Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2013 08:00 Gareth Bale fagnar marki sínu gegn Villareal á laugardaginn. Markið dugði þó ekki til sigurs. Nordicphotos/Getty Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik með Real Madrid um helgina í 2-2 jafntefli gegn Villarreal á útivelli. Frammistaða dýrasta knattspyrnumanns í heimi þótt heilt yfir ekki sérstök. Bale er sjötti breski leikmaðurinn til þess að spila með spænska stórliðinu en fimm Englendingar hafa áður haldið á vit ævintýranna í spænsku höfuðborginni. Allir byrjuðu með ágætum nema einn. Hér að neðan má sjá umfjöllun um Bretana sex sem klæðst hafa fræga hvíta búningnum. Fimm eru Englendingar auk Walesverjans Bale.Laurie Cunningham sló í gegn hjá West Brom undir stjórn Ron Atkinson.Nordicphotos/GettyLaurie CunninghamKaupverð: 950 þúsund pund sumarið 1979. Enski kantmaðurinn var keyptur frá West Brom og var fyrsti Bretinn á mála hjá Real. Cunningham var fyrsti þeldökki landsliðsmaður Englands.Fyrsti leikur: Cunningham skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri á Valencia. Átti erfitt með að festa sig í sessi á fjórum árum hjá Real. Lét lífið fyrir aldur fram í bílslysi árið 1989.Steve McManaman með krullurnar sínar góðu.Nordicphotos/gettySteve McManamanKaupverð: Fór á frjálsri sölu frá Liverpool sumarið 1999. Félagaskipti McManaman voru umdeild þar sem hann hafði neitað að framlengja samning sinn við Liverpool.Fyrsti leikur: Lagði upp sigurmark í viðbótartíma í 2-1 sigri gegn Mallorca. Varð fyrsti Englendingurinn til að vinna Meistaradeildina með liði utan Evrópu og sá fyrsti til að vinna keppnina tvisvar. Starfar í dag í sjónvarpi.David Beckham fagnar fyrsta marki sínu ásamt Ronaldo.Nordicphotos/GettyDavid BeckhamKaupverð: 35 milljónir punda sumarið 2003. Beckham gekk í raðir Real Madrid frá Manchester United þrátt fyrir miklar vangaveltur um að Barcelona yrði áfangastaður hans.Fyrsti leikur: Það tók Beckham aðeins þrjár mínútur að opna markareikning sinn hjá Real í 3-0 sigri á Mallorca í Ofurbikarnum. Beckham féll í ónáð hjá Fabio Capello en vann sig aftur inn í liðið sem hlaut spænska titilinn vorið 2007. Hélt í kjölfarið til L.A. Galaxy í Bandaríkjunum.Owen kom inn af bekknum gegn Mallorca.Nordicphotos/GettyMichael OwenKaupverð: 8 milljónir punda sumarið 2004. Owen var markahæsti leikmaður Liverpool sjö tímabil í röð áður en hann hélt til Spánar. Var valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu árið 2001.Fyrsti leikur: Owen kom inn á sem varamaður og lagði upp mark fyrir Ronaldo í 1-0 sigri á Mallorca. Owen skoraði þrettán mörk sitt eina tímabil með Real. Í kjölfarið flakkaði hann frá Newcastle til Manchester United áður en hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður Stoke í vor.Jonathan Woodgate horfir á eftir boltanum í eigið net.Nordicphotos/GettyJonathan WoodgateKaupverð: 13 milljónir punda sumarið 2004. Kaupin á Woodgate komu töluvert á óvart enda hafði hann langa meiðslasögu að baki. Hann var meiddur við komuna til Madrídar og spilaði ekkert fyrstu leiktíðina.Fyrsti leikur: Woodgate skoraði sjálfsmark og var rekinn af velli með sitt annað gula spjald um miðjan síðari hálfleik í 3-1 sigri Real á Athletic Bilbao. „Þetta var ekki hin fullkomna byrjun,“ sagði Woodgate eftir leikinn. Spilar í dag með Middlesbrough í Championship-deildinni.Gareth Bale.Nordicphotos/GettyGareth BaleKaupverð: 86 milljónir punda í ágúst. Marga rak í rogastans þegar Wales-maðurinn var seldur fyrir hæstu upphæð sögunnar til Real Madrid eftir langar samningaviðræður Real Madrid við Tottenham.Fyrsti leikur: Gareth Bale opnaði markareikning sinn í 2-2 jafntefli gegn Villarreal á útivelli á laugardagskvöldið. Wales-maðurinn átti þó engan stjörnuleik en létti vafalítið pressunni á sér með markinu. Ballið er rétt að byrja hjá Bale. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik með Real Madrid um helgina í 2-2 jafntefli gegn Villarreal á útivelli. Frammistaða dýrasta knattspyrnumanns í heimi þótt heilt yfir ekki sérstök. Bale er sjötti breski leikmaðurinn til þess að spila með spænska stórliðinu en fimm Englendingar hafa áður haldið á vit ævintýranna í spænsku höfuðborginni. Allir byrjuðu með ágætum nema einn. Hér að neðan má sjá umfjöllun um Bretana sex sem klæðst hafa fræga hvíta búningnum. Fimm eru Englendingar auk Walesverjans Bale.Laurie Cunningham sló í gegn hjá West Brom undir stjórn Ron Atkinson.Nordicphotos/GettyLaurie CunninghamKaupverð: 950 þúsund pund sumarið 1979. Enski kantmaðurinn var keyptur frá West Brom og var fyrsti Bretinn á mála hjá Real. Cunningham var fyrsti þeldökki landsliðsmaður Englands.Fyrsti leikur: Cunningham skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri á Valencia. Átti erfitt með að festa sig í sessi á fjórum árum hjá Real. Lét lífið fyrir aldur fram í bílslysi árið 1989.Steve McManaman með krullurnar sínar góðu.Nordicphotos/gettySteve McManamanKaupverð: Fór á frjálsri sölu frá Liverpool sumarið 1999. Félagaskipti McManaman voru umdeild þar sem hann hafði neitað að framlengja samning sinn við Liverpool.Fyrsti leikur: Lagði upp sigurmark í viðbótartíma í 2-1 sigri gegn Mallorca. Varð fyrsti Englendingurinn til að vinna Meistaradeildina með liði utan Evrópu og sá fyrsti til að vinna keppnina tvisvar. Starfar í dag í sjónvarpi.David Beckham fagnar fyrsta marki sínu ásamt Ronaldo.Nordicphotos/GettyDavid BeckhamKaupverð: 35 milljónir punda sumarið 2003. Beckham gekk í raðir Real Madrid frá Manchester United þrátt fyrir miklar vangaveltur um að Barcelona yrði áfangastaður hans.Fyrsti leikur: Það tók Beckham aðeins þrjár mínútur að opna markareikning sinn hjá Real í 3-0 sigri á Mallorca í Ofurbikarnum. Beckham féll í ónáð hjá Fabio Capello en vann sig aftur inn í liðið sem hlaut spænska titilinn vorið 2007. Hélt í kjölfarið til L.A. Galaxy í Bandaríkjunum.Owen kom inn af bekknum gegn Mallorca.Nordicphotos/GettyMichael OwenKaupverð: 8 milljónir punda sumarið 2004. Owen var markahæsti leikmaður Liverpool sjö tímabil í röð áður en hann hélt til Spánar. Var valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu árið 2001.Fyrsti leikur: Owen kom inn á sem varamaður og lagði upp mark fyrir Ronaldo í 1-0 sigri á Mallorca. Owen skoraði þrettán mörk sitt eina tímabil með Real. Í kjölfarið flakkaði hann frá Newcastle til Manchester United áður en hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður Stoke í vor.Jonathan Woodgate horfir á eftir boltanum í eigið net.Nordicphotos/GettyJonathan WoodgateKaupverð: 13 milljónir punda sumarið 2004. Kaupin á Woodgate komu töluvert á óvart enda hafði hann langa meiðslasögu að baki. Hann var meiddur við komuna til Madrídar og spilaði ekkert fyrstu leiktíðina.Fyrsti leikur: Woodgate skoraði sjálfsmark og var rekinn af velli með sitt annað gula spjald um miðjan síðari hálfleik í 3-1 sigri Real á Athletic Bilbao. „Þetta var ekki hin fullkomna byrjun,“ sagði Woodgate eftir leikinn. Spilar í dag með Middlesbrough í Championship-deildinni.Gareth Bale.Nordicphotos/GettyGareth BaleKaupverð: 86 milljónir punda í ágúst. Marga rak í rogastans þegar Wales-maðurinn var seldur fyrir hæstu upphæð sögunnar til Real Madrid eftir langar samningaviðræður Real Madrid við Tottenham.Fyrsti leikur: Gareth Bale opnaði markareikning sinn í 2-2 jafntefli gegn Villarreal á útivelli á laugardagskvöldið. Wales-maðurinn átti þó engan stjörnuleik en létti vafalítið pressunni á sér með markinu. Ballið er rétt að byrja hjá Bale.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira