Skemmtilegt að ná að kveðja hana hérna heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 07:00 Katrín Jónsdóttir. Mynd/Valli Það verður kveðjustund í Laugardalnum í kvöld þegar Katrín Jónsdóttir klæðist íslenska landsliðsbúningnum í síðasta sinn. Það eru liðin 19 ár síðan landsliðsferill hennar hófst en nýráðinn þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, gaf Kötu tækifæri til að kveðja á heimavelli. Það leit annars út fyrir að 0-4 tap á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum á EM í sumar yrði síðasti landsleikurinn en Freyr sannfærði Katrínu um að hjálpa liðinu að komast af stað í undankeppni HM 2015.Átti ekki von á símtalinu „Ég átti ekki endilega von á þessu símtali frá Freysa en það var mikill heiður að vera spurð og það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið,“ segir Katrín. Það var dramatísk stund í Halmstad þegar hún faðmaði alla liðsfélagana og tárin féllu. „Ég var ekki búin að ákveða það fyrir Svíaleikinn að það yrði síðasti leikurinn því við ætluðum okkur áfram. Svo töpuðum við honum og það voru miklar tilfinningar og læti þarna eftir leikinn. Þetta er ný keppni og mér finnst gaman ef ég get hjálpað til. Ég mun leggja allt í sölurnar til þess að liðið fari vel af stað í þessari keppni,“ segir Katrín. Hún er einbeitt og leggur mikla áherslu á að þetta kvöld eigi ekki að snúast um hana. „Ég verð ekki í fókusnum í þessum leik því þetta er mótsleikur og mjög mikilvægur leikur,“ segir Katrín. Er alveg öruggt að þetta sé síðasti leikurinn? „Nú þori ég varla að segja neitt,“ segir Katrín hlæjandi en bætir svo við: „Þetta er mitt síðasta tímabil með félagsliði og ég geri fastlega ráð fyrir því að fá engin símtöl þegar ég er hætt að æfa,“ segir Katrín í léttum tón. Svissneska liðið skoraði níu mörk í stórsigri á Serbíu um síðustu helgi og það mun því reyna á Katrínu og félaga í varnarleiknum í kvöld.Ætla að vinna fyrir hana Tveir leikmenn liðsins sem gera tilkall til fyrirliðabandsins þegar hún er farin fagna því að Katrín fái að kveðja liðið á heimavelli. „Það er skemmtilegt fyrir hana að koma og fá að spila síðasta leikinn á heimavelli. Við ætlum klárlega að vinna þennan leik fyrir hana og fá þrjú stig. Það er kannski aðeins meira undir út af þessu en það er skemmtilegt að fá hana aftur og ná að kveðja hana hérna heima,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, sem var varafyrirliði Katrínar síðustu ár. „Gamla er að hætta og hún á það skilið frá okkur leikmönnunum, þjálfurunum og landsmönnum öllum að við kveðjum hana með stæl. Við leikmennirnir reynum að gera okkar inni á vellinum og vonandi koma sem flestir í stúkuna og gefa henni eitt gott lófaklapp þegar hún gengur af velli. Það er þvílíkt sem hún hefur gert fyrir þetta lið og hjálpað því að komast á þann stall sem það er á í dag,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.Kvöldið verður tilfinningaríkt Margrét Lára gerir sér samt vel grein fyrir því að kveðjuleikur Katrínar mun reyna á liðið andlega enda stelpurnar að kveðja magnaðan liðsfélaga. „Það verða tilfinningar í þessum leik en fyrsta og fremst eru það leikurinn og úrslitin sem skipta máli. Það er okkar að einbeita okkur að því,“ sagði Margrét Lára. Leikur Íslands og Sviss fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 18.30. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Það verður kveðjustund í Laugardalnum í kvöld þegar Katrín Jónsdóttir klæðist íslenska landsliðsbúningnum í síðasta sinn. Það eru liðin 19 ár síðan landsliðsferill hennar hófst en nýráðinn þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, gaf Kötu tækifæri til að kveðja á heimavelli. Það leit annars út fyrir að 0-4 tap á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum á EM í sumar yrði síðasti landsleikurinn en Freyr sannfærði Katrínu um að hjálpa liðinu að komast af stað í undankeppni HM 2015.Átti ekki von á símtalinu „Ég átti ekki endilega von á þessu símtali frá Freysa en það var mikill heiður að vera spurð og það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið,“ segir Katrín. Það var dramatísk stund í Halmstad þegar hún faðmaði alla liðsfélagana og tárin féllu. „Ég var ekki búin að ákveða það fyrir Svíaleikinn að það yrði síðasti leikurinn því við ætluðum okkur áfram. Svo töpuðum við honum og það voru miklar tilfinningar og læti þarna eftir leikinn. Þetta er ný keppni og mér finnst gaman ef ég get hjálpað til. Ég mun leggja allt í sölurnar til þess að liðið fari vel af stað í þessari keppni,“ segir Katrín. Hún er einbeitt og leggur mikla áherslu á að þetta kvöld eigi ekki að snúast um hana. „Ég verð ekki í fókusnum í þessum leik því þetta er mótsleikur og mjög mikilvægur leikur,“ segir Katrín. Er alveg öruggt að þetta sé síðasti leikurinn? „Nú þori ég varla að segja neitt,“ segir Katrín hlæjandi en bætir svo við: „Þetta er mitt síðasta tímabil með félagsliði og ég geri fastlega ráð fyrir því að fá engin símtöl þegar ég er hætt að æfa,“ segir Katrín í léttum tón. Svissneska liðið skoraði níu mörk í stórsigri á Serbíu um síðustu helgi og það mun því reyna á Katrínu og félaga í varnarleiknum í kvöld.Ætla að vinna fyrir hana Tveir leikmenn liðsins sem gera tilkall til fyrirliðabandsins þegar hún er farin fagna því að Katrín fái að kveðja liðið á heimavelli. „Það er skemmtilegt fyrir hana að koma og fá að spila síðasta leikinn á heimavelli. Við ætlum klárlega að vinna þennan leik fyrir hana og fá þrjú stig. Það er kannski aðeins meira undir út af þessu en það er skemmtilegt að fá hana aftur og ná að kveðja hana hérna heima,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, sem var varafyrirliði Katrínar síðustu ár. „Gamla er að hætta og hún á það skilið frá okkur leikmönnunum, þjálfurunum og landsmönnum öllum að við kveðjum hana með stæl. Við leikmennirnir reynum að gera okkar inni á vellinum og vonandi koma sem flestir í stúkuna og gefa henni eitt gott lófaklapp þegar hún gengur af velli. Það er þvílíkt sem hún hefur gert fyrir þetta lið og hjálpað því að komast á þann stall sem það er á í dag,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.Kvöldið verður tilfinningaríkt Margrét Lára gerir sér samt vel grein fyrir því að kveðjuleikur Katrínar mun reyna á liðið andlega enda stelpurnar að kveðja magnaðan liðsfélaga. „Það verða tilfinningar í þessum leik en fyrsta og fremst eru það leikurinn og úrslitin sem skipta máli. Það er okkar að einbeita okkur að því,“ sagði Margrét Lára. Leikur Íslands og Sviss fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 18.30.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira