Lýðskrum Ögmundur Jónasson skrifar 21. júní 2013 06:00 Eftir að ég – ásamt fleirum – lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að því yrði beint til Íbúðalánasjóðs og samsvarandi áskorun send til lífeyrissjóða og fjármálastofnana „að fresta öllum innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum uns niðurstaða liggur fyrir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna“, hef ég orðið þess var að þetta sé túlkað sem hið versta lýðskrum. Ég sé nýkominn úr ríkisstjórn, hvers vegna hafi ég ekki beitt mér fyrir þessu á meðan ég átti þar sæti. Staðreyndirnar eru hins vegar þessar: Fyrri ríkisstjórn gekkst fyrir tímabundinni frystingu af þessu tagi upp úr hruninu eða þar til að ætla mætti að þau úrræði sem gripið var til væru farin að koma til framkvæmda. Frystingin var síðan framlengd að minni tillögu. Allt kjörtímabilið var unnið að því að taka á lánamálunum, nú síðast lánsveðunum, sem kostaði langvinnar og erfiðar samningaviðræður við lífeyrissjóðina en skilaði á endanum árangri.Almennri niðurfærslu hafnað Öllum var ljóst að þessi mál yrðu ekki leyst í eitt skipti fyrir öll. Því miður náðist ekki samstaða um almenna niðurfærslu lána eins og Hagsmunasamtök heimilanna kröfðust en það hefði að mínum dómi kallað á að neyðarlögin yrðu látin taka til lánamarkaðarins. Það var okkar ógæfa að fara ekki þá leið í upphafi en gegn henni var andstaða, einkum og sérílagi af hálfu AGS, en einnig var ekki einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að þetta væri rétt. Smám saman varð mönnum hins vegar ljóst, og endanlega haustið 2010, eftir strangar viðræður við fjármálafyrirtækin, að almenna niðurfærslu myndu þau aldrei fallast á í samkomulagi og hótuðu lögsókn ef þetta yrði reynt með lagasetningu. Enn harðdrægari voru lífeyrissjóðirnir sem veifuðu eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við svo búið var farin sú leið að skattleggja fjármálafyrirtækin og fjármagna þannig að hluta til sérstakar vaxtabætur sem komu til útgreiðslu ofan á almennar vaxtabætur. Þessar stórauknu vaxtabætur komu skuldugu fólki að sjálfsögðu að góðum notum og þyrftu þær að vera viðvarandi eða þar til aðrar lausnir kæmu til sögunnar. Í aðdraganda kosninganna viðraði VG nýja útfærslu hvað þetta varðar án þess þó að sver loforð væru gefin.Ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu Öðru máli gegndi um Framsóknarflokkinn. Hann lofaði stórfelldri lækkun á höfuðstól lána. Þegar flokkurinn síðan komst til valda á grundvelli þessara loforða og Sjálfstæðisflokkurinn gekkst inn á þessa nálgun, sköpuðust nýjar aðstæður. Fyrir fólk sem komið er í greiðsluþrot eða er í þann veginn að missa heimili sitt skiptir sköpum að fá boðaða úrlausn sem allra fyrst, megi það verða til að forða frá heimilismissi eða gjaldþroti. Einnig skal halda því til haga að ákveðin biðstaða myndaðist á fasteignamarkaði og í úrvinnslu greiðsluerfiðleikamála eftir að ríkisstjórnin var mynduð. Ástæðan er m.a. væntingar einstaklinga til þess að fá lausn sinna mála. Þetta er skýringin á umræddri þingsályktunartillögu sem gengur út á að á meðan úrræði ríkisstjórnarinnar eru í vinnslu verði Íbúðalánasjóði gefin fyrrgreind fyrirmæli og lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum send samsvarandi áskorun. Oft var farið þess á leit við mig sem innanríkisráðherra að ég stöðvaði dómsmál sem komin voru í ferli án þess að ég hefði til þess nokkra heimild. Ég tel reyndar að menn hafi einblínt um of á dómskerfið en ekki horft til sjálfra gerendanna, það er kröfuhafanna. Það er til þeirra sem lagt er til að nú verði horft.Trúa ekki orðum ríkisstjórnarinnar Ef einhverjum finnst þetta vera lýðskrum þá þykir mér það jafngilda yfirlýsingu um að viðkomandi trúi ekki orði af því sem ríkisstjórnin hefur lofað. Ef loforð og heitstrengingar ríkisstjórnarinnar eru bara orðin tóm þá er að sjálfsögðu tómt mál að tala um frestun á aðför. Ég er hins vegar í hópi þeirra sem vilja trúa því að ríkisstjórnin taki sjálfa sig alvarlega. Ef hún gerir það mun hún sjá skynsemina í því að reyna að telja lánamarkaðinn á að fresta innheimtuaðgerðum og uppboðum þar til ríkisstjórnin er tilbúin með tillögur sínar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Eftir að ég – ásamt fleirum – lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að því yrði beint til Íbúðalánasjóðs og samsvarandi áskorun send til lífeyrissjóða og fjármálastofnana „að fresta öllum innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum uns niðurstaða liggur fyrir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna“, hef ég orðið þess var að þetta sé túlkað sem hið versta lýðskrum. Ég sé nýkominn úr ríkisstjórn, hvers vegna hafi ég ekki beitt mér fyrir þessu á meðan ég átti þar sæti. Staðreyndirnar eru hins vegar þessar: Fyrri ríkisstjórn gekkst fyrir tímabundinni frystingu af þessu tagi upp úr hruninu eða þar til að ætla mætti að þau úrræði sem gripið var til væru farin að koma til framkvæmda. Frystingin var síðan framlengd að minni tillögu. Allt kjörtímabilið var unnið að því að taka á lánamálunum, nú síðast lánsveðunum, sem kostaði langvinnar og erfiðar samningaviðræður við lífeyrissjóðina en skilaði á endanum árangri.Almennri niðurfærslu hafnað Öllum var ljóst að þessi mál yrðu ekki leyst í eitt skipti fyrir öll. Því miður náðist ekki samstaða um almenna niðurfærslu lána eins og Hagsmunasamtök heimilanna kröfðust en það hefði að mínum dómi kallað á að neyðarlögin yrðu látin taka til lánamarkaðarins. Það var okkar ógæfa að fara ekki þá leið í upphafi en gegn henni var andstaða, einkum og sérílagi af hálfu AGS, en einnig var ekki einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að þetta væri rétt. Smám saman varð mönnum hins vegar ljóst, og endanlega haustið 2010, eftir strangar viðræður við fjármálafyrirtækin, að almenna niðurfærslu myndu þau aldrei fallast á í samkomulagi og hótuðu lögsókn ef þetta yrði reynt með lagasetningu. Enn harðdrægari voru lífeyrissjóðirnir sem veifuðu eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við svo búið var farin sú leið að skattleggja fjármálafyrirtækin og fjármagna þannig að hluta til sérstakar vaxtabætur sem komu til útgreiðslu ofan á almennar vaxtabætur. Þessar stórauknu vaxtabætur komu skuldugu fólki að sjálfsögðu að góðum notum og þyrftu þær að vera viðvarandi eða þar til aðrar lausnir kæmu til sögunnar. Í aðdraganda kosninganna viðraði VG nýja útfærslu hvað þetta varðar án þess þó að sver loforð væru gefin.Ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu Öðru máli gegndi um Framsóknarflokkinn. Hann lofaði stórfelldri lækkun á höfuðstól lána. Þegar flokkurinn síðan komst til valda á grundvelli þessara loforða og Sjálfstæðisflokkurinn gekkst inn á þessa nálgun, sköpuðust nýjar aðstæður. Fyrir fólk sem komið er í greiðsluþrot eða er í þann veginn að missa heimili sitt skiptir sköpum að fá boðaða úrlausn sem allra fyrst, megi það verða til að forða frá heimilismissi eða gjaldþroti. Einnig skal halda því til haga að ákveðin biðstaða myndaðist á fasteignamarkaði og í úrvinnslu greiðsluerfiðleikamála eftir að ríkisstjórnin var mynduð. Ástæðan er m.a. væntingar einstaklinga til þess að fá lausn sinna mála. Þetta er skýringin á umræddri þingsályktunartillögu sem gengur út á að á meðan úrræði ríkisstjórnarinnar eru í vinnslu verði Íbúðalánasjóði gefin fyrrgreind fyrirmæli og lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum send samsvarandi áskorun. Oft var farið þess á leit við mig sem innanríkisráðherra að ég stöðvaði dómsmál sem komin voru í ferli án þess að ég hefði til þess nokkra heimild. Ég tel reyndar að menn hafi einblínt um of á dómskerfið en ekki horft til sjálfra gerendanna, það er kröfuhafanna. Það er til þeirra sem lagt er til að nú verði horft.Trúa ekki orðum ríkisstjórnarinnar Ef einhverjum finnst þetta vera lýðskrum þá þykir mér það jafngilda yfirlýsingu um að viðkomandi trúi ekki orði af því sem ríkisstjórnin hefur lofað. Ef loforð og heitstrengingar ríkisstjórnarinnar eru bara orðin tóm þá er að sjálfsögðu tómt mál að tala um frestun á aðför. Ég er hins vegar í hópi þeirra sem vilja trúa því að ríkisstjórnin taki sjálfa sig alvarlega. Ef hún gerir það mun hún sjá skynsemina í því að reyna að telja lánamarkaðinn á að fresta innheimtuaðgerðum og uppboðum þar til ríkisstjórnin er tilbúin með tillögur sínar.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun