Heppinn að vera með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2013 07:00 Freyr Alexandersson á fundinum í gær. Mynd/Valli Freyr Alexandersson valdi í gær fyrsta landsliðshópinn og þó svo að nýi maðurinn í brúnni geri ekki miklar breytingar á hópnum eru það samt fimm leikmenn úr EM-hópnum sem eru ekki með að þessu sinni. Freyr velur 21 leikmann að þessu sinni þar sem það er óvissa með þátttöku Sifjar Atladóttur, sem er tæp vegna meiðsla. Það bjuggust flestir við að Katrín Jónsdóttir yrði ein af EM-stelpunum sem yrðu ekki með á móti Sviss, enda leit út fyrir að hún hefði spilað sinn síðasta landsleik á EM í Svíþjóð í sumar. „Katrín er í hörkustandi. Spilaði gegn Tyresö í gær og pakkaði Mörtu saman að eigin sögn,“ sagði Freyr léttur á fundinum í gær. Umeå náði þá 2-2 jafntefli á móti Tyresö en hin brasilíska Marta hefur fimm sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims. „Kata er „mótiveruð“ til að spila leikinn. Af hverju ekki að spila þennan leik? Síðasti leikur á heimavelli,“ sagði Freyr um valið á Katrínu en hann var einnig að íhuga það að velja Eddu Garðarsdóttur í hópinn. „Ég ræddi við hana fyrir viku. Ég var að vonast til þess að hún reyndi að taka eitt tímabil í viðbót. Þegar við fórum yfir hennar meiðslasögu var ljóst hve erfitt þetta var fyrir hana. Við kveðjum góðan leikmann,“ sagði Freyr. Hann vill gefa sér tíma í að velja nýjan fyrirliða. „Það eru margar sem koma til greina. Það kemur í ljós fyrir Serbíuleikinn,“ sagði Freyr. Guðný Björk Óðinsdóttir, Elín Metta Jensen, Þórunn Helga Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Soffía Gunnarsdóttir voru með í Svíþjóð en eru ekki með núna. Í stað þeirra koma inn í hópinn þær Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni), Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðabliki) og Ásgerður S. Baldursdóttir (Stjörnunni). Freyr velur ekki ungu framherjana Elínu Mettu Jensen hjá Val og Söndru Maríu Jessen hjá Þór/KA. „Bæði Elín Metta og Sandra hafa átt erfitt tímabil og þær hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Ég held að það sé betra fyrir þær að fara með U19 og skora mörk og ná sér vel á strik. Svo endurmetum við þeirra stöðu eftir Sviss og fyrir leikinn gegn Serbíu,“ sagði Freyr. Hann ætlar sér að nota Hörpu Þorsteinsdóttur sem framherja og segist ekki vera búinn að velja aðalmarkvörð liðsins. „Við erum heppin að vera með þrjá frábæra markverði. Við tökum stöðuna þegar við hittum þær. Það er engin örugg með stöðuna,“ segir Freyr. Hvað með sóknarmenn liðsins? „Ég get alveg búið til pláss fyrir tvo framherja stundum en ekki alltaf. Við erum heppin að í þessum hóp erum við með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi,“ sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Freyr Alexandersson valdi í gær fyrsta landsliðshópinn og þó svo að nýi maðurinn í brúnni geri ekki miklar breytingar á hópnum eru það samt fimm leikmenn úr EM-hópnum sem eru ekki með að þessu sinni. Freyr velur 21 leikmann að þessu sinni þar sem það er óvissa með þátttöku Sifjar Atladóttur, sem er tæp vegna meiðsla. Það bjuggust flestir við að Katrín Jónsdóttir yrði ein af EM-stelpunum sem yrðu ekki með á móti Sviss, enda leit út fyrir að hún hefði spilað sinn síðasta landsleik á EM í Svíþjóð í sumar. „Katrín er í hörkustandi. Spilaði gegn Tyresö í gær og pakkaði Mörtu saman að eigin sögn,“ sagði Freyr léttur á fundinum í gær. Umeå náði þá 2-2 jafntefli á móti Tyresö en hin brasilíska Marta hefur fimm sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims. „Kata er „mótiveruð“ til að spila leikinn. Af hverju ekki að spila þennan leik? Síðasti leikur á heimavelli,“ sagði Freyr um valið á Katrínu en hann var einnig að íhuga það að velja Eddu Garðarsdóttur í hópinn. „Ég ræddi við hana fyrir viku. Ég var að vonast til þess að hún reyndi að taka eitt tímabil í viðbót. Þegar við fórum yfir hennar meiðslasögu var ljóst hve erfitt þetta var fyrir hana. Við kveðjum góðan leikmann,“ sagði Freyr. Hann vill gefa sér tíma í að velja nýjan fyrirliða. „Það eru margar sem koma til greina. Það kemur í ljós fyrir Serbíuleikinn,“ sagði Freyr. Guðný Björk Óðinsdóttir, Elín Metta Jensen, Þórunn Helga Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Soffía Gunnarsdóttir voru með í Svíþjóð en eru ekki með núna. Í stað þeirra koma inn í hópinn þær Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni), Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðabliki) og Ásgerður S. Baldursdóttir (Stjörnunni). Freyr velur ekki ungu framherjana Elínu Mettu Jensen hjá Val og Söndru Maríu Jessen hjá Þór/KA. „Bæði Elín Metta og Sandra hafa átt erfitt tímabil og þær hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Ég held að það sé betra fyrir þær að fara með U19 og skora mörk og ná sér vel á strik. Svo endurmetum við þeirra stöðu eftir Sviss og fyrir leikinn gegn Serbíu,“ sagði Freyr. Hann ætlar sér að nota Hörpu Þorsteinsdóttur sem framherja og segist ekki vera búinn að velja aðalmarkvörð liðsins. „Við erum heppin að vera með þrjá frábæra markverði. Við tökum stöðuna þegar við hittum þær. Það er engin örugg með stöðuna,“ segir Freyr. Hvað með sóknarmenn liðsins? „Ég get alveg búið til pláss fyrir tvo framherja stundum en ekki alltaf. Við erum heppin að í þessum hóp erum við með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi,“ sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira