Pylsuvagn með minjagripi opnaður við Seljalandsfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. júní 2013 07:00 Eigendur Seljaveitinga við vagninn sem opnaður verður við Seljalandsfoss í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Tvenn hjón opna í næstu viku veitingavagn við Seljalandsfoss. Auk skyndibita og minjagripa selja þau regnslár fyrir þá sem ganga undir fossinn. Þau telja mikla eftirspurn eftir þjónustunni sem býðst með þessum fyrsta söluvagni á staðnum. „Það hafa margir spekúlerað og velt fyrir sér í mörg ár af hverju það er ekkert við fossinn,“ segir Elísabet Þorvaldsdóttir, um tilkomu veitingavagns sem opna á við Seljalandsfoss í næstu viku. Veitingavagninn mun Elísabet starfrækja ásamt manni sínum Heimi Hálfdanarsyni og vinahjónum þeirra; Kristínu Guðbjartsdóttur og Atla Má Bjarnasyni. „Við ætlum að vera með það helsta sem verið er að selja í svona vögnum; kaffi, gos, samlokur, pylsur og súpu og eitthvað af minjagripum og ferðamannavörum að ógleymdum einnota regnslám fyrir þá sem vilja fara á bak við foss og eru ekki með útbúnað í það. Maður blotnar alltaf bak við foss,“ segir Elísabet um vöruúrvalið. Margir sem gengið hafa bak við Seljalandsfoss hafa lent í því að aðrir fossgöngumenn biðja þá að smella af þeim ljósmynd. Spurð hvort boðið verði upp á slíka þjónustu að fossbaki segir Elísabet það einmitt hafa komið til tals. „Það eru framtíðar pælingar. Það er ýmsar hugmyndir í gangi, þetta er bara byrjunin,“ svarar hún. Eiginmaður Elísabetar er frá Seljalandi og einn eigenda jarðarinnar sem er þríbýl og á skikann í kring um Seljalandsfoss í óskiptri sameign með Seljalandsseli. Aðrir landeigendur hafa veitt sitt samþykki eins og Rangárþing eystra gerði að skilyrði þegar sveitarfélagið veitti stöðuleyfi fyrir veitingavagninum fram til 1. október. Elísabet segir óvíst hversu lengi veitingavagninn verður opinn eftir að sumri tekur að halla. „Mér finnst ólíklegt að við verðum með opið yfir háveturinn. Ferðamannastraumurinn til Íslands virðist samt alltaf vera að aukast utan þessara hefðbundnu sumarmánuða svo við munum horfa á þetta með opnum huga,“ segir veitingamaðurinn væntanlegi við Seljalandsfoss. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Tvenn hjón opna í næstu viku veitingavagn við Seljalandsfoss. Auk skyndibita og minjagripa selja þau regnslár fyrir þá sem ganga undir fossinn. Þau telja mikla eftirspurn eftir þjónustunni sem býðst með þessum fyrsta söluvagni á staðnum. „Það hafa margir spekúlerað og velt fyrir sér í mörg ár af hverju það er ekkert við fossinn,“ segir Elísabet Þorvaldsdóttir, um tilkomu veitingavagns sem opna á við Seljalandsfoss í næstu viku. Veitingavagninn mun Elísabet starfrækja ásamt manni sínum Heimi Hálfdanarsyni og vinahjónum þeirra; Kristínu Guðbjartsdóttur og Atla Má Bjarnasyni. „Við ætlum að vera með það helsta sem verið er að selja í svona vögnum; kaffi, gos, samlokur, pylsur og súpu og eitthvað af minjagripum og ferðamannavörum að ógleymdum einnota regnslám fyrir þá sem vilja fara á bak við foss og eru ekki með útbúnað í það. Maður blotnar alltaf bak við foss,“ segir Elísabet um vöruúrvalið. Margir sem gengið hafa bak við Seljalandsfoss hafa lent í því að aðrir fossgöngumenn biðja þá að smella af þeim ljósmynd. Spurð hvort boðið verði upp á slíka þjónustu að fossbaki segir Elísabet það einmitt hafa komið til tals. „Það eru framtíðar pælingar. Það er ýmsar hugmyndir í gangi, þetta er bara byrjunin,“ svarar hún. Eiginmaður Elísabetar er frá Seljalandi og einn eigenda jarðarinnar sem er þríbýl og á skikann í kring um Seljalandsfoss í óskiptri sameign með Seljalandsseli. Aðrir landeigendur hafa veitt sitt samþykki eins og Rangárþing eystra gerði að skilyrði þegar sveitarfélagið veitti stöðuleyfi fyrir veitingavagninum fram til 1. október. Elísabet segir óvíst hversu lengi veitingavagninn verður opinn eftir að sumri tekur að halla. „Mér finnst ólíklegt að við verðum með opið yfir háveturinn. Ferðamannastraumurinn til Íslands virðist samt alltaf vera að aukast utan þessara hefðbundnu sumarmánuða svo við munum horfa á þetta með opnum huga,“ segir veitingamaðurinn væntanlegi við Seljalandsfoss.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira