Sport

Lagerbäck fór í aðgerð á mjöðm

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck.

Það vakti athygli á blaðamannafundi KSÍ í gær að sænski landsliðsþjálfarinn, Lars Lagerbäck, var draghaltur.

„Ég fór í aðgerð á mjöðm þannig að þú mátt ekki gera grín að mér,“ sagði Svíinn léttur, en hann fór í aðgerðina í desember.

„Meinið er eitthvað að taka sig upp aftur þannig að ég mun haltra að hliðarlínunni í landsleiknum. Kannski getur Sveinbjörn læknir líka gefið mér einhverja sprautu. Við sjáum hvað gerist.“

Heimir Hallgrímsson aðstoðarlandsliðsþjálfari hefur alla tíð stutt vel við bakið á Svíanum. Mun Lars nýta sér það og láta Heimi styðja sig að hliðarlínunni þegar hann þarf að koma skilaboðum til strákanna inn á vellinum?

„Það kemur ekki til greina. Ef ég kemst ekki þá mun ég bara rúlla mér að hliðarlínunni á hjólastól,“ sagði Svíinn og hló við en hann var í góðu skapi á fundinum í gær og reytti af sér brandarana.


Tengdar fréttir

Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli.

Enn óvíst hvort við fáum áfengisleyfi

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag þá stendur til að vera með skemmtun fyrir áhorfendur áður en landsleikur Íslands og Slóveníu hefst í byrjun júní.

Aron ekki í bandaríska hópnum

Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna.

Bjór líklega seldur í Laugardalnum

Fram kom á blaðamannafundi KSÍ í dag að boðið verði upp á ýmsar uppákomur fyrir landsleikinn gegn Slóvenum í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×