Óafgreitt frumvarp um fjárhættuspil Ögmundur Jónasson skrifar 18. september 2013 06:00 Frá fyrra kjörtímabili liggur fyrir óafgreitt frumvarp sem ætlað er að taka á „spilavandanum“. Velta happdrætta og fjárhættuspila á Íslandi nemur hátt í á annan tug milljarða króna. Við búum jafnframt við einhverja lökustu lagaumgjörð og regluverk sem fyrirfinnst í okkar hluta heimsins. Fáum málum hefur mér fundist eins brýnt að taka á og einmitt þessu. En það er ekki hlaupið að því, enda rík tregðulögmál að verki jafnt innan sem utan veggja Alþingis. Ég hef stundum orðað það svo að tveir aðilar sé háðir spilafíkninni, sá sem lætur peninginn af hendi og hinn sem við honum tekur. Vandinn er sá að viðtakendur fjárins eru aðilar sem vinna þjóðþrifaverk í samfélaginu og nefni ég Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem dæmi um slíka starfsemi sem öllum ber saman um að þurfi að standa fjárhagslegan vörð um. Á síðustu misserum var unnin vönduð stefnumótunarvinna á þessu sviði. Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins kannaði í þaula lagaumgjörð annarra landa og síðan voru settar fram tillögur í anda þess besta sem við töldum okkur finna, einkum þegar litið er til Norðurlandanna. Leitað var eftir nánu samstarfi við rekstraraðila spilakassa hér á landi og var hið almenna viðhorf af þeirra hálfu jákvætt og mótaðist af samfélagslegri ábyrgð. Ákveðið var að stíga fyrstu skref í átt til breytinga með tvennum hætti. Sett yrði á laggirnar Happdrættisstofa sem hefði með höndum að beina fjármagni til forvarna og endurhæfingar. Hún annaðist ekki slíkt sjálf en væri til ráðgjafar um farveg fjármuna. Í annan stað hefði hún eftirlitshlutverki að gegna gagnvart rekstraraðilum á þessu sviði. Í þriðja lagi væri hún stjórnvöldum til ráðgjafar. Hitt atriðið sem hrint yrði í framkvæmd þegar í stað snýr að fjárhættuspilum á netinu. Reistar yrðu skorður við netspilun, en jafnframt fengju innlendir aðilar leyfi til að starfrækja slíka starfsemi en með afgerandi takmörkunum. Lagafrumvarpi sem lagt var fram af minni hálfu fylgdi greinargerð þar sem kortlögð var framtíðarskipan málaflokksins; öll þessi starfsemi yrði sett undir sama hatt, dregið úr samkeppni en fjármagnið nýtt á markvissari en jafnframt ábyrgari hátt en nú er. Frumvarpið er til staðar. Stefnumótunarvinna liggur fyrir. Nú verður spurt um vilja nýrrar ríkisstjórnar og Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Frá fyrra kjörtímabili liggur fyrir óafgreitt frumvarp sem ætlað er að taka á „spilavandanum“. Velta happdrætta og fjárhættuspila á Íslandi nemur hátt í á annan tug milljarða króna. Við búum jafnframt við einhverja lökustu lagaumgjörð og regluverk sem fyrirfinnst í okkar hluta heimsins. Fáum málum hefur mér fundist eins brýnt að taka á og einmitt þessu. En það er ekki hlaupið að því, enda rík tregðulögmál að verki jafnt innan sem utan veggja Alþingis. Ég hef stundum orðað það svo að tveir aðilar sé háðir spilafíkninni, sá sem lætur peninginn af hendi og hinn sem við honum tekur. Vandinn er sá að viðtakendur fjárins eru aðilar sem vinna þjóðþrifaverk í samfélaginu og nefni ég Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem dæmi um slíka starfsemi sem öllum ber saman um að þurfi að standa fjárhagslegan vörð um. Á síðustu misserum var unnin vönduð stefnumótunarvinna á þessu sviði. Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins kannaði í þaula lagaumgjörð annarra landa og síðan voru settar fram tillögur í anda þess besta sem við töldum okkur finna, einkum þegar litið er til Norðurlandanna. Leitað var eftir nánu samstarfi við rekstraraðila spilakassa hér á landi og var hið almenna viðhorf af þeirra hálfu jákvætt og mótaðist af samfélagslegri ábyrgð. Ákveðið var að stíga fyrstu skref í átt til breytinga með tvennum hætti. Sett yrði á laggirnar Happdrættisstofa sem hefði með höndum að beina fjármagni til forvarna og endurhæfingar. Hún annaðist ekki slíkt sjálf en væri til ráðgjafar um farveg fjármuna. Í annan stað hefði hún eftirlitshlutverki að gegna gagnvart rekstraraðilum á þessu sviði. Í þriðja lagi væri hún stjórnvöldum til ráðgjafar. Hitt atriðið sem hrint yrði í framkvæmd þegar í stað snýr að fjárhættuspilum á netinu. Reistar yrðu skorður við netspilun, en jafnframt fengju innlendir aðilar leyfi til að starfrækja slíka starfsemi en með afgerandi takmörkunum. Lagafrumvarpi sem lagt var fram af minni hálfu fylgdi greinargerð þar sem kortlögð var framtíðarskipan málaflokksins; öll þessi starfsemi yrði sett undir sama hatt, dregið úr samkeppni en fjármagnið nýtt á markvissari en jafnframt ábyrgari hátt en nú er. Frumvarpið er til staðar. Stefnumótunarvinna liggur fyrir. Nú verður spurt um vilja nýrrar ríkisstjórnar og Alþingis.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun