Vettel segir keppinautana með hreðjarnar úti í sundlaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 07:00 Vettel verður heimsmeistari í ár líkt og síðustu þrjú. Svo einfalt er það. Nordicphotos/Getty Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn áttunda sigur í fjórtán keppnum tímabilsins í kappakstrinum í Suður-Kóreu um helgina. Vettel ræsti fyrstur og var honum í sjálfu sér aldrei ógnað út keppnina. Þjóðverjinn, sem hefur nú 77 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari þegar fimm keppnum er ólokið á tímabilinu, vann þriðja árið í röð í Suður-Kóreu. Sigurinn var hans 34. á ferlinum og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í augnablikinu. Fátt getur komið í veg fyrir fjórða sigur hans í keppni ökuþóra í röð. Slök mæting á keppnina í Suður-Kóreu vekur spurningar um framtíð Formúlu 1 í landinu. Ekki var baulað á Vettel líkt og í undanförnum keppnum þegar hann hefur fagnað sigri. Skiptar skoðanir eru um réttmæti mótmælanna í garð Þjóðverjans. Þykir sumum Vettel of hrokafullur. „Á meðan aðrir hanga með hreðjarnar úti í sundlauginni á föstudögum vinnum við hörðum höndum til að auka sigurlíkur okkur í keppninni,“ sagði Vettel fyrir keppnina. Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn áttunda sigur í fjórtán keppnum tímabilsins í kappakstrinum í Suður-Kóreu um helgina. Vettel ræsti fyrstur og var honum í sjálfu sér aldrei ógnað út keppnina. Þjóðverjinn, sem hefur nú 77 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari þegar fimm keppnum er ólokið á tímabilinu, vann þriðja árið í röð í Suður-Kóreu. Sigurinn var hans 34. á ferlinum og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í augnablikinu. Fátt getur komið í veg fyrir fjórða sigur hans í keppni ökuþóra í röð. Slök mæting á keppnina í Suður-Kóreu vekur spurningar um framtíð Formúlu 1 í landinu. Ekki var baulað á Vettel líkt og í undanförnum keppnum þegar hann hefur fagnað sigri. Skiptar skoðanir eru um réttmæti mótmælanna í garð Þjóðverjans. Þykir sumum Vettel of hrokafullur. „Á meðan aðrir hanga með hreðjarnar úti í sundlauginni á föstudögum vinnum við hörðum höndum til að auka sigurlíkur okkur í keppninni,“ sagði Vettel fyrir keppnina.
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira