Einn á móti þremur Ögmundur Jónasson skrifar 2. ágúst 2013 00:01 Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana, Magnús Guðmundsson, segir menn gera úlfalda úr mýflugu þegar óskapast sé yfir því að Kjararáð „leiðrétti“ kjör fáeinna forstöðumanna sem áður hafi verið lækkaðir vegna hrunsins og eigi lögum samkvæmt að búa við áþekk laun og forstjórar á almennum markaði. Eflaust má líta þannig á málin og vissulega er það rétt hjá formanninum að hjá hinu opinbera þurfi „góða stjórnendur og öflugt vel menntað starfsfólk sem á skilið virðingu og hrós fyrir störf sín,“ eins og hann kemst ágætlega að orði í Fréttablaðsgrein.Innra samhengi launakjaranna En það á ekki aðeins við um stjórnendur heldur starfsfólk almennt, að það vilji láta sýna sér virðingu. Ég er ekki alveg viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir því hve launin eru víða lág hjá hinu opinbera. Ég hygg að láglaunafólki þar finnist laun um eða yfir eina milljón á mánuði óeðlileg miðað við það sem því er boðið upp á. Allt er þetta spurning um innra samhengi. Úlfaldahluti umræðunnar hefur einmitt stjórnast af hinu táknræna sem fram kemur með ákvörðun Kjararáðs. Alveg óháð lögmæti þeirrar ákvörðunar og þá einnig því hvort um „leiðréttingu“ er að ræða, þá vekur hún upp umræðu um kjaramuninn í samfélaginu. Frjáls verslun og DV hafa á undanförnum dögum veitt okkur innsýn í forstjórakjörin á almennum vinnumarkaði. Enda þótt ríkisforstjórar séu varla hálfdrættingar á við fjármálamenn og forstjóra á almennum markaði, þá er það engu að síður staðreynd að hjá hinu opinbera er mjög margt fólk með tvö til fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði og finnst sexfaldur munur á eigin kjörum og forstöðumannsins óeðlilegur.Arður til eigenda en ekki samfélags Í þriðja lagi hefur þessi umræða beint athygli að því hvort innistæða sé fyrir launahækkunum almennt í komandi kjarasamningum. Þarna kann að vera erfitt að alhæfa. Í sumum atvinnugreinum eru miklir peningar. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hafði svigrúm til að greiða eigendum sínum eitt þúsund og eitt hundrað milljónir króna í arð fyrir síðasta ár. Allavega þar er svigrúm eftir að ríkisstjórnin ákvað að frekar skyldi greiddur arður til eigenda en að láta Landspítalann njóta sjávarauðlindarinnar.Innistæða fyrir réttlæti Þetta breytir því ekki að mörg fyrirtæki eru aðþrengd. Það á líka við um ríkið og flest sveitarfélög. Þar er innistæðan lítil. En alls staðar er þó til innistæða fyrir réttlæti. Það er alls staðar hægt að skipta á réttlátari máta en nú er gert. Hvernig væri að gera samkomulag um það í þjóðfélaginu að lægstu laun verði ekki lægri en þriðjungurinn af hæstu launum? Þessari hugmynd hefur margoft verið hreyft – m.a. af minni hálfu sem formaður BSRB nema hvað þá þótti mér einn á móti þremur heldur of mikið. Í síðustu ríkisstjórn orðaði ég einnig þessa hugmynd. Einn á móti þremur launaformúlan hefði í för með sér réttlæti sem innistæða er fyrir. Myndi félag forstöðumanna ríkisstofnana styðja slíka hugmynd? Og hvað með SA, ASÍ, BSRB, BHM og KÍ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana, Magnús Guðmundsson, segir menn gera úlfalda úr mýflugu þegar óskapast sé yfir því að Kjararáð „leiðrétti“ kjör fáeinna forstöðumanna sem áður hafi verið lækkaðir vegna hrunsins og eigi lögum samkvæmt að búa við áþekk laun og forstjórar á almennum markaði. Eflaust má líta þannig á málin og vissulega er það rétt hjá formanninum að hjá hinu opinbera þurfi „góða stjórnendur og öflugt vel menntað starfsfólk sem á skilið virðingu og hrós fyrir störf sín,“ eins og hann kemst ágætlega að orði í Fréttablaðsgrein.Innra samhengi launakjaranna En það á ekki aðeins við um stjórnendur heldur starfsfólk almennt, að það vilji láta sýna sér virðingu. Ég er ekki alveg viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir því hve launin eru víða lág hjá hinu opinbera. Ég hygg að láglaunafólki þar finnist laun um eða yfir eina milljón á mánuði óeðlileg miðað við það sem því er boðið upp á. Allt er þetta spurning um innra samhengi. Úlfaldahluti umræðunnar hefur einmitt stjórnast af hinu táknræna sem fram kemur með ákvörðun Kjararáðs. Alveg óháð lögmæti þeirrar ákvörðunar og þá einnig því hvort um „leiðréttingu“ er að ræða, þá vekur hún upp umræðu um kjaramuninn í samfélaginu. Frjáls verslun og DV hafa á undanförnum dögum veitt okkur innsýn í forstjórakjörin á almennum vinnumarkaði. Enda þótt ríkisforstjórar séu varla hálfdrættingar á við fjármálamenn og forstjóra á almennum markaði, þá er það engu að síður staðreynd að hjá hinu opinbera er mjög margt fólk með tvö til fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði og finnst sexfaldur munur á eigin kjörum og forstöðumannsins óeðlilegur.Arður til eigenda en ekki samfélags Í þriðja lagi hefur þessi umræða beint athygli að því hvort innistæða sé fyrir launahækkunum almennt í komandi kjarasamningum. Þarna kann að vera erfitt að alhæfa. Í sumum atvinnugreinum eru miklir peningar. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hafði svigrúm til að greiða eigendum sínum eitt þúsund og eitt hundrað milljónir króna í arð fyrir síðasta ár. Allavega þar er svigrúm eftir að ríkisstjórnin ákvað að frekar skyldi greiddur arður til eigenda en að láta Landspítalann njóta sjávarauðlindarinnar.Innistæða fyrir réttlæti Þetta breytir því ekki að mörg fyrirtæki eru aðþrengd. Það á líka við um ríkið og flest sveitarfélög. Þar er innistæðan lítil. En alls staðar er þó til innistæða fyrir réttlæti. Það er alls staðar hægt að skipta á réttlátari máta en nú er gert. Hvernig væri að gera samkomulag um það í þjóðfélaginu að lægstu laun verði ekki lægri en þriðjungurinn af hæstu launum? Þessari hugmynd hefur margoft verið hreyft – m.a. af minni hálfu sem formaður BSRB nema hvað þá þótti mér einn á móti þremur heldur of mikið. Í síðustu ríkisstjórn orðaði ég einnig þessa hugmynd. Einn á móti þremur launaformúlan hefði í för með sér réttlæti sem innistæða er fyrir. Myndi félag forstöðumanna ríkisstofnana styðja slíka hugmynd? Og hvað með SA, ASÍ, BSRB, BHM og KÍ?
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar