Íslenski boltinn

Katrín er búin að bæta sig mikið á þremur árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Jónsdóttir
Katrín Jónsdóttir Mynd/Arnþór
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist sjá mikinn mun á Katrínu Jónsdóttur frá því að hann þjálfaði hana í Val fyrir aðeins þremur árum.

„Ég þjálfaði hana fyrir þremur árum þegar hún var þrjátíu og eitthvað. Hún er búin að bæta sig í grunntækni, sendingum og móttöku síðan þá. Það er ótrúlegt að sjá það,“ segir Freyr. Katrín fór í atvinnumennsku til Svíþjóðar í framhaldi af síðasta tímabili hennar með Val en hún var þá 33 ára gömul.

„Það er frábært að hafa Kötu og gaman að kveðja hana á heimavelli. Okkur langar að kveðja hana með sigri. Ég var fyrst og fremst að biðja hana um að koma og taka þennan leik með okkur því ég veit að hún getur styrkt liðið. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hún tók mjög vel í það. Hún er í ótrúlegu formi,“ segir Freyr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×