Trúarbrögð á tíu mínútum Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 19. september 2013 06:00 Um daginn vaknaði ég kl. 7.15 eins og vanalega. Ég fór fram úr en kl. 7.17 fór ég að hugsa um hvað ástandið í heiminum væri slæmt. Klukkan 7.18 var ég búinn að komast að því að það væri trúarbrögðum að kenna því trúarbrögð eru orsakir næstum allra styrjalda í heiminum. Kl. 7.19 var ég harðákveðinn í því að best væri að útrýma öllum trúarbrögðum. En kl. 7.20 hugsaði ég: Það eru ekki trúarbrögð sem eru kjarni vandans heldur vanþekking. Það þýðir ekki að lýsa yfir stríði gegn trúarbrögðum. Það æsir fólk bara upp. Betra væri að upplýsa fólk því upplýst fólk lætur skynsemina ráða för og hafnar trúarbrögðum. Ég tók mig því til og gerði áætlun sem gekk út á að taka saman helstu alfræði- og vísindarit og dreifa þeim til sérhvers jarðarbúa. Klukkan var 7.21 þegar ég var búinn að smíða þessa áætlun. En klukkan 7.22 komst ég að því að þetta myndi bara valda ruglingi. Ekki er hægt að ætlast til þess að venjulegt fólk skilji afstæðiskenningu Einsteins og hvað þá hugmyndir Schopenhauers um frjálsan vilja. Það þyrfti að útskýra vísindin á mannamáli, t.d. með dæmisögum. Kl. 7.23 var ég kominn á þá niðurstöðu að það þyrfti að vinna úr þessum upplýsingum og koma þeim helst fyrir í einni stórri bók sem væri full af visku og dæmisögum. Hún mætti ekki vera of þykk, helst bara eitt bindi, en ef blaðsíðurnar væru þunnar væri alveg hægt að rúma þar u.þ.b. 1.500 síður. Kl. 7.24 var ég sannfærður um að best væri líklega að þessi bók væri eins hlutlaus og einföld og mögulegt væri. Best væri bara að hafa hana svarta og hafa einfalt tákn framan á henni sem allir í heiminum myndu skilja. Kl. 7.25 var ég byrjaður að semja ritningar upp úr nýju bókinni minni og teikna samkomuhús í huganum þar sem ég gæti predikað boðskap minn. Ég lagðist aftur í rúmið, snoozaði til 7.30, fór svo á fætur og fékk mér kaffi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Um daginn vaknaði ég kl. 7.15 eins og vanalega. Ég fór fram úr en kl. 7.17 fór ég að hugsa um hvað ástandið í heiminum væri slæmt. Klukkan 7.18 var ég búinn að komast að því að það væri trúarbrögðum að kenna því trúarbrögð eru orsakir næstum allra styrjalda í heiminum. Kl. 7.19 var ég harðákveðinn í því að best væri að útrýma öllum trúarbrögðum. En kl. 7.20 hugsaði ég: Það eru ekki trúarbrögð sem eru kjarni vandans heldur vanþekking. Það þýðir ekki að lýsa yfir stríði gegn trúarbrögðum. Það æsir fólk bara upp. Betra væri að upplýsa fólk því upplýst fólk lætur skynsemina ráða för og hafnar trúarbrögðum. Ég tók mig því til og gerði áætlun sem gekk út á að taka saman helstu alfræði- og vísindarit og dreifa þeim til sérhvers jarðarbúa. Klukkan var 7.21 þegar ég var búinn að smíða þessa áætlun. En klukkan 7.22 komst ég að því að þetta myndi bara valda ruglingi. Ekki er hægt að ætlast til þess að venjulegt fólk skilji afstæðiskenningu Einsteins og hvað þá hugmyndir Schopenhauers um frjálsan vilja. Það þyrfti að útskýra vísindin á mannamáli, t.d. með dæmisögum. Kl. 7.23 var ég kominn á þá niðurstöðu að það þyrfti að vinna úr þessum upplýsingum og koma þeim helst fyrir í einni stórri bók sem væri full af visku og dæmisögum. Hún mætti ekki vera of þykk, helst bara eitt bindi, en ef blaðsíðurnar væru þunnar væri alveg hægt að rúma þar u.þ.b. 1.500 síður. Kl. 7.24 var ég sannfærður um að best væri líklega að þessi bók væri eins hlutlaus og einföld og mögulegt væri. Best væri bara að hafa hana svarta og hafa einfalt tákn framan á henni sem allir í heiminum myndu skilja. Kl. 7.25 var ég byrjaður að semja ritningar upp úr nýju bókinni minni og teikna samkomuhús í huganum þar sem ég gæti predikað boðskap minn. Ég lagðist aftur í rúmið, snoozaði til 7.30, fór svo á fætur og fékk mér kaffi.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun