Krafist er tíu ára fangelsis Valur Grettisson og Óli Kristján Ármannsson skrifa 1. júní 2013 07:00 Alls eru sjö ákærðir fyrir aðild sína að stórfelldu amfetamínsmygli til landsins í janúar. Myndin er frá þingfestingu málsins í byrjun maí. Fréttablaðið/Vilhelm Fulltrúi ríkissaksóknara fer fram á að mennirnir sjö, tveir Litháar og fimm Íslendingar, sem eru ákærðir fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni og amfetamínbasa, verði dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að málinu. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir sjö eru ákærðir fyrir að hafa komið að innflutningi tæplega 20 kílóa af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa til landsins með þremur póstsendingum í janúar síðastliðnum. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að skipuleggja innflutning fíkniefnanna, en því neita þeir allir. Tveir mannanna, sem eru bræður, nafngreindu meintan höfuðpaur í málinu fyrir dómi á fimmtudaginn. Hann er nýlátinn. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni fyrir dómi í gær og sagði rannsóknarstjórnandi að ábendingunni um meintan höfuðpaur hefði verið fylgt eftir af takmörkuðu leyti. Þó hefði lögreglan fengið það staðfest að meinti höfuðpaurinn hefði verið staddur í Danmörku á sama tíma og mennirnir þrír sem eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutninginn. Mennirnir þrír benda hver á annan varðandi skipulagningu á fíkniefnainnflutningnum. Annar bróðirinn, Jón Baldur Valdimarsson, sagði fyrir rétti að hann hefði staðið í þeirri trú að það ætti aðeins að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins, ekki svona mikið magn, en talið er að það hafi verið hægt að framleiða um 40 kíló af amfetamíni sé amfetamínbasinn talinn með. Lögmaður eins Litháans, Guðmundur St. Ragnarsson, gagnrýndi að lögreglan hefði ekki rannsakað betur aðkomu meints höfuðpaurs og lét að því liggja að hinir ákærðu væru hugsanlega burðardýr í málinu. Gera má ráð fyrir að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveði upp dóm sinn í málinu að tveimur til þremur vikum liðnum. Fimm af sjö hafa verið í gæsluvarðhaldi Af mönnunum sjö sem ákærðir eru fyrir stórfellt smygl á amfetamíni og amfetamínbasa í janúar hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Þeir tveir sem ekki hafa setið í gæsluvarðhaldi eru heldur yngri en hinir mennirnir, á 24. og 23. aldursári. Þeir játuðu báðir þegar málið var þingfest í byrjun maí að hafa, hvor í sínu lagi, verið sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendingu frá Danmörku. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Fulltrúi ríkissaksóknara fer fram á að mennirnir sjö, tveir Litháar og fimm Íslendingar, sem eru ákærðir fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni og amfetamínbasa, verði dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að málinu. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir sjö eru ákærðir fyrir að hafa komið að innflutningi tæplega 20 kílóa af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa til landsins með þremur póstsendingum í janúar síðastliðnum. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að skipuleggja innflutning fíkniefnanna, en því neita þeir allir. Tveir mannanna, sem eru bræður, nafngreindu meintan höfuðpaur í málinu fyrir dómi á fimmtudaginn. Hann er nýlátinn. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni fyrir dómi í gær og sagði rannsóknarstjórnandi að ábendingunni um meintan höfuðpaur hefði verið fylgt eftir af takmörkuðu leyti. Þó hefði lögreglan fengið það staðfest að meinti höfuðpaurinn hefði verið staddur í Danmörku á sama tíma og mennirnir þrír sem eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutninginn. Mennirnir þrír benda hver á annan varðandi skipulagningu á fíkniefnainnflutningnum. Annar bróðirinn, Jón Baldur Valdimarsson, sagði fyrir rétti að hann hefði staðið í þeirri trú að það ætti aðeins að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins, ekki svona mikið magn, en talið er að það hafi verið hægt að framleiða um 40 kíló af amfetamíni sé amfetamínbasinn talinn með. Lögmaður eins Litháans, Guðmundur St. Ragnarsson, gagnrýndi að lögreglan hefði ekki rannsakað betur aðkomu meints höfuðpaurs og lét að því liggja að hinir ákærðu væru hugsanlega burðardýr í málinu. Gera má ráð fyrir að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveði upp dóm sinn í málinu að tveimur til þremur vikum liðnum. Fimm af sjö hafa verið í gæsluvarðhaldi Af mönnunum sjö sem ákærðir eru fyrir stórfellt smygl á amfetamíni og amfetamínbasa í janúar hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Þeir tveir sem ekki hafa setið í gæsluvarðhaldi eru heldur yngri en hinir mennirnir, á 24. og 23. aldursári. Þeir játuðu báðir þegar málið var þingfest í byrjun maí að hafa, hvor í sínu lagi, verið sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendingu frá Danmörku.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira