Árangurinn styrkir stöðu íslenskra félagsliða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2013 09:00 Ellert Hreinsson og félagar í Breiðabliki gerðu góða ferð til Austurríkis í vikunni og slógu út Sturm Graz. Mynd/Vilhelm Íslensk félagslið hafa náð frábærum árangri í Evrópukeppnunum þetta árið. Öll fjögur íslensku liðin unnu fyrstu andstæðinga sína í Evrópukeppnunum og tvö þeirra, FH og Breiðablik, eru komin enn lengra eftir sigra á liðum sem voru hærra skrifuð. KR og ÍBV féllu hins vegar úr leik gegn mjög sterkum andstæðingum. Gunnar Gylfason hefur starfað að þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum fyrir hönd KSÍ og segir árangurinn sá besta í tæpan áratug. „Þetta er besti árangur okkar síðan við komum fjórum liðum í Evrópukeppnirnar,“ segir hann. Árangur íslenskra liða hefur tvíþætt áhrif. Annars vegar á landsstuðul íslenskra liða í heild sinni en staða Íslands á þeim lista ákveður hversu mörg sæti Ísland fær í hverri keppni og í hvaða umferð þau hefja þátttöku. Hins vegar safna liðin sér svo sjálf stigum fyrir árangur og fá stig samkvæmt því hversu langt þau komast í keppninni. Sá stigafjöldi ákvarðar hvorum megin liðin lenda þegar raðað er í efri og neðri styrkleikaflokk þegar lið eru dregin saman í keppni. „Árangur liðanna í leikjunum sjálfum – sigrar og jafntefli – hækka svo landsstuðul Íslands. Jafntefli ÍBV við Rauðu stjörnuna í vikunni hjálpar því landsstuðlinum þó svo að Eyjamenn hafi fallið úr leik,“ útskýrir Gunnar. FH var í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar og litháíska liðið Ekranas í efri. FH var með næstflest stig af liðunum í neðri hlutanum en eftir sigur liðsins á Ekranas er mjög líklegt að FH-ingar verði í efri hlutanum ef liðið kemst aftur í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta ári. Til þess þarf þó FH að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í haust. Staða KR og Breiðabliks er einnig sterk þar sem liðin hafa spilað reglulega í Evrópukeppnum síðustu ár. Fyrir fram er þó erfitt að meta stöðu íslenskra liða fyrr en vitað er hvaða lið komast í Evrópukeppnirnar hverju sinni. Þó er ljóst að árangurinn í ár eykur líkurnar til muna á að íslensk lið fái auðveldari andstæðinga í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar á komandi árum. Íslenski boltinn Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sjá meira
Íslensk félagslið hafa náð frábærum árangri í Evrópukeppnunum þetta árið. Öll fjögur íslensku liðin unnu fyrstu andstæðinga sína í Evrópukeppnunum og tvö þeirra, FH og Breiðablik, eru komin enn lengra eftir sigra á liðum sem voru hærra skrifuð. KR og ÍBV féllu hins vegar úr leik gegn mjög sterkum andstæðingum. Gunnar Gylfason hefur starfað að þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum fyrir hönd KSÍ og segir árangurinn sá besta í tæpan áratug. „Þetta er besti árangur okkar síðan við komum fjórum liðum í Evrópukeppnirnar,“ segir hann. Árangur íslenskra liða hefur tvíþætt áhrif. Annars vegar á landsstuðul íslenskra liða í heild sinni en staða Íslands á þeim lista ákveður hversu mörg sæti Ísland fær í hverri keppni og í hvaða umferð þau hefja þátttöku. Hins vegar safna liðin sér svo sjálf stigum fyrir árangur og fá stig samkvæmt því hversu langt þau komast í keppninni. Sá stigafjöldi ákvarðar hvorum megin liðin lenda þegar raðað er í efri og neðri styrkleikaflokk þegar lið eru dregin saman í keppni. „Árangur liðanna í leikjunum sjálfum – sigrar og jafntefli – hækka svo landsstuðul Íslands. Jafntefli ÍBV við Rauðu stjörnuna í vikunni hjálpar því landsstuðlinum þó svo að Eyjamenn hafi fallið úr leik,“ útskýrir Gunnar. FH var í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar og litháíska liðið Ekranas í efri. FH var með næstflest stig af liðunum í neðri hlutanum en eftir sigur liðsins á Ekranas er mjög líklegt að FH-ingar verði í efri hlutanum ef liðið kemst aftur í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta ári. Til þess þarf þó FH að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í haust. Staða KR og Breiðabliks er einnig sterk þar sem liðin hafa spilað reglulega í Evrópukeppnum síðustu ár. Fyrir fram er þó erfitt að meta stöðu íslenskra liða fyrr en vitað er hvaða lið komast í Evrópukeppnirnar hverju sinni. Þó er ljóst að árangurinn í ár eykur líkurnar til muna á að íslensk lið fái auðveldari andstæðinga í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar á komandi árum.
Íslenski boltinn Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn