Fleiri megavött með nýrri tækni Svavar Hávarðsson skrifar 14. júní 2013 06:00 Uppsett afl er 303 megavött. Nú eru framleidd 276 megavött í virkjuninni, en meiri gufu þarf til að halda uppi fullum afköstum. Til þess vill Orkuveitan tengja virkjunina við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn. Sú framkvæmd þarf líklega að fara í umhverfismat. Fréttablaðið/gva Nær mat á umhverfisáhrifum að dekka alla framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar? Fyrsti fundur nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar var haldinn sameiginlega á miðvikudag og var vinnslugeta Hellisheiðarvirkjunar til umfjöllunar. Staða virkjunarinnar hefur vakið ýmsar spurningar, án þess að við þeim hafi verið gefið einhlítt svar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá bar Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fram þá spurningu á fundinum hvort öll raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar, en uppsett afl hennar er 303 megavött, hefði fallið undir gildandi mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. „Var það ekki einfaldlega þannig að það fór ákveðin stærð í umhverfismat, síðan var samt sem áður gengið lengra án umhverfismats. Síðan hafa menn verið að ganga of langt, og langt umfram það sem fjallað var um í umhverfismatinu,“ bætti Kristján við.Tæknilegur ávinningur Árið 2004 kvað Skipulagsstofnun upp úrskurð vegna virkjunar á Hellisheiði sem gerði ráð fyrir 120 megavatta (MW) rafmagnsframleiðslu og 400 MW heitavatnsframleiðslu. Árið 2006 kvað stofnunin upp úrskurð um 120 MW stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun fékk stofnunin þess utan sent erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) annars vegar árið 2005, þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir tæknilegri breytingu á Hellisheiðarvirkjun sem gerði ráð fyrir að lágþrýstivél væri bætt við vinnsluna sem áætlað var að myndi auka rafmagnsframleiðslu um allt að 40 MW. Skipulagsstofnun taldi að breytingarnar væru ekki tilkynningarskyldar til ákvörðunar um matsskyldu þar sem fyrir lá, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um væri að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 40 MW, úr 120 MW framleiðslu í 160 MW, myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum virkjunar á Hellisheiði. Hins vegar fékk Skipulagsstofnun erindi frá OR árið 2007 þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir áformum um aukningu rafmagnsframleiðslu um 30 MW með því að hækka rekstur á hverri vélasamstæðu úr 40 MW í 45 MW. Skipulagsstofnun taldi að þessi áform væru ekki tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt lögum. Stofnunin taldi að ljóst væri, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um yrði að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 30 MW myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif annars eðlis eða meiri umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum ofangreindra framkvæmda við virkjun og stækkun. Þannig hefur komið til umfjöllunar Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum alls um 310 MW rafmagnsframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar og 400 MW heitavatnsframleiðsla.Kunnuglegt stef Ýmsir óvissuþættir voru til staðar þegar úrskurðir vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun voru gerðir, og má lesa í ítarlegum úrskurðum Skipulagsstofnunar. Þeir hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem hafa fylgst með umræðunni um vanda virkjunarinnar nú áratug síðar. Skipulagsstofnun taldi ljóst að sú jarðhitavinnsla sem fyrirhuguð var á Hellisheiði í byrjun mætti túlka sem ágenga vinnslustefnu. „Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um áhrif 120 MW virkjunar á Hellisheiði á jarðhitakerfið hefði að mati stofnunarinnar verið ákjósanlegra í upphafi að ráðast í virkjun minni áfanga, til dæmis 40 MW áfanga. Þannig hefði verið unnt að meta betur viðbrögð kerfisins við vinnslu og fyrir lægi betri grunnur til að byggja á frekari nýtingu svæðisins, auk minni óvissu um áhrif nýtingar,“ segir í fyrri úrskurðinum frá 2004. Skortur á þekkingu og reynslu af rekstri jarðhitavirkjana setti enn fremur spurningarmerki við hraða framkvæmdarinnar, að mati Skipulagsstofnunar á þeim tíma. Fréttaskýringar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Nær mat á umhverfisáhrifum að dekka alla framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar? Fyrsti fundur nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar var haldinn sameiginlega á miðvikudag og var vinnslugeta Hellisheiðarvirkjunar til umfjöllunar. Staða virkjunarinnar hefur vakið ýmsar spurningar, án þess að við þeim hafi verið gefið einhlítt svar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá bar Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fram þá spurningu á fundinum hvort öll raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar, en uppsett afl hennar er 303 megavött, hefði fallið undir gildandi mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. „Var það ekki einfaldlega þannig að það fór ákveðin stærð í umhverfismat, síðan var samt sem áður gengið lengra án umhverfismats. Síðan hafa menn verið að ganga of langt, og langt umfram það sem fjallað var um í umhverfismatinu,“ bætti Kristján við.Tæknilegur ávinningur Árið 2004 kvað Skipulagsstofnun upp úrskurð vegna virkjunar á Hellisheiði sem gerði ráð fyrir 120 megavatta (MW) rafmagnsframleiðslu og 400 MW heitavatnsframleiðslu. Árið 2006 kvað stofnunin upp úrskurð um 120 MW stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun fékk stofnunin þess utan sent erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) annars vegar árið 2005, þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir tæknilegri breytingu á Hellisheiðarvirkjun sem gerði ráð fyrir að lágþrýstivél væri bætt við vinnsluna sem áætlað var að myndi auka rafmagnsframleiðslu um allt að 40 MW. Skipulagsstofnun taldi að breytingarnar væru ekki tilkynningarskyldar til ákvörðunar um matsskyldu þar sem fyrir lá, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um væri að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 40 MW, úr 120 MW framleiðslu í 160 MW, myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum virkjunar á Hellisheiði. Hins vegar fékk Skipulagsstofnun erindi frá OR árið 2007 þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir áformum um aukningu rafmagnsframleiðslu um 30 MW með því að hækka rekstur á hverri vélasamstæðu úr 40 MW í 45 MW. Skipulagsstofnun taldi að þessi áform væru ekki tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt lögum. Stofnunin taldi að ljóst væri, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um yrði að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 30 MW myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif annars eðlis eða meiri umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum ofangreindra framkvæmda við virkjun og stækkun. Þannig hefur komið til umfjöllunar Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum alls um 310 MW rafmagnsframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar og 400 MW heitavatnsframleiðsla.Kunnuglegt stef Ýmsir óvissuþættir voru til staðar þegar úrskurðir vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun voru gerðir, og má lesa í ítarlegum úrskurðum Skipulagsstofnunar. Þeir hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem hafa fylgst með umræðunni um vanda virkjunarinnar nú áratug síðar. Skipulagsstofnun taldi ljóst að sú jarðhitavinnsla sem fyrirhuguð var á Hellisheiði í byrjun mætti túlka sem ágenga vinnslustefnu. „Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um áhrif 120 MW virkjunar á Hellisheiði á jarðhitakerfið hefði að mati stofnunarinnar verið ákjósanlegra í upphafi að ráðast í virkjun minni áfanga, til dæmis 40 MW áfanga. Þannig hefði verið unnt að meta betur viðbrögð kerfisins við vinnslu og fyrir lægi betri grunnur til að byggja á frekari nýtingu svæðisins, auk minni óvissu um áhrif nýtingar,“ segir í fyrri úrskurðinum frá 2004. Skortur á þekkingu og reynslu af rekstri jarðhitavirkjana setti enn fremur spurningarmerki við hraða framkvæmdarinnar, að mati Skipulagsstofnunar á þeim tíma.
Fréttaskýringar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði