Fríverslun en áfram tvítollun Margrét Kristmannsdóttir skrifar 12. júní 2013 08:52 Íslensk verslun og íslenskir neytendur hafa í langan tíma búið við tvítollun á mörgum vörum. Til að útskýra ástæðu þess í örstuttu máli þá leggur ESB verndartolla á margar vörur sem fluttar eru inn til Evrópu. Íslenski markaðurinn er það lítill að fyrirtæki flytja sjaldan inn stórar sendingar í gámavís frá Kína til dæmis, heldur kemur megnið af innflutningi okkar frá löndum í ESB. Þegar vörur koma hingað frá ESB með uppruna utan svæðisins þá eiga birgjar okkar í Evrópu að fá þennan ytri toll endurgreiddan – en flækjustigið er svo hátt að nær allir birgjar í Evrópu neita að standa í því og velta kostnaðinum einfaldlega yfir á okkur. Því lenda fyrirtæki á Íslandi í því að greiða tollinn tvisvar, fyrst inn á ESB-svæðið og svo aftur hér heima, sem hækkar vöruverð til Íslendinga algjörlega að óþörfu. Noregur er í sömu stöðu og við og því sendi SVÞ ásamt systursamtökum sínum í Noregi erindi til Brussel þar sem þess var formlega farið á leit við ESB að það einfaldaði endurgreiðsluferlið. Var vitað að þetta yrði erfið brekka enda gefur fyrsta svar frá Brussel ekki tilefni til bjartsýni. Að leysa þetta mál gæti hins vegar lækkað vöruverð sem við Íslendingar greiðum verulega enda eru tollarnir t.d.: Fatnaður og skór 15%, búsáhöld 10%, leikföng 10%, húsgögn 10%, reiðhjól 10%, hjólbarðar 10% og raftæki 7-15%. Íslenskir neytendur borga því meira en þeir ættu að gera fyrir þessar vörur án nokkurra gildra ástæðna, eingöngu vegna flækjustigs kerfisins. Íslenskir innflytjendur urðu bjartsýnir þegar fríverslunarsamningur við Kína var undirritaður í vor. Vitað er að margar vörur sem fluttar eru hingað til lands eru framleiddar í Kína og töldu flestir að þannig væri vandinn í sambandi við tvítollunina að nokkru leystur. SVÞ fékk það hins vegar staðfest í síðustu viku frá tollayfirvöldum hér heima að niðurfelling tolla mun eingöngu eiga sér stað þegar um beinan innflutning frá Kína er að ræða. Tollfrelsið glatist hafi vara verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir innflytjendur en ættu að vera ekki síður mikil vonbrigði fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili. Slagurinn við óréttlæti tvítollunar heldur því áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Íslensk verslun og íslenskir neytendur hafa í langan tíma búið við tvítollun á mörgum vörum. Til að útskýra ástæðu þess í örstuttu máli þá leggur ESB verndartolla á margar vörur sem fluttar eru inn til Evrópu. Íslenski markaðurinn er það lítill að fyrirtæki flytja sjaldan inn stórar sendingar í gámavís frá Kína til dæmis, heldur kemur megnið af innflutningi okkar frá löndum í ESB. Þegar vörur koma hingað frá ESB með uppruna utan svæðisins þá eiga birgjar okkar í Evrópu að fá þennan ytri toll endurgreiddan – en flækjustigið er svo hátt að nær allir birgjar í Evrópu neita að standa í því og velta kostnaðinum einfaldlega yfir á okkur. Því lenda fyrirtæki á Íslandi í því að greiða tollinn tvisvar, fyrst inn á ESB-svæðið og svo aftur hér heima, sem hækkar vöruverð til Íslendinga algjörlega að óþörfu. Noregur er í sömu stöðu og við og því sendi SVÞ ásamt systursamtökum sínum í Noregi erindi til Brussel þar sem þess var formlega farið á leit við ESB að það einfaldaði endurgreiðsluferlið. Var vitað að þetta yrði erfið brekka enda gefur fyrsta svar frá Brussel ekki tilefni til bjartsýni. Að leysa þetta mál gæti hins vegar lækkað vöruverð sem við Íslendingar greiðum verulega enda eru tollarnir t.d.: Fatnaður og skór 15%, búsáhöld 10%, leikföng 10%, húsgögn 10%, reiðhjól 10%, hjólbarðar 10% og raftæki 7-15%. Íslenskir neytendur borga því meira en þeir ættu að gera fyrir þessar vörur án nokkurra gildra ástæðna, eingöngu vegna flækjustigs kerfisins. Íslenskir innflytjendur urðu bjartsýnir þegar fríverslunarsamningur við Kína var undirritaður í vor. Vitað er að margar vörur sem fluttar eru hingað til lands eru framleiddar í Kína og töldu flestir að þannig væri vandinn í sambandi við tvítollunina að nokkru leystur. SVÞ fékk það hins vegar staðfest í síðustu viku frá tollayfirvöldum hér heima að niðurfelling tolla mun eingöngu eiga sér stað þegar um beinan innflutning frá Kína er að ræða. Tollfrelsið glatist hafi vara verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir innflytjendur en ættu að vera ekki síður mikil vonbrigði fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili. Slagurinn við óréttlæti tvítollunar heldur því áfram.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar