Fríverslun en áfram tvítollun Margrét Kristmannsdóttir skrifar 12. júní 2013 08:52 Íslensk verslun og íslenskir neytendur hafa í langan tíma búið við tvítollun á mörgum vörum. Til að útskýra ástæðu þess í örstuttu máli þá leggur ESB verndartolla á margar vörur sem fluttar eru inn til Evrópu. Íslenski markaðurinn er það lítill að fyrirtæki flytja sjaldan inn stórar sendingar í gámavís frá Kína til dæmis, heldur kemur megnið af innflutningi okkar frá löndum í ESB. Þegar vörur koma hingað frá ESB með uppruna utan svæðisins þá eiga birgjar okkar í Evrópu að fá þennan ytri toll endurgreiddan – en flækjustigið er svo hátt að nær allir birgjar í Evrópu neita að standa í því og velta kostnaðinum einfaldlega yfir á okkur. Því lenda fyrirtæki á Íslandi í því að greiða tollinn tvisvar, fyrst inn á ESB-svæðið og svo aftur hér heima, sem hækkar vöruverð til Íslendinga algjörlega að óþörfu. Noregur er í sömu stöðu og við og því sendi SVÞ ásamt systursamtökum sínum í Noregi erindi til Brussel þar sem þess var formlega farið á leit við ESB að það einfaldaði endurgreiðsluferlið. Var vitað að þetta yrði erfið brekka enda gefur fyrsta svar frá Brussel ekki tilefni til bjartsýni. Að leysa þetta mál gæti hins vegar lækkað vöruverð sem við Íslendingar greiðum verulega enda eru tollarnir t.d.: Fatnaður og skór 15%, búsáhöld 10%, leikföng 10%, húsgögn 10%, reiðhjól 10%, hjólbarðar 10% og raftæki 7-15%. Íslenskir neytendur borga því meira en þeir ættu að gera fyrir þessar vörur án nokkurra gildra ástæðna, eingöngu vegna flækjustigs kerfisins. Íslenskir innflytjendur urðu bjartsýnir þegar fríverslunarsamningur við Kína var undirritaður í vor. Vitað er að margar vörur sem fluttar eru hingað til lands eru framleiddar í Kína og töldu flestir að þannig væri vandinn í sambandi við tvítollunina að nokkru leystur. SVÞ fékk það hins vegar staðfest í síðustu viku frá tollayfirvöldum hér heima að niðurfelling tolla mun eingöngu eiga sér stað þegar um beinan innflutning frá Kína er að ræða. Tollfrelsið glatist hafi vara verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir innflytjendur en ættu að vera ekki síður mikil vonbrigði fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili. Slagurinn við óréttlæti tvítollunar heldur því áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Íslensk verslun og íslenskir neytendur hafa í langan tíma búið við tvítollun á mörgum vörum. Til að útskýra ástæðu þess í örstuttu máli þá leggur ESB verndartolla á margar vörur sem fluttar eru inn til Evrópu. Íslenski markaðurinn er það lítill að fyrirtæki flytja sjaldan inn stórar sendingar í gámavís frá Kína til dæmis, heldur kemur megnið af innflutningi okkar frá löndum í ESB. Þegar vörur koma hingað frá ESB með uppruna utan svæðisins þá eiga birgjar okkar í Evrópu að fá þennan ytri toll endurgreiddan – en flækjustigið er svo hátt að nær allir birgjar í Evrópu neita að standa í því og velta kostnaðinum einfaldlega yfir á okkur. Því lenda fyrirtæki á Íslandi í því að greiða tollinn tvisvar, fyrst inn á ESB-svæðið og svo aftur hér heima, sem hækkar vöruverð til Íslendinga algjörlega að óþörfu. Noregur er í sömu stöðu og við og því sendi SVÞ ásamt systursamtökum sínum í Noregi erindi til Brussel þar sem þess var formlega farið á leit við ESB að það einfaldaði endurgreiðsluferlið. Var vitað að þetta yrði erfið brekka enda gefur fyrsta svar frá Brussel ekki tilefni til bjartsýni. Að leysa þetta mál gæti hins vegar lækkað vöruverð sem við Íslendingar greiðum verulega enda eru tollarnir t.d.: Fatnaður og skór 15%, búsáhöld 10%, leikföng 10%, húsgögn 10%, reiðhjól 10%, hjólbarðar 10% og raftæki 7-15%. Íslenskir neytendur borga því meira en þeir ættu að gera fyrir þessar vörur án nokkurra gildra ástæðna, eingöngu vegna flækjustigs kerfisins. Íslenskir innflytjendur urðu bjartsýnir þegar fríverslunarsamningur við Kína var undirritaður í vor. Vitað er að margar vörur sem fluttar eru hingað til lands eru framleiddar í Kína og töldu flestir að þannig væri vandinn í sambandi við tvítollunina að nokkru leystur. SVÞ fékk það hins vegar staðfest í síðustu viku frá tollayfirvöldum hér heima að niðurfelling tolla mun eingöngu eiga sér stað þegar um beinan innflutning frá Kína er að ræða. Tollfrelsið glatist hafi vara verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir innflytjendur en ættu að vera ekki síður mikil vonbrigði fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili. Slagurinn við óréttlæti tvítollunar heldur því áfram.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun