni hins vegar hrakandi, enda hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir frá Hverfisgötu 30-38 (neðan Hjartatorgs á Hljómalindarreit) verið í salti frá 2008 þar til nú að nýir eigendur tóku við og hefja á næstunni framkvæmdir við byggingar sem hýsa munu margþættan rekstur. Þá er gert ráð fyrir torgi, opnu almenningi, þar sem Hjartatorg er nú.Opin og aðgengileg miðborg Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að miðborgin verður opin og aðgengileg þrátt fyrir áðurnefnt rask. Sérstök áhersla verður lögð á vel merktar hjáleiðir þar sem þeirra er þörf og tryggt aðgengi að öllu rekstrar- og íbúðarhúsnæði. Sú andlitslyfting sem hér um ræðir kann að reyna tímabundið á þolrif ýmissa á þessu viðkvæma svæði, en mun fyrr en varir skila okkur enn fegurri, nútímalegri og blómlegri miðborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Margumbeðnar og löngu tímabærar endurbætur á Hverfisgötu hefjast innan tveggja mánaða. Stór hluti götunnar verður lagfærður í tveimur áföngum frá júlí og fram í október: Fyrst frá Vitastíg vestur að Frakkastíg og síðan frá Frakkastíg að Klapparstíg. Lokið verður við það sem eftir stendur um mitt næsta ár. Auk jarðvegsskipta, hellulagna og malbikunar verða lagnir í götunni endurnýjaðar en sumar þeirra voru lagðar fyrir heilli öld. Þá verður lýsing bætt á Hverfisgötunni. Alls kosta umræddar endurbætur á Hverfisgötu um 1.600 milljónir króna. Þá standa nú yfir endurbætur á neðsta hluta Klapparstígs auk þess sem efsti hluti Frakkastígs verður lagfærður frá og með júlí. Vel á þriðja milljarði verður þannig varið til endurbóta og fegrunar Hverfisgötu, Klapparstígs og Frakkastígs á næstu þremur misserum.Langþráð fagnaðarefni Þessum myndarlegu fjárfestingum í miðborg Reykjavíkur hljóta allir að fagna, ekki síst þeir sem þar búa og starfa. Ljóst er þó að endurbótum sem þessum fylgja óhjákvæmilega tímabundin óþægindi og rask, sem veldur eðlilega áhyggjum í hópi þeirra rekstraraðila sem næst starfa framkvæmdunum. Undanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður, samningaumleitanir, dreifing kynningarefnis og opinn kynningarfundur í þeim tilgangi að upplýsa sem flesta sem láta sig málið varða um fyrirhugaðar framkvæmdir. Ekki eru mörg ár síðan verulega reyndi á þolrif rekstraraðila við Skólavörðustíg sem þurftu að standa af sér tveggja ára uppskurðar- og endurbótaferli, en það reyndist sannarlega biðarinnar virði. Skólavörðustígurinn er nú ein fegursta og blómlegasta gata miðborgarinnar og rekstraraðilar þar eru öðrum fyrirmynd í starfsgleði sinni, frumkvæði og samstöðu. Sama gildir um Klapparstíg sem í fyrra var tekinn í gegn og gerður að vistgötu frá Hverfisgötu að Skólavörðustíg, eftir að rekstraraðilar höfðu á opnum borgarafundi árið áður skorað á borgaryfirvöld að draga þær framkvæmdir ekki lengur. Bæði Klapparstígur og Skólavörðustígur gefa vísbendingu um hvers er að vænta á Hverfisgötunni að framkvæmdum loknum.Glæstasta gata borgarinnar? Hverfisgatan hefur alla burði til að verða glæsilegasta gata Reykjavíkur. Hún byrjar sannarlega fagurlega með reisulegum byggingum á borð við Hótel 101, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðleikhúsið, Hótel Reykjavík Residence, Danska sendiráðið o.fl. Við Smiðjustíg fer götunni hins vegar hrakandi, enda hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir frá Hverfisgötu 30-38 (neðan Hjartatorgs á Hljómalindarreit) verið í salti frá 2008 þar til nú að nýir eigendur tóku við og hefja á næstunni framkvæmdir við byggingar sem hýsa munu margþættan rekstur. Þá er gert ráð fyrir torgi, opnu almenningi, þar sem Hjartatorg er nú.Opin og aðgengileg miðborg Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að miðborgin verður opin og aðgengileg þrátt fyrir áðurnefnt rask. Sérstök áhersla verður lögð á vel merktar hjáleiðir þar sem þeirra er þörf og tryggt aðgengi að öllu rekstrar- og íbúðarhúsnæði. Sú andlitslyfting sem hér um ræðir kann að reyna tímabundið á þolrif ýmissa á þessu viðkvæma svæði, en mun fyrr en varir skila okkur enn fegurri, nútímalegri og blómlegri miðborg.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun