"Þurftum góðan dag eftir slæma tímatöku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2013 13:30 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í gær. Nordicphotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull bar sigur úr býtum í belgíska kappakstrinum sem fram fór í gær. Vettel tók fram úr Lewis Hamilton hjá Mercedes í upphafi kappakstursins en Hamilton var á ráspól. Þegar leið á kappaksturinn náði Fernando Alonso hjá Ferrari að komast fram úr Hamilton og krækti í annað sætið. Alonso náði að vinna sig úr níunda sæti upp í annað sæti og var í raun sigurvegari dagsins í gær. Þetta var fimmti sigur Vettel í ár en alls eru búin ellefu mót á tímabilinu. Þjóðverjinn er í efsta sæti í keppni ökumanna, 46 stigum á undan Fernando Alonso. „Þetta var frábær kappakstur,“ sagði Vettel eftir mótið í gær. „Alveg frá byrjun til enda voru menn að berjast gríðarlega. Það var ótrúlega mikilvægt fyrir mig að taka fram úr Hamilton á fyrsta hring, það gerði það að verkum að ég gat stjórnað kappakstrinum allan tímann og var í raun aldrei í neinum vandræðum.“ „Við þurftum að eiga góðan dag til að komast á pall og sérstaklega eftir slæma tímatöku á laugardaginn,“ sagði Fernando Alonso eftir kappaksturinn. „Bíllinn hagaði sér vel í dag og ég gat keyrt á mínum hraða allan tímann. Ég var aldrei í vandræðum með að halda öðru sætinu eftir að ég tók fram úr Hamilton, var samt sem áður allt of langt frá Vettel til að keppa um sigurinn.“ Með sigrinum í gær er Vettel kominn með 197. stig Alonso 151. og Hamilton 139. Lokaúrslit í Belgíska kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Fernando Alonso - Ferrari 3. Lewis Hamilton - Mercedes 4. Nico Rosberg - Mercedes 5. Mark Webber - Red Bull 6. Jenson Button -Mclaren 7. Felipe Massa - Ferrari 8. Romain Grosjean - Lotus 9. Adrian Sutil - Force India 10. Daniel Ricciardo - Toro Rosso 11. Sergio Perez - Mclaren 12. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13. Nico Hulkenberg - Sauber 14. Esteban Gutierrez - Sauber 15. Valtteri Bottas - Williams 16. Giedo van der Garde - Caterham 17. Pastor Maldonado - Williams 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Max Chilton - Marussia. Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull bar sigur úr býtum í belgíska kappakstrinum sem fram fór í gær. Vettel tók fram úr Lewis Hamilton hjá Mercedes í upphafi kappakstursins en Hamilton var á ráspól. Þegar leið á kappaksturinn náði Fernando Alonso hjá Ferrari að komast fram úr Hamilton og krækti í annað sætið. Alonso náði að vinna sig úr níunda sæti upp í annað sæti og var í raun sigurvegari dagsins í gær. Þetta var fimmti sigur Vettel í ár en alls eru búin ellefu mót á tímabilinu. Þjóðverjinn er í efsta sæti í keppni ökumanna, 46 stigum á undan Fernando Alonso. „Þetta var frábær kappakstur,“ sagði Vettel eftir mótið í gær. „Alveg frá byrjun til enda voru menn að berjast gríðarlega. Það var ótrúlega mikilvægt fyrir mig að taka fram úr Hamilton á fyrsta hring, það gerði það að verkum að ég gat stjórnað kappakstrinum allan tímann og var í raun aldrei í neinum vandræðum.“ „Við þurftum að eiga góðan dag til að komast á pall og sérstaklega eftir slæma tímatöku á laugardaginn,“ sagði Fernando Alonso eftir kappaksturinn. „Bíllinn hagaði sér vel í dag og ég gat keyrt á mínum hraða allan tímann. Ég var aldrei í vandræðum með að halda öðru sætinu eftir að ég tók fram úr Hamilton, var samt sem áður allt of langt frá Vettel til að keppa um sigurinn.“ Með sigrinum í gær er Vettel kominn með 197. stig Alonso 151. og Hamilton 139. Lokaúrslit í Belgíska kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Fernando Alonso - Ferrari 3. Lewis Hamilton - Mercedes 4. Nico Rosberg - Mercedes 5. Mark Webber - Red Bull 6. Jenson Button -Mclaren 7. Felipe Massa - Ferrari 8. Romain Grosjean - Lotus 9. Adrian Sutil - Force India 10. Daniel Ricciardo - Toro Rosso 11. Sergio Perez - Mclaren 12. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13. Nico Hulkenberg - Sauber 14. Esteban Gutierrez - Sauber 15. Valtteri Bottas - Williams 16. Giedo van der Garde - Caterham 17. Pastor Maldonado - Williams 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Max Chilton - Marussia.
Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira