Nú þurfa þeir ungu að stíga upp Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2013 06:30 Ólafur Gústafsson verður í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu í næstu verkefnum. fréttablaðið/Vilhelm Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í gær 17 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu sem fara fram 12. og 16. júní næstkomandi. Um er að ræða tvo síðustu leiki í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti á mótinu en þjálfarinn vill samt sem áður fara í alla leiki til að vinna. Margir lykilleikmenn eru utan hópsins vegna meiðsla og því fá ungir strákar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK, var valinn í landsliðshópinn en þar er á ferðinni framtíðarvarnarmaður landsliðsins. Ólafur Gústafsson mun spila stórt hlutverk með liðinu í sókn sem og í vörn, en Aron þjálfari lítur einnig á hann sem framtíðarmann í hjarta varnarinnar. Það er því spurning hvort nýtt varnarpar sé að fæðast í liðinu. „Bjarki Már hefur verið valinn áður í úrtakshópinn og þar hefur hann staðið sig virkilega vel. Vonandi fær hann einhverjar mínútur í leikjunum og getur þá sýnt hvað í honum býr. Ólafur Gústafsson mun aftur á móti vera í stóru hlutverki með liðinu og spilar líklega töluvert, bæði í vörn og sókn,“ segir Aron Kristjánsson. „Fyrir okkur skiptir miklu máli að ná hópnum saman og að leikmenn finni taktinn sem ein liðsheild. Það mun mæða mikið á ungu strákunum og þeir verða bara að taka áskoruninni og standa í lappirnar,“ segir Aron. Rúnar Kárason kemur inn í hópinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hendi. Í fyrstu var talið að leikmaðurinn væri brotinn en hann virðist vera klár í slaginn. „Það verður frábært að fá Rúnar aftur í liðið eftir þó nokkra fjarveru. Læknar landsliðsins og sérfræðingar hjá Grosswallstadt hafa myndað Rúnar og eins og staðan er í dag er leikmaðurinn alveg heill.“ Ólafur Guðmundsson fær annað tækifæri í liðinu eftir dapra frammistöðu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar á þessu ári. Það gekk ekkert hjá skyttunni á mótinu, sem endaði með því að hann var sendur heim. Nú kemur Hafnfirðingurinn aftur inn í hópinn en hann þarf að sanna sig, og rúmlega það. „Ólafur er efnilegur leikmaður sem stóð sig ágætlega í úrtakshópnum sem ég valdi á dögunum. Hann þarf samt sem áður að vinna í ákveðnum þáttum í sínum leik til að verða virkilega góður. Núna fær hann tækifærið á nýjan leik og vonandi nýtir hann það vel.“ Þann 16. júní fer leikurinn gegn Rúmeníu fram en það verður sérstakur kveðjuleikur fyrir Ólaf Stefánsson sem kemur aftur inn í landsliðshópinn. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að kveðja Ólaf með sigri og það verður allt lagt undir fyrir þann leik,“ segir Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í gær 17 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu sem fara fram 12. og 16. júní næstkomandi. Um er að ræða tvo síðustu leiki í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti á mótinu en þjálfarinn vill samt sem áður fara í alla leiki til að vinna. Margir lykilleikmenn eru utan hópsins vegna meiðsla og því fá ungir strákar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK, var valinn í landsliðshópinn en þar er á ferðinni framtíðarvarnarmaður landsliðsins. Ólafur Gústafsson mun spila stórt hlutverk með liðinu í sókn sem og í vörn, en Aron þjálfari lítur einnig á hann sem framtíðarmann í hjarta varnarinnar. Það er því spurning hvort nýtt varnarpar sé að fæðast í liðinu. „Bjarki Már hefur verið valinn áður í úrtakshópinn og þar hefur hann staðið sig virkilega vel. Vonandi fær hann einhverjar mínútur í leikjunum og getur þá sýnt hvað í honum býr. Ólafur Gústafsson mun aftur á móti vera í stóru hlutverki með liðinu og spilar líklega töluvert, bæði í vörn og sókn,“ segir Aron Kristjánsson. „Fyrir okkur skiptir miklu máli að ná hópnum saman og að leikmenn finni taktinn sem ein liðsheild. Það mun mæða mikið á ungu strákunum og þeir verða bara að taka áskoruninni og standa í lappirnar,“ segir Aron. Rúnar Kárason kemur inn í hópinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hendi. Í fyrstu var talið að leikmaðurinn væri brotinn en hann virðist vera klár í slaginn. „Það verður frábært að fá Rúnar aftur í liðið eftir þó nokkra fjarveru. Læknar landsliðsins og sérfræðingar hjá Grosswallstadt hafa myndað Rúnar og eins og staðan er í dag er leikmaðurinn alveg heill.“ Ólafur Guðmundsson fær annað tækifæri í liðinu eftir dapra frammistöðu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar á þessu ári. Það gekk ekkert hjá skyttunni á mótinu, sem endaði með því að hann var sendur heim. Nú kemur Hafnfirðingurinn aftur inn í hópinn en hann þarf að sanna sig, og rúmlega það. „Ólafur er efnilegur leikmaður sem stóð sig ágætlega í úrtakshópnum sem ég valdi á dögunum. Hann þarf samt sem áður að vinna í ákveðnum þáttum í sínum leik til að verða virkilega góður. Núna fær hann tækifærið á nýjan leik og vonandi nýtir hann það vel.“ Þann 16. júní fer leikurinn gegn Rúmeníu fram en það verður sérstakur kveðjuleikur fyrir Ólaf Stefánsson sem kemur aftur inn í landsliðshópinn. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að kveðja Ólaf með sigri og það verður allt lagt undir fyrir þann leik,“ segir Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira