Frönsk söngkona klæðist íslenskri hönnun á tónleikum Ása Ottesen skrifar 5. september 2013 10:00 Sævar Markús Óskarsson hannar kjóla fyrir söngkonu frönsku hljómsveitarinnar Melody's Echo Chamber. FRÉTTABLAÐIÐ/Vilhelm „Við eigum sameiginlegan vin í París sem kynnti okkur. Eftir að hafa spjallað komumst við að því að við eigum ansi mikið sameiginlegt,“ segir fatahönnuðurinn Sævar Markús Óskarsson, sem sérhannar kjóla fyrir frönsku söngkonuna Melody Prochet. Hún er meðlimur frönsku poppsveitarinnar Melody‘s Echo Chamber, sem hlotið hefur frábæra dóma fyrir samnefnda plötu sína í tónlistartímaritunum Q Magazine og Drownd In Sound. „Hún er einstaklega hrifin af hönnun minni og kjólarnir sem ég er að gera fyrir hana eru með aðeins öðruvísi mynstrum en ég hef venjulega verið að gera. Hún mun klæðast kjólunum á tónleikum og ýmsum öðrum viðburðum,“ segir Sævar, sem vinnur nú að gerð nýrrar fatalínu sem verður fáanleg í versluninni Kiosk innan skamms.Melody Prochet er hrifin af hönnun Sævars Markúsar.nordicphotos/gettyAðspurður segir Sævar að það sé mikið hrós fyrir sig sem fatahönnuð að fá að hanna flíkur á Melody. „Hún hefur fengið mikið lof fyrir sína fyrstu plötu og það verður áhugavert að sjá hvernig okkar samstarf mun þróast í nánustu framtíð,“ segir hann að lokum. Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Við eigum sameiginlegan vin í París sem kynnti okkur. Eftir að hafa spjallað komumst við að því að við eigum ansi mikið sameiginlegt,“ segir fatahönnuðurinn Sævar Markús Óskarsson, sem sérhannar kjóla fyrir frönsku söngkonuna Melody Prochet. Hún er meðlimur frönsku poppsveitarinnar Melody‘s Echo Chamber, sem hlotið hefur frábæra dóma fyrir samnefnda plötu sína í tónlistartímaritunum Q Magazine og Drownd In Sound. „Hún er einstaklega hrifin af hönnun minni og kjólarnir sem ég er að gera fyrir hana eru með aðeins öðruvísi mynstrum en ég hef venjulega verið að gera. Hún mun klæðast kjólunum á tónleikum og ýmsum öðrum viðburðum,“ segir Sævar, sem vinnur nú að gerð nýrrar fatalínu sem verður fáanleg í versluninni Kiosk innan skamms.Melody Prochet er hrifin af hönnun Sævars Markúsar.nordicphotos/gettyAðspurður segir Sævar að það sé mikið hrós fyrir sig sem fatahönnuð að fá að hanna flíkur á Melody. „Hún hefur fengið mikið lof fyrir sína fyrstu plötu og það verður áhugavert að sjá hvernig okkar samstarf mun þróast í nánustu framtíð,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira