Ísland togaði í okkur Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júlí 2013 07:00 Gunnar Magnússon ætlar sér stóra hluti með ÍBV en Eyjamenn eru strax farnir að skoða aðra leikmenn til að styrkja liðið fyrir koma ndi átök. Mynd/Vilhelm Eyjamenn hafa gengið frá samningi við þjálfarann Gunnar Magnússon og mun hann taka við meistaraflokki ÍBV sem og 2. flokki á næsta tímabili. Gunnar mun einnig vera yfirþjálfari handboltaakademíu ÍBV. „Þetta gerðist allt rosalega fljótt og allt í einu vorum við fjölskyldan á leiðinni heim til Íslands,“ sagði Gunnar Magnússon, nýráðinn þjálfari ÍBV. „Eyjamenn voru í þjálfaraleit og við vorum í raun að huga að heimleið, svo þetta gerðist allt nokkuð fljótlega.“ Akureyringurinn Jónatan Magnússon hefur undanfarin ár verið leikmaður Kristiansund en mun núna snúa sér að þjálfun og tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni. „Það hentaði vel á þessum tímapunkti að Jonni [Jónatan Magnússon] tæki við liðinu, en hann hefur verið að búa sig síðastliðin þrjú ár undir það verkefni. Ég hef verið í Noregi í þrjú frábær ár en maður var farinn að huga að breytingum. Þegar starfið bauðst í Vestmannaeyjum fór ég strax í það að ræða við klúbbinn og Jónatan og þeir í raun hleyptu mér heim.“ Eyjamenn fóru upp í N1-deildina í vor og verða því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson stýrðu báðir ÍBV á síðustu leiktíð en sá síðarnefndi tók við austurríska liðinu SG Insigni Westwien á dögunum. Gunnar Magnússon mun því stýra ÍBV ásamt Arnari Péturssyni og verða þeir báðir aðalþjálfarar liðsins. „Þetta er spennandi verkefni sem er í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég tók við liðinu. Ég hafði verið í sambandi við önnur lið í Noregi og annars staðar en ÍBV var vænlegasti kosturinn bæði handboltalega og fjölskyldulega. Konan mín er ættuð frá Vestmannaeyjum og ég verð að viðurkenna að hún hafði mikið um þetta að segja. Dóttir mín byrjar í skóla í haust og að auki eignuðumst við okkar þriðja barn á fimmtudaginn svo Ísland var farið á kalla á okkur heim.“ ÍBV er með handboltaakademíu í Vestmannaeyjum sem hefur verið starfandi síðastliðin þrjú ár. Erlingur Richardsson var yfirþjálfari handboltaakademíu Eyjamanna og mun Gunnar Magnússon taka við þeirri stöðu. „Ég kem til með að fara í spor Erlings [Richardssonar] og mun stjórna liðinu ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn eru stórhuga og ætla að festa sig í sessi sem efstudeildarlið í framtíðinni. Það er mikið og öflugt starf úti í Eyjum og við munum styrkja mannskapinn fyrir komandi átök í N1-deildinni.“ Olís-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Eyjamenn hafa gengið frá samningi við þjálfarann Gunnar Magnússon og mun hann taka við meistaraflokki ÍBV sem og 2. flokki á næsta tímabili. Gunnar mun einnig vera yfirþjálfari handboltaakademíu ÍBV. „Þetta gerðist allt rosalega fljótt og allt í einu vorum við fjölskyldan á leiðinni heim til Íslands,“ sagði Gunnar Magnússon, nýráðinn þjálfari ÍBV. „Eyjamenn voru í þjálfaraleit og við vorum í raun að huga að heimleið, svo þetta gerðist allt nokkuð fljótlega.“ Akureyringurinn Jónatan Magnússon hefur undanfarin ár verið leikmaður Kristiansund en mun núna snúa sér að þjálfun og tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni. „Það hentaði vel á þessum tímapunkti að Jonni [Jónatan Magnússon] tæki við liðinu, en hann hefur verið að búa sig síðastliðin þrjú ár undir það verkefni. Ég hef verið í Noregi í þrjú frábær ár en maður var farinn að huga að breytingum. Þegar starfið bauðst í Vestmannaeyjum fór ég strax í það að ræða við klúbbinn og Jónatan og þeir í raun hleyptu mér heim.“ Eyjamenn fóru upp í N1-deildina í vor og verða því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson stýrðu báðir ÍBV á síðustu leiktíð en sá síðarnefndi tók við austurríska liðinu SG Insigni Westwien á dögunum. Gunnar Magnússon mun því stýra ÍBV ásamt Arnari Péturssyni og verða þeir báðir aðalþjálfarar liðsins. „Þetta er spennandi verkefni sem er í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég tók við liðinu. Ég hafði verið í sambandi við önnur lið í Noregi og annars staðar en ÍBV var vænlegasti kosturinn bæði handboltalega og fjölskyldulega. Konan mín er ættuð frá Vestmannaeyjum og ég verð að viðurkenna að hún hafði mikið um þetta að segja. Dóttir mín byrjar í skóla í haust og að auki eignuðumst við okkar þriðja barn á fimmtudaginn svo Ísland var farið á kalla á okkur heim.“ ÍBV er með handboltaakademíu í Vestmannaeyjum sem hefur verið starfandi síðastliðin þrjú ár. Erlingur Richardsson var yfirþjálfari handboltaakademíu Eyjamanna og mun Gunnar Magnússon taka við þeirri stöðu. „Ég kem til með að fara í spor Erlings [Richardssonar] og mun stjórna liðinu ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn eru stórhuga og ætla að festa sig í sessi sem efstudeildarlið í framtíðinni. Það er mikið og öflugt starf úti í Eyjum og við munum styrkja mannskapinn fyrir komandi átök í N1-deildinni.“
Olís-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira