Aron enn á milli steins og sleggju Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2013 06:30 Aron verður í aðalhlutverki í framlínu AZ Alkmaar á næsta tímabili eftir að Jozy Altidore var seldur frá félaginu. nordicphotos/getty Aron Jóhannsson er kominn á fullt með hollenska liðinu AZ Alkmaar og hefur raðað inn mörkum fyrir liðið á undirbúningstímabilinu. Hann verður aðalframherji liðsins að öllu óbreyttu næsta tímabil og ljóst að forráðamenn liðsins hafa tröllatrú á fyrrverandi Fjölnismanninum. Aron, sem hefur spilað með U-21 landsliði Íslands, á enn eftir að ákveða hvort hann vilji fremur gefa kost á sér í íslenska A-landsliðið en það bandaríska. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og er með tvöfaldan ríkisborgararétt. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og hef lítið leitt hugann að þessu,“ segir Aron. „Ég vil fyrst og fremst standa mig vel hér úti og hitt verður bara að koma í ljós.“ Aron hefur áður verið valinn í landsliðið í stjórnartíð Lars Lagerbäck en gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Lagerbäck hefur þó margsagt að dyr landsliðsins standi Aroni ávallt opnar. Tímabilið hefst formlega í Hollandi á laugardaginn er AZ mætir Ajax í Johan Cruyf-bikarnum en þar meistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils. Aron kom til AZ frá danska liðinu AGF á síðasta tímabili þar sem hann sló í gegn. Aron kom þó meiddur til Hollands og spilaði ekki sinn fyrsta leik með liðinu fyrr en í marsmánuði. „Það er svolítið heitt hjá okkur hér úti en annars hef ég það bara gott,“ segir hann í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „Maður kvartar undan kuldanum allan veturinn en svo þegar sumarið kemur þá verður manni of heitt.“ Hann segist vera í toppstandi og að hann finni ekkert fyrir meiðslunum. „Nárinn hefur ekkert verið að angra mig og ég held að ég sé bara í toppstandi.“ Eftir að félagið seldi Bandaríkjamanninn Jozy Altidore eftir síðasta tímabil var ljóst að Aron yrði aðalframherji liðsins. „Það var alltaf planið að selja hann og treysta mér fyrir þessu hlutverki. Auðvitað getur svona lagað breyst en hingað til hefur mér gengið nokkuð vel, þó svo að við höfum verið að spila við misgóð lið í sumar,“ segir hann. AZ spilaði þó við tvö sterk lið á dögunum, hollenskt B-deildarlið og spænska liðið Getafe. Aron skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. „Það gefur manni aukið sjálfstraust og það er gott að finna fyrir trausti þjálfarans líka. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir tímabilinu, enda er planið að gera betur nú en á því síðasta.“ Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Aron Jóhannsson er kominn á fullt með hollenska liðinu AZ Alkmaar og hefur raðað inn mörkum fyrir liðið á undirbúningstímabilinu. Hann verður aðalframherji liðsins að öllu óbreyttu næsta tímabil og ljóst að forráðamenn liðsins hafa tröllatrú á fyrrverandi Fjölnismanninum. Aron, sem hefur spilað með U-21 landsliði Íslands, á enn eftir að ákveða hvort hann vilji fremur gefa kost á sér í íslenska A-landsliðið en það bandaríska. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og er með tvöfaldan ríkisborgararétt. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og hef lítið leitt hugann að þessu,“ segir Aron. „Ég vil fyrst og fremst standa mig vel hér úti og hitt verður bara að koma í ljós.“ Aron hefur áður verið valinn í landsliðið í stjórnartíð Lars Lagerbäck en gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Lagerbäck hefur þó margsagt að dyr landsliðsins standi Aroni ávallt opnar. Tímabilið hefst formlega í Hollandi á laugardaginn er AZ mætir Ajax í Johan Cruyf-bikarnum en þar meistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils. Aron kom til AZ frá danska liðinu AGF á síðasta tímabili þar sem hann sló í gegn. Aron kom þó meiddur til Hollands og spilaði ekki sinn fyrsta leik með liðinu fyrr en í marsmánuði. „Það er svolítið heitt hjá okkur hér úti en annars hef ég það bara gott,“ segir hann í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „Maður kvartar undan kuldanum allan veturinn en svo þegar sumarið kemur þá verður manni of heitt.“ Hann segist vera í toppstandi og að hann finni ekkert fyrir meiðslunum. „Nárinn hefur ekkert verið að angra mig og ég held að ég sé bara í toppstandi.“ Eftir að félagið seldi Bandaríkjamanninn Jozy Altidore eftir síðasta tímabil var ljóst að Aron yrði aðalframherji liðsins. „Það var alltaf planið að selja hann og treysta mér fyrir þessu hlutverki. Auðvitað getur svona lagað breyst en hingað til hefur mér gengið nokkuð vel, þó svo að við höfum verið að spila við misgóð lið í sumar,“ segir hann. AZ spilaði þó við tvö sterk lið á dögunum, hollenskt B-deildarlið og spænska liðið Getafe. Aron skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. „Það gefur manni aukið sjálfstraust og það er gott að finna fyrir trausti þjálfarans líka. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir tímabilinu, enda er planið að gera betur nú en á því síðasta.“
Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira