Mikill heiður fyrir mig sem listamann Ása Ottesen skrifar 4. september 2013 09:00 Listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson hlaut hinn virta Garnegie styrk í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Það er rosalegur sigur fyrir mig að fá svona flott og virt verðlaun, þarna er ég kominn í hóp efnilegra listamanna,“ segir myndlistarmaðurinn, Davíð Örn Halldórsson, sem hlaut nýverið hin virta Garnegie styrk. Þetta er í ellefta sinn sem Carnegie Art Award verðlaunin eru veitt og tóku sautján norrænir listamenn þátt í ár. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og að auki er veittur styrkur til yngri listamanns upp á 100.000 sænskar krónur, eða tæplega tvær milljónir íslenska króna. „Ég fékk styrkinn sem er veittur ungum og efnilegum listamönnum og fer í framhaldi af því til Stokkhólms á opnun sýningarinnar Carnegie Art Award 2014 í Konstakademien,“ útskýrir Davíð Örn, sem útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðan þá haldið fjölda sýninga bæði hér heima sem og erlendis. „Sýningin í Konstakademien mun standa í eitt til tvö ár og og veita mér tækifæri til þess að sýna á fleiri listasöfnum í evrópu og eflast opna einhverjar dyr fyrir mig í framtíðinni.“ Davíð Örn sýnir fimm verk á sýningunni og hafa þau meðal annars skírskotun til popplistar, vegglistar og listasögu. „Ég nota blandaða tækni þar sem ég mála og spreyja á viðarplötur með iðnaðarmálningu og tússlitum. Þetta er ekki hefðbundin tækni en ekkert of skrítinn heldur.“ Það er í nógu að snúast hjá Davíð Erni um þessar mundir, en í október tekur hann þátt í samsýningu í Artíma Gallerí í Reykjavík og síðar í Leipzig auk þess sem hann undirbýr einkasýningu í Gallerí Þoku. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er rosalegur sigur fyrir mig að fá svona flott og virt verðlaun, þarna er ég kominn í hóp efnilegra listamanna,“ segir myndlistarmaðurinn, Davíð Örn Halldórsson, sem hlaut nýverið hin virta Garnegie styrk. Þetta er í ellefta sinn sem Carnegie Art Award verðlaunin eru veitt og tóku sautján norrænir listamenn þátt í ár. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og að auki er veittur styrkur til yngri listamanns upp á 100.000 sænskar krónur, eða tæplega tvær milljónir íslenska króna. „Ég fékk styrkinn sem er veittur ungum og efnilegum listamönnum og fer í framhaldi af því til Stokkhólms á opnun sýningarinnar Carnegie Art Award 2014 í Konstakademien,“ útskýrir Davíð Örn, sem útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðan þá haldið fjölda sýninga bæði hér heima sem og erlendis. „Sýningin í Konstakademien mun standa í eitt til tvö ár og og veita mér tækifæri til þess að sýna á fleiri listasöfnum í evrópu og eflast opna einhverjar dyr fyrir mig í framtíðinni.“ Davíð Örn sýnir fimm verk á sýningunni og hafa þau meðal annars skírskotun til popplistar, vegglistar og listasögu. „Ég nota blandaða tækni þar sem ég mála og spreyja á viðarplötur með iðnaðarmálningu og tússlitum. Þetta er ekki hefðbundin tækni en ekkert of skrítinn heldur.“ Það er í nógu að snúast hjá Davíð Erni um þessar mundir, en í október tekur hann þátt í samsýningu í Artíma Gallerí í Reykjavík og síðar í Leipzig auk þess sem hann undirbýr einkasýningu í Gallerí Þoku.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira