Helgarmaturinn - Bruschetta Duo Marín Manda skrifar 4. október 2013 09:30 Arnar Már Guðmundsson Arnar Már Guðmundsson, yfirkokkur á Laundromat Cafe á Austurbrú í Kaupmannahöfn er hér með dýrindis bruchetta uppskrift með geitaosti og heimagerðu salsa. Hráefni Geitaostur, mozzarella, parmesan, 2 paprikur, tómatar í dós, 1-2 chilialdin, 1 stk. lime, ciabatta-brauð, rjómaostur, hvítlaukur, basilíkubúnt, myntubúnt Heimagert salsa 2 paprikur, 1 dós tómatar, 3 hvítlauksgeirar, 1 tsk. mexican-krydd, 1 tsk. reykt paprikukrydd, 2 laukar, 1 chllialdin, 1 lime Paprikurnar eru grillaðar í ofni við 200 gr. í u.þ.b. 10 mínútur þar til þær eru svartar að utan. Látið þær svo í poka og inn í frysti. Eftir 10 mínútur er pokinn tekinn út og fræin skafin úr og skinnið plokkað af þeim. Léttsteikið laukana í potti, hellið tómötunum yfir og bætið paprikunni út í. Kryddið til og saltið eftir þörfum og kreistið safa úr einu lime yfir. Maukið sósuna með töfrasprota. Þetta verða allir að bragða á. Aðferð Ciabatta-brauð skorið í tvennt. Penslið brauðið með olíu og ristið í ofni á 180 gr. í um 5 mínútur. Á annan helminginn setið þið salsað og geitaost í skífum. Á hinn setið þið rjómaost og bætið chorizo á eftir þörfum. Grillist í ofni í 210 gráður á yfirhita í u.þ.b. 2-5 mín. Yfir geitaostsbruschettuna er gott að setja myntulauf, þau smellpassa á móti reykta sterka bragðinu. Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira
Arnar Már Guðmundsson, yfirkokkur á Laundromat Cafe á Austurbrú í Kaupmannahöfn er hér með dýrindis bruchetta uppskrift með geitaosti og heimagerðu salsa. Hráefni Geitaostur, mozzarella, parmesan, 2 paprikur, tómatar í dós, 1-2 chilialdin, 1 stk. lime, ciabatta-brauð, rjómaostur, hvítlaukur, basilíkubúnt, myntubúnt Heimagert salsa 2 paprikur, 1 dós tómatar, 3 hvítlauksgeirar, 1 tsk. mexican-krydd, 1 tsk. reykt paprikukrydd, 2 laukar, 1 chllialdin, 1 lime Paprikurnar eru grillaðar í ofni við 200 gr. í u.þ.b. 10 mínútur þar til þær eru svartar að utan. Látið þær svo í poka og inn í frysti. Eftir 10 mínútur er pokinn tekinn út og fræin skafin úr og skinnið plokkað af þeim. Léttsteikið laukana í potti, hellið tómötunum yfir og bætið paprikunni út í. Kryddið til og saltið eftir þörfum og kreistið safa úr einu lime yfir. Maukið sósuna með töfrasprota. Þetta verða allir að bragða á. Aðferð Ciabatta-brauð skorið í tvennt. Penslið brauðið með olíu og ristið í ofni á 180 gr. í um 5 mínútur. Á annan helminginn setið þið salsað og geitaost í skífum. Á hinn setið þið rjómaost og bætið chorizo á eftir þörfum. Grillist í ofni í 210 gráður á yfirhita í u.þ.b. 2-5 mín. Yfir geitaostsbruschettuna er gott að setja myntulauf, þau smellpassa á móti reykta sterka bragðinu.
Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira