Heppinn að vera með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2013 07:00 Freyr Alexandersson á fundinum í gær. Mynd/Valli Freyr Alexandersson valdi í gær fyrsta landsliðshópinn og þó svo að nýi maðurinn í brúnni geri ekki miklar breytingar á hópnum eru það samt fimm leikmenn úr EM-hópnum sem eru ekki með að þessu sinni. Freyr velur 21 leikmann að þessu sinni þar sem það er óvissa með þátttöku Sifjar Atladóttur, sem er tæp vegna meiðsla. Það bjuggust flestir við að Katrín Jónsdóttir yrði ein af EM-stelpunum sem yrðu ekki með á móti Sviss, enda leit út fyrir að hún hefði spilað sinn síðasta landsleik á EM í Svíþjóð í sumar. „Katrín er í hörkustandi. Spilaði gegn Tyresö í gær og pakkaði Mörtu saman að eigin sögn,“ sagði Freyr léttur á fundinum í gær. Umeå náði þá 2-2 jafntefli á móti Tyresö en hin brasilíska Marta hefur fimm sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims. „Kata er „mótiveruð“ til að spila leikinn. Af hverju ekki að spila þennan leik? Síðasti leikur á heimavelli,“ sagði Freyr um valið á Katrínu en hann var einnig að íhuga það að velja Eddu Garðarsdóttur í hópinn. „Ég ræddi við hana fyrir viku. Ég var að vonast til þess að hún reyndi að taka eitt tímabil í viðbót. Þegar við fórum yfir hennar meiðslasögu var ljóst hve erfitt þetta var fyrir hana. Við kveðjum góðan leikmann,“ sagði Freyr. Hann vill gefa sér tíma í að velja nýjan fyrirliða. „Það eru margar sem koma til greina. Það kemur í ljós fyrir Serbíuleikinn,“ sagði Freyr. Guðný Björk Óðinsdóttir, Elín Metta Jensen, Þórunn Helga Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Soffía Gunnarsdóttir voru með í Svíþjóð en eru ekki með núna. Í stað þeirra koma inn í hópinn þær Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni), Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðabliki) og Ásgerður S. Baldursdóttir (Stjörnunni). Freyr velur ekki ungu framherjana Elínu Mettu Jensen hjá Val og Söndru Maríu Jessen hjá Þór/KA. „Bæði Elín Metta og Sandra hafa átt erfitt tímabil og þær hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Ég held að það sé betra fyrir þær að fara með U19 og skora mörk og ná sér vel á strik. Svo endurmetum við þeirra stöðu eftir Sviss og fyrir leikinn gegn Serbíu,“ sagði Freyr. Hann ætlar sér að nota Hörpu Þorsteinsdóttur sem framherja og segist ekki vera búinn að velja aðalmarkvörð liðsins. „Við erum heppin að vera með þrjá frábæra markverði. Við tökum stöðuna þegar við hittum þær. Það er engin örugg með stöðuna,“ segir Freyr. Hvað með sóknarmenn liðsins? „Ég get alveg búið til pláss fyrir tvo framherja stundum en ekki alltaf. Við erum heppin að í þessum hóp erum við með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi,“ sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Freyr Alexandersson valdi í gær fyrsta landsliðshópinn og þó svo að nýi maðurinn í brúnni geri ekki miklar breytingar á hópnum eru það samt fimm leikmenn úr EM-hópnum sem eru ekki með að þessu sinni. Freyr velur 21 leikmann að þessu sinni þar sem það er óvissa með þátttöku Sifjar Atladóttur, sem er tæp vegna meiðsla. Það bjuggust flestir við að Katrín Jónsdóttir yrði ein af EM-stelpunum sem yrðu ekki með á móti Sviss, enda leit út fyrir að hún hefði spilað sinn síðasta landsleik á EM í Svíþjóð í sumar. „Katrín er í hörkustandi. Spilaði gegn Tyresö í gær og pakkaði Mörtu saman að eigin sögn,“ sagði Freyr léttur á fundinum í gær. Umeå náði þá 2-2 jafntefli á móti Tyresö en hin brasilíska Marta hefur fimm sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims. „Kata er „mótiveruð“ til að spila leikinn. Af hverju ekki að spila þennan leik? Síðasti leikur á heimavelli,“ sagði Freyr um valið á Katrínu en hann var einnig að íhuga það að velja Eddu Garðarsdóttur í hópinn. „Ég ræddi við hana fyrir viku. Ég var að vonast til þess að hún reyndi að taka eitt tímabil í viðbót. Þegar við fórum yfir hennar meiðslasögu var ljóst hve erfitt þetta var fyrir hana. Við kveðjum góðan leikmann,“ sagði Freyr. Hann vill gefa sér tíma í að velja nýjan fyrirliða. „Það eru margar sem koma til greina. Það kemur í ljós fyrir Serbíuleikinn,“ sagði Freyr. Guðný Björk Óðinsdóttir, Elín Metta Jensen, Þórunn Helga Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Soffía Gunnarsdóttir voru með í Svíþjóð en eru ekki með núna. Í stað þeirra koma inn í hópinn þær Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni), Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðabliki) og Ásgerður S. Baldursdóttir (Stjörnunni). Freyr velur ekki ungu framherjana Elínu Mettu Jensen hjá Val og Söndru Maríu Jessen hjá Þór/KA. „Bæði Elín Metta og Sandra hafa átt erfitt tímabil og þær hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Ég held að það sé betra fyrir þær að fara með U19 og skora mörk og ná sér vel á strik. Svo endurmetum við þeirra stöðu eftir Sviss og fyrir leikinn gegn Serbíu,“ sagði Freyr. Hann ætlar sér að nota Hörpu Þorsteinsdóttur sem framherja og segist ekki vera búinn að velja aðalmarkvörð liðsins. „Við erum heppin að vera með þrjá frábæra markverði. Við tökum stöðuna þegar við hittum þær. Það er engin örugg með stöðuna,“ segir Freyr. Hvað með sóknarmenn liðsins? „Ég get alveg búið til pláss fyrir tvo framherja stundum en ekki alltaf. Við erum heppin að í þessum hóp erum við með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi,“ sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira