Sýnum það sem við viljum sýna Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. júní 2013 12:00 Börkur í i8. Í bakgrunni er verk eftir Karin Sander, einn listamannanna á mála hjá galleríinu. Í stórborgum heimsins safnast gallerí saman í sérstök hverfi. Við ráp á milli þeirra verður maður vitni að því að gallerírekstur er atvinnugrein, sem nærist á sköpunarverki myndlistarmanna. Þar vinnur fjöldi fólks og listafólkið, sem er á mála hjá galleríunum, er miklu fleira.Gallerí i8 við Tryggvagötu smellpassar inn í þessa mynd. Það myndi sóma sér vel í Chelsea, gamla hafnarhverfinu á Manhattan, miðstöð heimslistarinnar. Börkur Arnarson er maðurinn á bak við starfsemi i8. Sex manns vinna þar alla daga og 22 listamenn eru á skrá, stór nöfn innan listaheimsins og þar á meðal listamenn sem safnarar um allan heim kaupa verk af fyrir háar upphæðir. Vinnan fer ekki bara fram í galleríinu og á vinnustofum listamannanna, heldur ekki síður á sýningum og myndlistarkaupstefnum austan hafs og vestan og nú síðast í Mið- og Suður-Ameríku. Undanfarin ár hafa tveir þriðju hlutar teknanna verið í sölum til erlendra viðskiptavina. Það er í samræmi við þá staðreynd, sem kreditkortafyrirtækin greindu frá nýlega, að á árinu hefur orðið um 63 prósenta aukning í erlendri kortaveltu vegna listaverkakaupa í söfnum og galleríum.Ástríða fyrir myndlist „Stærsti kúnnahópurinn okkar er fólk sem hefur ástríðu fyrir myndlist – fólk héðan og þaðan. Við í galleríinu erum haldin sömu ástríðu. Við sýnum aldrei neitt nema okkur þyki það framúrskarandi. Þannig vegnar manni vel í þessum bransa, maður býr sér til skýra línu.“ Þetta segir Börkur Arnarson, galleríistinn í i8, sem sérhæfir sig í samtímalist. Móðir Barkar, Edda Jónsdóttir, setti galleríið á stofn 1995. Hún er metnaðarfull og lagði mjög ákveðna línu, sem enn er fylgt „Þetta var ástríða. Mamma er listamaður sjálf. Hún fór að hafa meiri áhuga á list annarra en sinni eigin og hún hefur gott auga. Hún gerði þetta algjörlega á sínum forsendum, sem var alveg nýtt.“ Á fyrstu árum i8 fundust hér á landi einvörðungu sýningarsalir sem listafólk gat leigt, raunar bara Kjarvalsstaðir um tíma. Fólk hafði reynt að setja á fót metnaðarfull gallerí með nútímalist en gefist upp. „Mamma sýndi það sem hún vildi sýna. Hún bauð listamönnunum að sýna hjá sér, prentaði boðskortin, bjó til bæklingana og keypti hvítvínið. Hún fór að gera það sem gallerí víðs vegar um heiminn gera. Svo fórum við að fara á messur í Evrópu og svona. Sumum fannst hún alveg galin.“Starfsmenn setja upp sýningu Ólafs Elíassonar.Í vinnu hjá listamönnunum Nú selur Gallerí i8 myndlist fyrir hundruð milljóna króna á hverju ári „Ég held að við höfum ekki farið yfir tíu milljónir fyrstu árin og þau voru mörg. Þetta var ansi dýrt hobbí,“ segir Börkur. Reksturinn leynir á sér og er svolítið klikkaður. Til dæmis fara meira en tíu milljónir á ári í trékassa, pakkningar utan um verk sem send eru um lönd og álfur. „En núna gengur vel. Línuritið er svolítið eins og í teiknimynd. Fyrst var þetta flöt, löng lína,“ segir Börkur, greinilega forviða á upprifjuninni.Ekki búð Börkur ólst upp á heimili með verkum samtímalistamanna og segir það hafa gefið sér mikið. „Þetta snýst ekki um að skreyta heimilið sitt. Fólk er að hugsa. Verkin kveikja á vangaveltum eða kynda undir tilfinningum sem fátt annað gerir. Fólk er hrætt við að kaupa myndlist vegna þess að því finnst það þurfa að skilja allt, en þetta snýst ekki bara um það. Oft er í góðu lagi að skilja ekki – leggja sinn eigin skilning í verkið. Maður hlustar á tónlist og finnur fljótt hvort hún gerir eitthvað fyrir mann. Fólk leyfir sér alltof sjaldan að láta myndlistina gera það sama.“ Hópurinn sem áhuga hefur á nútímalist er tiltölulega þröngur. Örfáir ástríðufullir safnarar í öllum löndum eru hryggjarstykkið í afkomu gallería sem selja nútímalist. Fæstir þeirra velta fyrir sér fjárfestingu þegar þeir kaupa verk. Þeir hrífast af listaverkum og bindast ákveðnum listamönnum tryggðaböndum. „Margir leggja mikið á sig til að eignast verkin,“ segir Börkur. Aftur á móti hangir fjárfestingin á sömu spýtu. Þjálfað auga safnarans sem sækir messur, söfn og sýningar hefur auðvitað ákveðið forskot á markaðnum. Öll þekkjum við sögur um gríðarlega ávöxtun á fjárfestingu í listum. Þær rata á forsíður stærstu dagblaða. Verðmetin falla hvert af öðru á uppboðum í London og New York. Þar endurspeglast þegar listamanni vex ásmegin. Verð verkanna getur orðið himinhátt – hreint lygilegt. Engin takmörk eru fyrir því hvað einstaka auðugir safnarar eru reiðubúnir að borga fyrir list – stundum verk sem kostuðu slyngan safnara eða heppinn kaupanda litla peninga örfáum árum áður. Verk sumra listamannanna sem eru á mála hjá i8 hafa selst fyrir tugi milljóna króna – marga tugi – til dæmis Roni Horn, Ernesto Neto, Lawrence Weiner og auðvitað Ólafur Elíasson, sem nú sýnir í i8. Nýlega birtust fréttir um að ítalskur safnari hefði keypt verk eftir Ragnar Kjartansson, sem metið var á 250 þúsund Bandaríkjadali, um 30 milljónir króna. Hvort uppsett verð var greitt, fylgdi ekki sögunni. Börkur gefur ekkert upp. Safnarinn sem gerir sér grein fyrir hver er næsti Ólafur Elíasson er á grænni grein. En óvissan er mikil. Enn hefur ekki heyrst af fjárfesti sem er óskeikull. Safnarar segja gjarnan að það sé ekki sama augað sem ræður för hjá fjárfesti og safnara þó að þeir rói á sömu mið. Líklega hafa þeir sem náð hafa bestum árangri lítið hugað að ávöxtun verkanna sem þeir kaupa. Þeir hafa ekki stundað kalkúleruð veðmál heldur látið tilfinninguna ráða – verkið hefur heillað þá. Ef það er haft að leiðarljósi er ekki hægt að tapa hvað sem verðmiðanum líður. „Verkið heldur áfram að vinna sína vinnu fyrir eigandann heima í stofu,“ bætir Börkur við. Safnarar segja gjarnan að þeim þyki ekki síður mikið til þeirra verka koma, sem ekki ná hæstu hæðum á markaðnum.Börkur Arnarson og tvö verk eftir Ólaf Elíasson.Að fela sprungu í vegg „Það er ósköp eðlilegt að myndlist sé ekki fyrir alla, en það sem er leiðinlegt er að hún sé ekki fyrir fleiri,“ segir Börkur og brosir. „En já, mér finnst erfitt að skilja að upplýst fólk sé ekki spenntara fyrir nútímamyndlist. Fólk hengir mynd upp á vegg eins og skraut eða til að fela sprungu á veggnum, en það er svo miklu meira í þessu.“ Börkur talar einnig um hlut fjölmiðla. „Ég skil ekki þá áráttu fjölmiðla að halda listum sér. Mér finnst öll list vera hluti af daglegu lífi og þess vegna eiga heima í fréttum, alveg eins og aflabrögð og pólitík.“ Hann segir Íslendinga eiga mikið af flottum listamönnum í myndlist, tónlist og bókmenntum. „Maður heyrir fólk bera saman Frakkland og Ísland – og það man færri nöfn á myndlistarmönnum þaðan en héðan.“ Það er mikil gróska í skapandi greinum á Íslandi, eins og Börkur segir. „Útlendur vinur minn orðaði það þannig í stríðnistóni, að það væri makalaus gróska í listalífinu í næstum mannlausu landi.“ Menning Mest lesið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í stórborgum heimsins safnast gallerí saman í sérstök hverfi. Við ráp á milli þeirra verður maður vitni að því að gallerírekstur er atvinnugrein, sem nærist á sköpunarverki myndlistarmanna. Þar vinnur fjöldi fólks og listafólkið, sem er á mála hjá galleríunum, er miklu fleira.Gallerí i8 við Tryggvagötu smellpassar inn í þessa mynd. Það myndi sóma sér vel í Chelsea, gamla hafnarhverfinu á Manhattan, miðstöð heimslistarinnar. Börkur Arnarson er maðurinn á bak við starfsemi i8. Sex manns vinna þar alla daga og 22 listamenn eru á skrá, stór nöfn innan listaheimsins og þar á meðal listamenn sem safnarar um allan heim kaupa verk af fyrir háar upphæðir. Vinnan fer ekki bara fram í galleríinu og á vinnustofum listamannanna, heldur ekki síður á sýningum og myndlistarkaupstefnum austan hafs og vestan og nú síðast í Mið- og Suður-Ameríku. Undanfarin ár hafa tveir þriðju hlutar teknanna verið í sölum til erlendra viðskiptavina. Það er í samræmi við þá staðreynd, sem kreditkortafyrirtækin greindu frá nýlega, að á árinu hefur orðið um 63 prósenta aukning í erlendri kortaveltu vegna listaverkakaupa í söfnum og galleríum.Ástríða fyrir myndlist „Stærsti kúnnahópurinn okkar er fólk sem hefur ástríðu fyrir myndlist – fólk héðan og þaðan. Við í galleríinu erum haldin sömu ástríðu. Við sýnum aldrei neitt nema okkur þyki það framúrskarandi. Þannig vegnar manni vel í þessum bransa, maður býr sér til skýra línu.“ Þetta segir Börkur Arnarson, galleríistinn í i8, sem sérhæfir sig í samtímalist. Móðir Barkar, Edda Jónsdóttir, setti galleríið á stofn 1995. Hún er metnaðarfull og lagði mjög ákveðna línu, sem enn er fylgt „Þetta var ástríða. Mamma er listamaður sjálf. Hún fór að hafa meiri áhuga á list annarra en sinni eigin og hún hefur gott auga. Hún gerði þetta algjörlega á sínum forsendum, sem var alveg nýtt.“ Á fyrstu árum i8 fundust hér á landi einvörðungu sýningarsalir sem listafólk gat leigt, raunar bara Kjarvalsstaðir um tíma. Fólk hafði reynt að setja á fót metnaðarfull gallerí með nútímalist en gefist upp. „Mamma sýndi það sem hún vildi sýna. Hún bauð listamönnunum að sýna hjá sér, prentaði boðskortin, bjó til bæklingana og keypti hvítvínið. Hún fór að gera það sem gallerí víðs vegar um heiminn gera. Svo fórum við að fara á messur í Evrópu og svona. Sumum fannst hún alveg galin.“Starfsmenn setja upp sýningu Ólafs Elíassonar.Í vinnu hjá listamönnunum Nú selur Gallerí i8 myndlist fyrir hundruð milljóna króna á hverju ári „Ég held að við höfum ekki farið yfir tíu milljónir fyrstu árin og þau voru mörg. Þetta var ansi dýrt hobbí,“ segir Börkur. Reksturinn leynir á sér og er svolítið klikkaður. Til dæmis fara meira en tíu milljónir á ári í trékassa, pakkningar utan um verk sem send eru um lönd og álfur. „En núna gengur vel. Línuritið er svolítið eins og í teiknimynd. Fyrst var þetta flöt, löng lína,“ segir Börkur, greinilega forviða á upprifjuninni.Ekki búð Börkur ólst upp á heimili með verkum samtímalistamanna og segir það hafa gefið sér mikið. „Þetta snýst ekki um að skreyta heimilið sitt. Fólk er að hugsa. Verkin kveikja á vangaveltum eða kynda undir tilfinningum sem fátt annað gerir. Fólk er hrætt við að kaupa myndlist vegna þess að því finnst það þurfa að skilja allt, en þetta snýst ekki bara um það. Oft er í góðu lagi að skilja ekki – leggja sinn eigin skilning í verkið. Maður hlustar á tónlist og finnur fljótt hvort hún gerir eitthvað fyrir mann. Fólk leyfir sér alltof sjaldan að láta myndlistina gera það sama.“ Hópurinn sem áhuga hefur á nútímalist er tiltölulega þröngur. Örfáir ástríðufullir safnarar í öllum löndum eru hryggjarstykkið í afkomu gallería sem selja nútímalist. Fæstir þeirra velta fyrir sér fjárfestingu þegar þeir kaupa verk. Þeir hrífast af listaverkum og bindast ákveðnum listamönnum tryggðaböndum. „Margir leggja mikið á sig til að eignast verkin,“ segir Börkur. Aftur á móti hangir fjárfestingin á sömu spýtu. Þjálfað auga safnarans sem sækir messur, söfn og sýningar hefur auðvitað ákveðið forskot á markaðnum. Öll þekkjum við sögur um gríðarlega ávöxtun á fjárfestingu í listum. Þær rata á forsíður stærstu dagblaða. Verðmetin falla hvert af öðru á uppboðum í London og New York. Þar endurspeglast þegar listamanni vex ásmegin. Verð verkanna getur orðið himinhátt – hreint lygilegt. Engin takmörk eru fyrir því hvað einstaka auðugir safnarar eru reiðubúnir að borga fyrir list – stundum verk sem kostuðu slyngan safnara eða heppinn kaupanda litla peninga örfáum árum áður. Verk sumra listamannanna sem eru á mála hjá i8 hafa selst fyrir tugi milljóna króna – marga tugi – til dæmis Roni Horn, Ernesto Neto, Lawrence Weiner og auðvitað Ólafur Elíasson, sem nú sýnir í i8. Nýlega birtust fréttir um að ítalskur safnari hefði keypt verk eftir Ragnar Kjartansson, sem metið var á 250 þúsund Bandaríkjadali, um 30 milljónir króna. Hvort uppsett verð var greitt, fylgdi ekki sögunni. Börkur gefur ekkert upp. Safnarinn sem gerir sér grein fyrir hver er næsti Ólafur Elíasson er á grænni grein. En óvissan er mikil. Enn hefur ekki heyrst af fjárfesti sem er óskeikull. Safnarar segja gjarnan að það sé ekki sama augað sem ræður för hjá fjárfesti og safnara þó að þeir rói á sömu mið. Líklega hafa þeir sem náð hafa bestum árangri lítið hugað að ávöxtun verkanna sem þeir kaupa. Þeir hafa ekki stundað kalkúleruð veðmál heldur látið tilfinninguna ráða – verkið hefur heillað þá. Ef það er haft að leiðarljósi er ekki hægt að tapa hvað sem verðmiðanum líður. „Verkið heldur áfram að vinna sína vinnu fyrir eigandann heima í stofu,“ bætir Börkur við. Safnarar segja gjarnan að þeim þyki ekki síður mikið til þeirra verka koma, sem ekki ná hæstu hæðum á markaðnum.Börkur Arnarson og tvö verk eftir Ólaf Elíasson.Að fela sprungu í vegg „Það er ósköp eðlilegt að myndlist sé ekki fyrir alla, en það sem er leiðinlegt er að hún sé ekki fyrir fleiri,“ segir Börkur og brosir. „En já, mér finnst erfitt að skilja að upplýst fólk sé ekki spenntara fyrir nútímamyndlist. Fólk hengir mynd upp á vegg eins og skraut eða til að fela sprungu á veggnum, en það er svo miklu meira í þessu.“ Börkur talar einnig um hlut fjölmiðla. „Ég skil ekki þá áráttu fjölmiðla að halda listum sér. Mér finnst öll list vera hluti af daglegu lífi og þess vegna eiga heima í fréttum, alveg eins og aflabrögð og pólitík.“ Hann segir Íslendinga eiga mikið af flottum listamönnum í myndlist, tónlist og bókmenntum. „Maður heyrir fólk bera saman Frakkland og Ísland – og það man færri nöfn á myndlistarmönnum þaðan en héðan.“ Það er mikil gróska í skapandi greinum á Íslandi, eins og Börkur segir. „Útlendur vinur minn orðaði það þannig í stríðnistóni, að það væri makalaus gróska í listalífinu í næstum mannlausu landi.“
Menning Mest lesið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira