Skemmtilegt að ná að kveðja hana hérna heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 07:00 Katrín Jónsdóttir. Mynd/Valli Það verður kveðjustund í Laugardalnum í kvöld þegar Katrín Jónsdóttir klæðist íslenska landsliðsbúningnum í síðasta sinn. Það eru liðin 19 ár síðan landsliðsferill hennar hófst en nýráðinn þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, gaf Kötu tækifæri til að kveðja á heimavelli. Það leit annars út fyrir að 0-4 tap á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum á EM í sumar yrði síðasti landsleikurinn en Freyr sannfærði Katrínu um að hjálpa liðinu að komast af stað í undankeppni HM 2015.Átti ekki von á símtalinu „Ég átti ekki endilega von á þessu símtali frá Freysa en það var mikill heiður að vera spurð og það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið,“ segir Katrín. Það var dramatísk stund í Halmstad þegar hún faðmaði alla liðsfélagana og tárin féllu. „Ég var ekki búin að ákveða það fyrir Svíaleikinn að það yrði síðasti leikurinn því við ætluðum okkur áfram. Svo töpuðum við honum og það voru miklar tilfinningar og læti þarna eftir leikinn. Þetta er ný keppni og mér finnst gaman ef ég get hjálpað til. Ég mun leggja allt í sölurnar til þess að liðið fari vel af stað í þessari keppni,“ segir Katrín. Hún er einbeitt og leggur mikla áherslu á að þetta kvöld eigi ekki að snúast um hana. „Ég verð ekki í fókusnum í þessum leik því þetta er mótsleikur og mjög mikilvægur leikur,“ segir Katrín. Er alveg öruggt að þetta sé síðasti leikurinn? „Nú þori ég varla að segja neitt,“ segir Katrín hlæjandi en bætir svo við: „Þetta er mitt síðasta tímabil með félagsliði og ég geri fastlega ráð fyrir því að fá engin símtöl þegar ég er hætt að æfa,“ segir Katrín í léttum tón. Svissneska liðið skoraði níu mörk í stórsigri á Serbíu um síðustu helgi og það mun því reyna á Katrínu og félaga í varnarleiknum í kvöld.Ætla að vinna fyrir hana Tveir leikmenn liðsins sem gera tilkall til fyrirliðabandsins þegar hún er farin fagna því að Katrín fái að kveðja liðið á heimavelli. „Það er skemmtilegt fyrir hana að koma og fá að spila síðasta leikinn á heimavelli. Við ætlum klárlega að vinna þennan leik fyrir hana og fá þrjú stig. Það er kannski aðeins meira undir út af þessu en það er skemmtilegt að fá hana aftur og ná að kveðja hana hérna heima,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, sem var varafyrirliði Katrínar síðustu ár. „Gamla er að hætta og hún á það skilið frá okkur leikmönnunum, þjálfurunum og landsmönnum öllum að við kveðjum hana með stæl. Við leikmennirnir reynum að gera okkar inni á vellinum og vonandi koma sem flestir í stúkuna og gefa henni eitt gott lófaklapp þegar hún gengur af velli. Það er þvílíkt sem hún hefur gert fyrir þetta lið og hjálpað því að komast á þann stall sem það er á í dag,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.Kvöldið verður tilfinningaríkt Margrét Lára gerir sér samt vel grein fyrir því að kveðjuleikur Katrínar mun reyna á liðið andlega enda stelpurnar að kveðja magnaðan liðsfélaga. „Það verða tilfinningar í þessum leik en fyrsta og fremst eru það leikurinn og úrslitin sem skipta máli. Það er okkar að einbeita okkur að því,“ sagði Margrét Lára. Leikur Íslands og Sviss fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 18.30. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Það verður kveðjustund í Laugardalnum í kvöld þegar Katrín Jónsdóttir klæðist íslenska landsliðsbúningnum í síðasta sinn. Það eru liðin 19 ár síðan landsliðsferill hennar hófst en nýráðinn þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, gaf Kötu tækifæri til að kveðja á heimavelli. Það leit annars út fyrir að 0-4 tap á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum á EM í sumar yrði síðasti landsleikurinn en Freyr sannfærði Katrínu um að hjálpa liðinu að komast af stað í undankeppni HM 2015.Átti ekki von á símtalinu „Ég átti ekki endilega von á þessu símtali frá Freysa en það var mikill heiður að vera spurð og það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið,“ segir Katrín. Það var dramatísk stund í Halmstad þegar hún faðmaði alla liðsfélagana og tárin féllu. „Ég var ekki búin að ákveða það fyrir Svíaleikinn að það yrði síðasti leikurinn því við ætluðum okkur áfram. Svo töpuðum við honum og það voru miklar tilfinningar og læti þarna eftir leikinn. Þetta er ný keppni og mér finnst gaman ef ég get hjálpað til. Ég mun leggja allt í sölurnar til þess að liðið fari vel af stað í þessari keppni,“ segir Katrín. Hún er einbeitt og leggur mikla áherslu á að þetta kvöld eigi ekki að snúast um hana. „Ég verð ekki í fókusnum í þessum leik því þetta er mótsleikur og mjög mikilvægur leikur,“ segir Katrín. Er alveg öruggt að þetta sé síðasti leikurinn? „Nú þori ég varla að segja neitt,“ segir Katrín hlæjandi en bætir svo við: „Þetta er mitt síðasta tímabil með félagsliði og ég geri fastlega ráð fyrir því að fá engin símtöl þegar ég er hætt að æfa,“ segir Katrín í léttum tón. Svissneska liðið skoraði níu mörk í stórsigri á Serbíu um síðustu helgi og það mun því reyna á Katrínu og félaga í varnarleiknum í kvöld.Ætla að vinna fyrir hana Tveir leikmenn liðsins sem gera tilkall til fyrirliðabandsins þegar hún er farin fagna því að Katrín fái að kveðja liðið á heimavelli. „Það er skemmtilegt fyrir hana að koma og fá að spila síðasta leikinn á heimavelli. Við ætlum klárlega að vinna þennan leik fyrir hana og fá þrjú stig. Það er kannski aðeins meira undir út af þessu en það er skemmtilegt að fá hana aftur og ná að kveðja hana hérna heima,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, sem var varafyrirliði Katrínar síðustu ár. „Gamla er að hætta og hún á það skilið frá okkur leikmönnunum, þjálfurunum og landsmönnum öllum að við kveðjum hana með stæl. Við leikmennirnir reynum að gera okkar inni á vellinum og vonandi koma sem flestir í stúkuna og gefa henni eitt gott lófaklapp þegar hún gengur af velli. Það er þvílíkt sem hún hefur gert fyrir þetta lið og hjálpað því að komast á þann stall sem það er á í dag,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.Kvöldið verður tilfinningaríkt Margrét Lára gerir sér samt vel grein fyrir því að kveðjuleikur Katrínar mun reyna á liðið andlega enda stelpurnar að kveðja magnaðan liðsfélaga. „Það verða tilfinningar í þessum leik en fyrsta og fremst eru það leikurinn og úrslitin sem skipta máli. Það er okkar að einbeita okkur að því,“ sagði Margrét Lára. Leikur Íslands og Sviss fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 18.30.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira